Læknaneminn - 01.04.1997, Page 25
Gigt og handarskurðlækningar
góðan hreyfanleika þumals en minnkun á gripkrafti
handarinnar um 20-25% miðað við eðlilega hendi.
Þegar aðgerðin fer fram eru hins vegar flestir sjúklingar
þegar með mikið minnkaðan gripkraft vegna gigtarinn-
ar og fæstir upplifa því minnkun í gripkrafti sem afleið-
ingu aðgerðarinnar. Staurliðsaðgerðirnar valda vægri
skerðingu á hreyfigetu þumalsins en gefa eðlilegan kraft
í gripinu síðar.
Rétt er að minnast hér á gerfiliðaaðgerðir í þumalrót-
inm, en á tímabili var mikið gert af því að fjarlægja
geirstúfsbeinið og setja niður í staðinn „silicon gerfi-
bein („Swanson artroplastik“) (sbr. mynd 3). Þessi
gerfibein skriðu oft úr liðnum að hluta eða alveg en
gáfu samt góðan árangur hvað varðaði verki. Notkun
þeirra hefur stórminnkað eftir að í ljós kom að þau geta
valdið útbreiddum bólgum í liðþeli og skemmdum í
ulnliðsbeinum af þeim sökum („silicon synovitis“).
Liðagigt - iktsýki
Nafnið „liðagigt“ er oft notað sem safnheiti yfir þá
mörgu bólgusjúkdóma sem lagst geta á liðina. Illmögu-
legt er að ætla að reyna að gera þeim öllum skil hér og
bregð ég því á það ráð, eins og reyndar oft er gert, að
fjalla hér aðeins um iktsýkina en hún er að mörgu leyti
dæmigerð fyrir þessa sjúkdóma og algengust. Ekki
verður á neinn hátt fjallað um orsakir iktsýki eða gang,
nema að því leyti sem viðkemur höndum og handar-
skurðlækningum. Ekkert verður heldur fjallað um
lyfjameðferð, hvorki steragjafir í liði og sinaslíður né
heldur aðra lyfjameðferð, enda er hún oftast í höndum
annarra en handarskurðlækna.
I upphafi er rétt að undirstrika að iktsýkin er fýrst og
fremst sjúkdómur í liðþeli og sinaþeli (synovial klæðn-
mg í liðum og sinaslíðrum) en skekkjur og mörg önn-
ur einkenni iktsýkinnar eru beinar eða óbeinar afleið-
ingar þessarar bólgu. Þá er iktsýkin sjúkdómur sem leg-
gst á mörg líffærakerfi út um allan líkamann en hefur
sterka tilhneigingu til að leggjast á hendurnar, oft með
alvarlegum afleiðingum. Ólíkt slitgigtinni sem helst
leggst á fjærkjúkuliðina (DIP) og þumalrótina (CMC
I), þá leggst iktsýkin helst á nærkjúkuliðina (PIP),
hnúaliðina (MCP) og úlnliðinn auk þess sem hún leg-
gst einnig á bæði beygisinar og réttisinar. Utbreiðslan er
gjarnan samhverf.
Bólgið liðþel (artrosynovit) veldur verk og brýtur
niður liðbrjósk, síðar sjást úrátur (usurur) við liðina og
einnig eyðileggst liðpoki og liðbönd og þannig verða
Mynd 3:
„Swanson“
gerfibein í stað
geirstúfsbeins.
liðirnir óstöðugir og skakkir. Liðirnir „síga síðan úr“
(subluxatio - Iuxado).
Bólga í sinaslíðrum (tenosynovit) handar og úlnliðs
veldur einnig verk og stirðleika. Bólgan vex nánast ífar-
andi og getur vaxið inn í sinar, veiklað þær og þannig
valdið því að þær slitna. Langvarandi bólga við ölnar-
höfuð veldur verk við snúningshreyfmgar og getur ein-
nig valdið því að réttisinar í litlafingur og baugfingur
slitna og þannig komið í veg fyrir réttu í hnúaliðum
fingranna (caput ulnae syndrome).
Notagildi handanna hjá sjúklingum með iktsýki er
oft verulega skert vegna verkja og skertrar gripgetu.
Þetta ástand er oft hægt að bæta verulega með aðgerð-
um sem miða að verkjastillingu, bættri gripgetu og fyr-
irbyggjandi áhrifum sérstaklega gegn yfirvofandi
sinaslitum.
Bólga í sinaþeli (tenosynovitis)
Bólga í sinaþeli sést einkum á þremur stöðum í hend-
inni; við réttisinarnar á handarbaki, við beygisinar í
úlnliðsrennu og einnig við beygisinar í fingrum. Auk
þess að geta valdið því að sinarnar slitni eins og áður var
sagt þá getur bólga í úlnliðsrennu valdið hælckuðum
þrýstingi þar og þannig taugaklemmu (carpal tunnel
syndrom). Mikilvægt er að fjarlægja hið bólgna sinaþel
með aðgerð ef eldci telcst að ráða við bólgurnar með
lyfjum. Þær sinar sem helst slitna eru langi þumalréttir
(EPL), réttisinar fingranna (EDC) og langi þumalbeyg-
LÆKNANEMINN
23
1. tbl. 1997, 50. árg.