Læknaneminn - 01.04.1997, Page 38
Fritz H. Bemdsen 1), Tómas Guðbjartsson 2), Jónas Magnússon 3)
Mynd 3- Aðgerð Lichtenstein (hægri nári)[40].
a) Húðskurður í hægri nára. b) Sinafell m. obliqus externus (framveggur náragangsins). c) Sinafell m. obliqus externus
hefúr verið opnað, sáðstrengurinn losaður og miðlægur haull losaður. d) Haulnum ýtt inn í kviðarhol og saumað fyrir.
e) Netið saumað fast þannig að það þekur allan bakvegg nárans og myndar nýjan innri hring í kringum sáðstrenginn. f)
Sinafell m. obliqus externus hefur verið saumað og náraganginum lokað.
Shouldice aðgerðin
E. Shouldice (1890-1965) var skurðlæknir sem
1945, setti á stofn sjúkrahús í Toronto í Kanada, þar
sem eingöngu eru framkvæmdar kviðslitsaðgerðir. I dag
eru framkvæmdar við stofnunina u.þ.b. 7.400 kvið-
slitsaðgerðir á ári [11]. Við Shouldice aðgerðina (mynd
2) er skorið í húðina yfir náraganginum. Sinafell m.
obliqus externus er klippt upp og sáðstrengurinn losað-
ur frá aðliggjandi vef. M. cremaster er síðan fjarlægður
til þess að komast betur að kviðslitinu. Ef um hliðlæg-
an haul er að ræða (sjá jyrri grein) þá liggur hann í sáð-
strengnum og er hann losaður frá og opnaður til þess
að kanna hvort netja eða görn sé föst í honum. Ef svo
er ekki er haullinn fjarlægður. Ef um miðlægan haul er
að ræða þá situr hann sem útbungun á bakvegg nára-
gangsins (fascia transversalis). Fascia transversalis er síð-
an klippt upp og saumuð saman með samfelldum
saum, í 3-4 lögum með stálþráð eða þráð sem ekki eyð-
ist. Með þessu er bakveggur náragangsins styrktur til að
minnka líkur á endurteknu kviðsliti. Arangurinn við
stofnunina er mjög góður og er tíðni endurtekinna
kviðslita aðeins 1,5%, 35 árum eftir aðgerð [11].
Shouldice aðgerðin þykir tiltölulega erfið tæknilega og
það krefst mikillar þjálfunar og vana til þess að ná góð-
um árangri. Sjúkrahús sem eru ekki sérhæfð í aðgerð-
um við nárakviðsliti hafa einnig sýnt fram á góðan ár-
angur með Shouldice aðgerðinni, með tíðni endurtek-
inna kviðslita 1-4% [8,10.12] en hærri tíðni eftir að-
gerðina hefur þó verið lýst( 10%) [13].
LÆKNANEMINN
36
1. tbl. 1997, 50. árg.