Læknaneminn - 01.04.1997, Page 26
Magnús Páll Albertsson
ir (FPL). Ef sinarnar eru slitnar er ekki hægt að skeyta
saman endum þeirra aftur heldur þarf að flytja aðrar
sinar til að endurskapa það sem tapast hefur eins og t.d.
nota vísifingursrétti (extensor indicis proprius, EIP) í
stað slitins EPL.
Ulnliður
Bólga í liðþeli úlnliðs byrjar gjarnan annað hvort við
höfuð ölnar og getur þannig valdið „caput ulnae syn-
drome“ eins og nefnt var hér að framan, eða sveifar-
megin í liðnum og þá við bátsbeinið. Bólgan þar eyði-
Ieggur m.a. liðbönd sem halda úlniiðsbeinunum stöð-
ugum og því renna þau sem ein heild í átt að ölninni,
höndin „snýst“ og hliðrast að sveifinni („radial devi-
atio“ handarinnar). Síðan verður óstöðugleikinn svo
mikill að liðhlaup á sér stað („carpus luxerar volart“).
Þegar þessir sjúklingar koma til meðferðar á helst að
fjarlægja bólguna með aðgerð ef ekki hefur tekist að
gera það með lyfjameðferð og er það hægt á meðan ekki
sjást neinar liðbreytingar að ráði. Ef komnar eru breyt-
ingar í liðinn eða beinin, þarf gjarnan að gera samtím-
is hluta úlnliðsins að staurlið (t.d. festa mánabein við
sveifina; radio-luntum artrodesa) eða ef breytingarnar
eru lengra komnar að gera allan úlnliðinn stífann. A
nokkrum stöðum eru settir gerfiliðir í úlnliði frekar en
að gera þá stífa, en reynslan af því er frekar misjöfn og
hefur að því er ég best veit ekki verið settur gerfiliður í
úlnlið hér á landi enn.
Hnúaliðir (MCP liðir)
Iktsýkin tekur sér gjarnan bólfestu í hnúaliðum og
þar er mjög auðvelt að sjá bólguna við skoðun. Auk
verkjar og stirðleika veldur bólgan hér því að liðbönd
teygjast og einnig losnar um réttisinarnar sem renna úr
sinni réttu stöðu yflr miðjum liðnum og þær lenda öln-
armegin við liðinn. Þetta á allt saman sinn þátt í því að
hin vel þekkta ölnar skekkja fingranna („ulnar drift“)
kemur fram. Síðan á sér stað liðhlaup þannig að grunn-
ur nærkjúkanna sígur ölnar- og lófamegin við höfuð
miðhandarbeina (,,metacarpus“). Ef liðbreytingar eru
litlar og liðhlaupið ekki er fast, þá er rétt að reyna
mjúkpartaaðgerð. Er þá fjarlægð bólgan úr liðnum,
strekkt upp liðbönd og einnig festingar réttisina. Síðan
er oft skorið á þær sinar yrmlinga og millibeinavöðva
(„lumbricales og interossei") sem ölnarmegin liggja og
þannig minnkuð tilhneiging fingranna til ölnar
skekkju. Stundum eru þessar sinar tengdar sveifarmeg-
Mynd 4: „Swanson" gerfiliður í hnúalið.
in í næsta fingur til að minnka ölnar skekkjuna enn
frekar. Ef hins vegar liðhlaupið er fast eða miklar
skemmdir eru komnar í lið og bein, þá er oft brugðið á
það ráð að setja gerfiliði. Þar eru gjarnan notaðir s.k.
Swanson liðir úr silikon plasti og hafa þeir reynst vel í
hnúaliðunum (mynd 4). Staurliður í hnúalið reynist
eldci mjög vel og takmarkar of mikið starfsgetu handar-
innar.
Neerkjúkuliðir (PIP liðir)
Iktsýkin sest einnig oft að í þessum liðum og auðvelt
er að sjá það við skoðun. Auk verkja og stirðleika getur
bólgan hér eyðilagt Iiðbönd og miðhluta réttisinahett-
unnar þannig að hliðlægu hlutarnir („lateral böndin“)
geta runnið niður fyrir höfuð nærkjúkunnar og þannig
valdið beygingu í liðnum í stað réttingar og þannig er
þá komin hnapphelda („Boutonniere"). Rétt er að fjar-
lægja bólguna snemma úr nærkjúkuliðunum en ef var-
anlegar skemmdir eru fram komnar reynist oft best að
gera liðinn stífann því þannig nýtist hann vel við beit-
ingu handarinnar. Gerfiliðir eru stundum settir í
nærkjúkuliðina en reynast ekki eins vel þar og í hnúa-
liðunum.
Rétt er að minnast hér á svanahálsskekkjuna sem ein-
nig er vel þekkt í fingrum iktsýkisjúklinga. Þar er um
að ræða yfirréttu í nærkjúkuliðnum og beygju í
fjærkjúkuliðnum (DIP). Orsakir fýrir svanahálsskekkju
geta verið margar s.s. kreppa í millibeinavöðvum („intr-
insic kontraktura“) eða skemmdir í festu grunna
fingrabeygis („flexor dig. superficialis") á miðkjúkunni
vegna bólgu í sinaslíðrinu. Skemmdir á liðpoka lófa-
megin í nærkjúkulið vegna bólgu í liðnum geta aukið á
svanahálsskekkj una.
Ymsar aðferðir eru til að gera við hnappheldu og
svanaháls, en um bæði gildir að ef hægt á að vera að
LÆKNANEMINN
24
1. tbl. 1997, 50. árg.