Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Síða 49

Læknaneminn - 01.04.1997, Síða 49
Lifrarbólga C HBPATITIS C VIRUS Chronic Hepatifis Mynd 6. Langvinn lifrarbólga C. Áfram viremia og dæmigerðar sveiflur í lifrarprófum. kiíniskri lifrarbólgu, 20.6 ár að skorpulifur og 28.3 ár að lifrarkrabbameini. Rannsókn þessi og aðrar með svipaða niðurstöðu eru þó gerðar á sjúklingum sem koma til mats hjá lifrarlæknum og eru líklegri til að hafa svæsnara form sjúkdómsins. Sjúkdómsgangurinn er mjög breytilegur; sumir fá skorpulifur og lifrarbilun mnan 5 ára en yfirleitt er um hægfara þróun að ræða með væga lifrarbólgu árum eða áratugum saman. Þó allt að 20% sjúklinga fái skorpulifur innan 20 ára frá smiti er líklegt að stór hluti fái aldrei nema væga lifrar- bólgu. Þeirri mikilvægu spurningu hvers vegna sumir fá skorpulifur innan 5 ára á meðan aðrir hafa lítil eða eng- in einkenni áratugum saman er ósvarað. Líklegt að til komi samspil ónæmisviðbragða sjúklingsins, „virulens“ veirunnar og utanaðkomandi þátta. Eftirfarandi þættir virðast hafa í för með sér verri horfur: Arfgerð lb, jafn- hliða smit af örðum lifrarbólguveirum, ónæmisbæling (t.d. HIV smit), áfengisneysla og hár aldur við smit. Það er nú ljóst að LC er megináhættuþáttur fyrir lifr- arkrabbamein (hepatocellular carcinoma). Rannsóknir hafa sýnt að stór hluti sjúklinga með þessa tegund krabbameins hafa LCV mótefni eða LCV RNA í sermi. Þetta er sérstaklega áberandi í Suður- Evrópu og Japan þar sem 50-75% sjúklinga með lifrarkrabbamein eru sýktir af veirunni (20). Flest þessarra krabbameina greinast hjá sjúklingum sem komnir eru með skorpulif- ur. Áfengisneysla eykur líkurnar á bæði skorpulifur og lifrarkrabbameini hjá þessum sjúklingum (21). Eldci er vitað á hvaða hátt veiran stuðlar að myndun krabba- meins. SJÚKDÓMAR SEM TENGJAST LIFRARBÓLGU C Nokkrir sjúkdómar hafa ákveðin tengsl við LC. Porp- hyria cutanea tarda er efnaskiptasjúkdómur sem leiðir til uppsöfnunar á uroporphyrini í lifur og húð (22). Þessir sjúklingar fá gjarna húðútbrot af sólarljósi. 60- 80% sjúldinga sem greinast með þennan sjúkdóm eru jafnframt með LC. Rannsóknir sýna að 30-90% sjúk- linga með týpu 2 og 3 (mixed) cryoglobulinemiu hafa mótefni gegn LCV (23). I þessum sjúkdómi myndast útfellingar complementa og mótefnaflétta (immune complexes) í smáum æðum aðallega. I útfellingum þessum hefur fundist LCV RNA. Cryoglobulinemiu getur fylgt slappleiki, liðverkir, purpura og glomeru- lonephritis. Þótt cryoglobulimnemia sé tiltölulega al- geng rneðal LCV sjúklinga (30-50%) eru einkenni sem rekja má til hennar óalgeng. Tíðni Sjögrens syndrome (24) og glomerulonephritis er aukin. RANNSÓKNIR - GREINING (TAFLA I) Mótefii gegn veirunni eru mæld með tvennum hætti; ELISA (enzyme-Iinked immunosorbent assay) og RIBA (recombinant immunoblot assay). ELISA er yfir- leitt fyrsta prófið en RIBA er nákvæmara og notað til staðfestingar. Nýrri kynslóðir þessara prófa mæla mótefni gegn nokkrum veiru „epitopum" og hafa nál- gægt 95% næmi og sértæki (25). „Gull staðallinn“ er hins vegar mæling LCVRNA og er þá oftast notuð PCR (polymerase chain reaction) tækni (26). Með sömu tækni er einnig hægt að mæla magn veirunnar í sermi (quantitative). Yfirleitt er mótefnamæling nægjanleg til greiningar en ef niður- staðan er tvíræð eða lifrarpróf eðlileg er rétt að mæla LCV RNA. Slík rannsókn er einnig notuð til að meta árangur meðferðar svo og til að greina bráða sýkingu áður en mótefni koma fram. Lifrarsýni þjónar þrenns konar tilgangi. I fyrsta lagi, að meta virkni og stig sjúkdómsins. Er komin fibrosa eða jafnvel cirrhosis? Er bólgan einungis bundin portal svæðum eða nær hún milli portal svæða? I öðru lagi, að greina aðra lifrarsjúkdóma svo sem alkóhól lifrarbólgu sem oft er samhliða LC. I þriðja lagi eru lifrarsýni mik- ilvæg til að meta þróun sjúkdómsins og árangur afmeð- ferð. Ástæða er til að leita að LC hjá þeim sem eru með LÆKNANEMINN 47 1. tbl. 1997, 50. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.