Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Page 48

Læknaneminn - 01.04.1997, Page 48
Sigurður Ólafsson Mynd 4. Áhættuþættir fyrir lifrarbólgu C. Töl- ur frá Bandaríkjunum. HEPATITIS C VIRUS Acute Hepatitis 0 1 2 3 4 5 6 12 Months Mynd 5. Bráð Iifrarbólga C. Mótefni áfram til staðar þótt sjúklingur nái sér og veiran hverfi. innan fárra vikna frá smiti (mynd 5). Bráð lifrarbólga C er oftast einkennalaus; innan við 25% fá gulu eða önn- ur einkenni (7). Komi einkenni fram eru þau hin sömu og við bráða lifrarbólgu A og B (gula, hiti, slappleiki, kviðverkir) en yfirleitt vægari. Bráð LC getur leitt til bráðrar lifrarbilunar (fulminant hepatic failure) og dauða en það er mjög sjaldgæft (14). Einungis um 15% sjúklinga losna við veiruna og ná fullum bata. Hjá þess- um einstaldingum verða lifrarpróf eðlileg og LCV RNA hverfur úr blóði. Af þeim sem smitast verður sýkingin viðvarandi hjá 85%. Þessir einstaklingar fá langflesdr langvinna lifrar- bólgu (15). Þetta er öfugt við lifrarbólgu B, þar sem flesdr losna við veiruna innan nokkurra mánaða og lifr- arbólgu A sem aldrei verður langvinn. Hjá sjúklingum með langvinna LC eru LCV RNA og mótefni áfram til staðar (mynd 6). Transaminasahækkun er væg, ALAT sjaldan hærra en 400 mU/mL og breydleg frá einum tíma til annars. Þessar sveiflur í lifrarprófum eru nokk- uð dæmigerðar fyrir lifrarbólgu C. Gamma gluta- myltransferasi og alkalískur fosfatasi eru eðlilegir eða lítillega hækkaðir og bilirubin er eðlilegt þar til á loka- stigum sjúkdómsins. Fremur lítil fylgni er á milli tran- saminasa hækkunar og virkni lifrarbólgunnar. 20-30% sjúklinganna eru með algerlega eðlileg lifrarpróf. Lang- vinn LC er oftast einkennalaus (14) og greinist gjarnan fyrir tilviljun (brengluð lifrarpróf við „rútínurannsókn- ir“, skimun blóðgjafa) eða við mótefnamæiingu hjá áhættuhópum. Algengustu einkennin (eins og við lang- vinnar lifrarbólgur af öðrum orsökum) er slappleiki og þreyta. Oft koma fyrstu einkenni sjúkdómsins ekki fram fyrr en við langt genginn sjúkdóm og þá frá fylgi- kvillum skorpulifrar svo sem varicublæðingar, lifrar- encephalopathia og ascites. Margt er óljóst varðandi náttúrulegan gang og horf- ur langvinnrar lifrarbólgu C. Ljóst er að hluti þessarra sjúklinga fær skorpulifur og sumir deyja úr lifrar- krabbameini en hversu stór hluti er ekki vitað. Rann- sóknir á þessu sviði eru erfiðar og óáreiðanlegar og kemur þar einkum þrennt dl: 1) Sjúkdómsgangur er talinn fremur í áratugum en árum og því erfitt að gera framsæjar rannsóknir 2) Erfitt er að tímasetja upphaf sjúkdómsins þar sem bráð lifrarbólga C er oftast ein- kennalaus. 3) Þeir sjúklingar sem leita lækna eru lík- legri til að hafa lengra genginn sjúkdóm en aðrir. Bestu rannsóknirnar á sjúkdómsgangi (natural hi- story) LC hafa verið gerðar á sjúklingum sem fengu lifrarbólgu í kjölfar blóðgjafar en niðurstöður eru nokkuð misvísandi. I bandarískri rannsókn báru Seef og félagar (16) dánartíðni 568 sjúklinga með LC eftir blóðgjöf saman við dánartíðni sjúklinga sem höfðu þegið blóð og ekki fengið lifrarbólgu. Heildardánar- tíðni á 18 árum var sú sama í báðum hópum þótt lifr- artengd dánartíðni væri heldur hærri í lifrarbólguhópn- um. Bent er á að í rannsókn Seef og félaga hafi fyrst og fremst verið eldri einstaklingar og að 18 ára „follow- up“ sé of stuttur tími. Nokkrar nýlegri rannsóknir benda hins vegar til vaxandi dánartíðni af völdum sjúk- dómsins 10-30 árum eftir smit (17,18,19). I nýlegri rannsókn Tong og félaga (17) voru athuguð afdrif 131 sjúklings sem smituðust við blóðgjöf við 35 ára aldur að meðaltali. Að meðaltali liðu 18.4 ár frá smiti að LÆKNANEMINN 46 1. tbl. 1997, 50. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.