Læknaneminn - 01.04.1997, Page 27
Gigt og handarskurðlækningar
varðveita hreyfanleika í liðnum þarf að gera þessar að-
gerðir frekar fljótlega, en ef skekkjan er orðin föst að
ráði þá eru staurliðsaðgerðir heppilegastar.
NIÐURLAG
Hér hefur verið reynt að draga fram í aðalatriðum
hvað handarskurðlækningar hafa uppá að bjóða fyrir
sjúklinga með gigt í höndunum. Það hefur hins vegar
verið stiklað á stóru og hvorki rýrni né vettvangur fyrir
mikið nákvæmari umfjöllun hér. Eg vil leggja mikla
áherslu á það, varðandi sjúklinga með iktsýki, að ef
ekki er hægt að ráða niðurlögum bólgu í liðum og
sinaslíðrum með lyfjum á u.þ.b. hálfu ári, þá ætti að
vísa þeim til handarskurðlækna til mats og e.t.v. með-
ferðar. Reyndar væri heppilegast ef þessir sjúklingar
nytu teymisvinnu í meira mæli, þannig að fólk úr ýms-
um greinum læknisfræðinnar og fleiri geirum heil-
brigðiskerfisins ynni saman og sjúklingar væru metnir í
teyminu þannig að betur mætti skipuleggja meðferðina
en þessir sjúklingar þurfa oft að fara í gegnum ótrúleg-
an fjölda aðgerða.
HEIMILDIR
Myndir 2,3 og 4 eru fengnar úr bókinni “Handkirurgi - en in-
troduktion” eftir Göran Lundborg (Studentlitteratur, Lund, 1988)
með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.
Við samningu greinarinnar hefur einkum verið stuðst við:
1. Handkirurgi - en introduktion; G. Lundborg; Studenlitteratur,
Lund 1988
2. The hand - diagnosis and indications (3rd edition); G. Lister;
Churchill Livingstone, London 1993
3. Líffæri mannsins; H. Feneis (þýð. Súsanna Þórkatla Jónsdóttir);
Heimskringla, Reykjavík 1991
LÆKNANEMINN
25
1. tbl. 1997, 50. árg.