Læknaneminn - 01.04.1997, Síða 30
Jósep Ó. Blöndal
námskeiðum í OM bæði erlendis og hérlendis (hér hafa
verið haldin námskeið síðan 1992) eru yfirleitt báðir
faghóparnir.
Hér hafa aðeins verið rakin helztu grundvallaratriði
OM, en læknanemum skal annars bent á ágætar bók-
menntir um greinina, og ber þar hæst bækur Cyriax
sjáifs, R. McKenzie og L. Ombregt & al., en sú síðast-
nefnda er nýjasta yfirgripsmikla textabókin og hefur
hlotið góða dóma.
A St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi hefur ver-
ið stefnt að ákveðinni sérhæfingu síðan 1990 og er þar
rekin skammtímadeild, sem undanfarin ár hefur einlc-
um hýst sjúklinga með erfið hreyfikerfisvandamál, að-
aliega í hryggsúlu. I þessari starfsemi er aðferðum OM
mikið beitt, og væri starfsemin reyndar ómöguleg án
greiningaraðferða OM. Námskeið í OM hafa verið
haldin á vegum SFS síðan 1992, í samvinnu við brezka
sérfræðinga og hafa hingað til sótt þessi námskeið yfir
70 læknar og sjúkraþjálfarar. Hafa kennarar verið
brezkir og einn íslenskur. Námskeiðin eru í tveimur
hlutum, sex dagar hvor hluti og er kennslan bæði verk-
leg og bókleg, en mest áherzla þó lögð á hagnýtt nota-
gildi aðferðanna. Greiningaraðferðir Cyriax eru grund-
völlurinn, en meðferðaraðferðir eru ýmsar kenndar,
bæði frá skóla Cyriax og annarra. N ýlega var svo bætt
við upprifjunarnámskeiði fyrir þá, sem þegar hafa sótt
námskeið. Reykjalundur mun einnig undanfarin ár
hafa haldið námskeið með sænskum kennurum.
Undirritaður og sjúkraþjálfarar SFS veita með
ánægju upplýsingar varðandi OM, námskeið hérlendis
og erlendis, bókmenntir, þjálfun og annað það, sem að
gagni má koma
Að lokum tiivitnun í föður OM, J.H. Cyriax: „Man-
ipulation is easy to learn, but diagnosis is a lifetime
LÆKNAIMEMINN
28
1. tbl. 1997, 50. árg.