Læknaneminn - 01.04.1997, Page 10
Björn Guðbjörnsson
Mynd 6 Að ofan: Heilbrigð kona borðar kex á 3 mínútum, án þess að drekka vökva með.
Áð neðan: Sjúklingur með pSS sem borðar kex; vinstir myndin eftir 5 mín. og hægri eftir 7 mín.
Takið eftir þurrum vörum og sári í munnviki og stækkuðum eyrnakirtli, a.ö.l. skýra myndirnar sig
sjálfar.
FLOKKUN
SJÚKDÓMSEINKENNA
Samkvæmt flokkunarkerfi Kaupmannahafnarhóps-
ins (38) er einkennunum enn skipt í tvo meginflokka
eins og áður, þ.e.a.s. kirtil- og ekki kirtiltengd ein-
kenni, en síðan í sjö undirflokka, þar sem þrír undir-
flokkar falla undir kirtiltengdu einkennin, en fjórir
undirflokkar falla undir ekki kirtiltengdu einkennin
(mynd 5). Þriðjungur sjúklinga hefur einungis kirtil-
tengd einkenni á meðan 2/3 hlutar sjúklinganna hafa
einnig einkenni frá innri líffærum (flokki 4-7). AJlt að
25% sjúklinganna hafa alvarleg einkenni frá einhverju
líffærakerfi. Hér að neðan verður gerð í stuttu máli
grein fyrir hverjum undirflokki fyrir sig.
1. Kirtiltengdyfirborðseinkenni
Undir þennan flokk falia aðaleinkenni sjúkdómsins
eða þurrkeinkennin frá augum, munni, koki og vél-
inda, loftvegum og kynfærum, auk húðar.
Glæru- og tárasigg veldur sviða og sársauka í augum.
En auk þess hafa sjúklingar með slæman KCS óþol
LÆKNANEMINN
8
1. tbl. 1997, 50. árg.