Læknaneminn - 01.04.1997, Page 39
Nárakviðslit, síðari hluti - meðferö og horfur -
Mynd 4. Aðgerð Lichtenstein (hægri nári) [41].
A myndinni sést hvernig polypropylen-netið hefur verið
saumað við kviðvegginn. Fyrir miðri mynd er sáðstrengur-
rnn og hefur verið idippt í netið sem þannig myndar nýjan
tnnri hring umhverfis sáðstrenginn.
Lichtenstein aðgerðin
I. Lichtenstein (amerískur skurðlæknir) Iýsti nýrri
aðgerðartækni við nárakviðstliti 1986 [14] en aðgerðin
hefur ekki náð almennri útbreiðslu fýrr en nú á allra
síðustu árum. Nárahaullinn er fjarlægður eins og lýst er
hér að ofan og síðan er lagt net, ofið úr polypropilen
þræði, sem styrkir bakvegg náragangsins (fascia trans-
versalis) (mynd 3, 4). Net af þessu tagi hafa verið í
notkun við skurðlækningar síðan snemma á sjötta ára-
tugnum og ekkert bendir til þess að notkun þeirra sé
skaðleg. Arangur eftir aðgerðina er mjög góður og vís-
aði rannsókn á fyrstu 6.000 sjúklingunum við Lichten-
stein stofnunina, að tíðni endurtekinna nárakviðslita
var 0,7%, 8 árum eftir aðgerð [15,16]. Megin kostur
þessarar aðgerðar er sá að hún er tæknilega einföld og
hafa rannsóknir sýnt að jafnvel sjúkrahús sem ekki sér-
hæfa sig í kviðslitsaðgerðum ná mjög góðum árangri
með tíðni endurtekinna kviðslita undir 1% [17]. Ann-
ar kostur þessarar aðgerðar er að verkir eftir aðgerð eru
í lágmarki og sjúldingar geta hafið vinnu 1-2 vikum eft-
ir aðgerð.
Mynd 5■ Kviðsjáraðgerð
Kviðsjáraðgerð við nárakviðsliti á handlækningdeild Land-
spítala.
Kviðsjáraðgerðir
Síðasta áratug hafa kviðsjáraðgerðir haslað sér völl í
skurðlækningum, og á það einnig við um aðgerðir við
nárakviðsliti (mynd 5). Fyrsta kviðsjáraðgerðin við
nárakviðsliti var framkvæmd árið 1990 [18] og hefur
þróunin verið hröð síðan og aðgerðirnar tekið miklum
breytingum.
Þær tvær aðgerðir sem mestri útbreiðslu hafa náð eru
annarsvegar s.k. TAPP aðgerð (transabdominal
preperitoneal) [19,20] þar sem gert er við nárakviðslitið
innan frá þ.e.a.s. frá kviðarholinu (mynd 6) og hinsveg-
ar s.k. TEP aðgerð (total extraperitoneal) þar sem kvið-
sjártæknin er notuð án þess þó að fara inn í kviðarholið
en myndað er holrúm milli lífhimnu og bakveggs nár-
ans með uppblásinni blöðru (t.d. Foley þvaglegg eða
sérstökum blöðruholsting)[21]. Að öðru leyti eru þess-
ar tvær aðgerðir svipaðar. Með kviðsjánni er auðvelt að
sjá bæði læris og nárahaula, haullinn er losaður og síð-
an er bakveggur nárans styrktur með því að leggja net
(polypropylene) sem þekur allan bakvegginn að innan-
verðu. Við báðar þessar aðgerðir hefur verið sýnt fram
á lága tíðni endurtekinna kviðslita en þar sem þetta er
ný tækni hefur sjúklingum aðeins verið fylgt eftir í
stuttan tíma [19,21,22]. Helstu kostir þessarar aðgerð-
artækni eru að sjúklingarnir hafa minni verki eftir að-
gerðina en við hefðbundnar kviðslitsaðgerðir og þeir
komast fljótt til vinnu. TEP aðgerðin er tæknilega
flóknari en TAPP en hefur þann kost að ekki er farið
inn í kviðarholið og minnkar það líkur á að garnir og
önnur kviðarholslíffæri skaðist í aðgerðinni. Helstu
gallar við þessa tækni er að fylgikvillar eru fleiri og oft
LÆKNANEMINN
37
1. tbl. 1997, 50. árg.