Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Page 29

Læknaneminn - 01.04.1997, Page 29
Um Medician orthopaedica andi einkennum. Þessi skoðun þarf að taka tillit til hins „dynamiska" eðlis hreyfikerfisins og í hinum enskumælandi heimi er jafnan talað um að gera „funct- ional examination". Grundvallarhugsunin í aðferðum OM er, 1) að vefj- um í og umhverfis liði má skipta í virka (active, contractile) og óvirka (inert, inactive) og 2) þessir vefir valda sársauka, þegar þeir verða fyrir álagi/spennu. Ad 1) Cyriax fann með kliniskum rannsóknum, að þegar hreyfigeta í lið skerðist vegna meinsemdar í lið- pokanum sjálfum, hvort sem um virkan sjúkdóm (t.d. RA) er að ræða eða ekki, skerðast hinar ýmsu grunn- hreyfingar mismikið, en alltaf eftir sama mynstri. Þetta mynstur kallaði hann „The Capsular Pattern" (CP) og kortlagði skerðingarmynstur hreyfinga fyrir svo til alla liði líkamans. Þetta þýðir, að hægt er á fljótlegan hátt að skera úr um það, hvort sjúklegt ástand fyrirliggur í liðnum með því að prófa ákveðnar grunnhreyfingar. Séu allar hreyfingar eðlilegar og sársaukalausar, er ólík- legt að eitthvað sé að liðpokanum. Séu einhverjar hreyfingar skertar, en ekki skv. CP, er talað um „Non- Capsular Pattern“ og er þá venjulega til staðar innri röskun (internal derangement), eins og við liðmús og liðþófaröskun í hrygg eða hné, tognun á liðbandi o.þ.h.. Ad 2) Hafi liðurinn sjálfur verið útilokaður sem or- sök einkenna, beinist athyglin að hinum virku vefjum, eða samdráttarvefjum, en þar er að finna taug, vöðva, vöðva-sinamót, sin, (+sinaslíður) og festu sinar við beinhimnu/bein. Þessir vefir eru prófaðir með því að beita þá álagi hvern og einn og er á ensku talað um „Selective Tension“. Ofannefndir vefir geta við átök gegn við- námi (isometric contraction against resistance) sjúklegt ástand til kynna með sársauka og/eða kraftminnkun. Að þessari skoðun gerðri, er fjöldi viðbótaratriða og aukaþátta, sem kannaðir eru til að fá heildarmynd, en þetta eru grundvallaratriðin, ásamt nákvæmri sögu, þar sem hugsað er í taugabrautum (dermatomata) en ekki líkamshlutum eða líffærum. Reyndar er sagan stund- um það, sem beinlínis gefur sjúkdómsgreininguna, t.d. við algengustu tegundir bak og rótarverkja. Þessi aðferð gerir það oft mögulegt að staðsetja orsök sársauka frá hreyfikerfi af mikilli nákvæmni. Það tákn- ar að sjálfsögðu, að hægt er að beita markvissri með- ferð. Mynd 1. MEÐFERÐ Meðferðaraðferðir OM eru margvíslegar og menn hafa reynt að endurbæta aðferðir Cyriax og samstarfs- manna hans með misjöfnum árangri, enda leitaðist hann við að safna saman því rökréttasta, bezta og gagn- legasta frá hinum ýmsu meðferðarskólum, auk þeirra aðferðar sem hann og samstarfsmenn hans þróuðu sjálfir. Svo sem eðlilegt má þykja um tiltölulega unga fræðigrein, eru aðferðirnar misjafnlega vel studdar vís- indarannsóknum, enda oft erfitt að gera samanburðar- rannsóknir á aðferðum OM og sjúkraþjálfara almennt. Á síðustu 2-3 áratugum hefur reyndar orðið töluverð breyting þar á og nýrri textabækur í OM eru ágætlega undirbyggðar vísindalegum rökum. Hinar klassísku OM aðferðir eru þvernudd („deep transverse friction“), hnik (hnykkingar, manipulation), sprautur í liði, festur, sinaslíður o.s.frv., ýmiss konar liðlosunaraðferðir (mobilisatio), æfingar, æfingakerfi, sprautur epiduralt, taugabloldc, prolotherapia liðbanda hryggsúlu og áfram mætti lengi telja. Að auki styðst OM við margt annað úr vopnabúri læknisfræði og sjúkraþjálfunar. Lykillinn að gæðum í OM er gott samstarf lækna og sjúkraþjálfara, enda sjúkraþjálfarinn algjör lykilmann- eskja í OM. I þessu tilliti var James Cyriax langt á und- an sinni samtíð, en hann lét lækna og sjúkraþjálfara ganga í gegnum sömu þjálfun og sömu námskeið. Þetta grundvallaratriði hefur fylgt fræðigreininni og á LÆKNANEMINN 27 1. tbl. 1997, 50. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.