Læknaneminn - 01.04.1997, Síða 54
Unnur Steina Bjömsdóttir og Davíð Gíslason
Mynd 1. Kláði í augum með tárarennsli og
roða eru dæmigerð einkenni Kjá sjúklingi með
kattarofnæmi.
Mynd 2. Fel d I (Felix domesticus I) er aðal-
kattarofnæmisvakinn. Fel d I myndast aðallega í
fítukirtlum í húð og berst upp á kattarhárin.
Sameindin sést hér límast utan á kattarhár. Fel
d I berst frá feldinum þegar hárin losna og kisa
sleikir sig. Þetta protein er örsmátt (um 0,3
mm) og mjög límkennt. Það þyrlast því
auðveldlega upp og kemst í snertingu við
slímhúð í augum, nefi og berkjum.
húð, nefi og augum, hnerraköst og glær-gult nefrennsli
og tárarennsli. En þau geta líka verið svæsnar nefstíflur,
skert lyktar- og bragðskyn, höfuðverkur og þreyta auk
astma. Einkenni geta komið strax, en algengara er að
15-30 mínútur líði frá því einstaklingurinn var í
snertingu við dýrið. Algengustu einkenni dýraofnæmis
eru frá öndunarfærum. Sjúklingurinn kvartar yfir
þrálátu „nefltvefi“ með hóstakjölti. Einstaklingar með
kattarofnæmi eru oft með áreynsluastma. Kláði í
augum og roði (mynd 1) er dæmigert fyrir kattarofnæ-
mi vegna þess hversu léttur ofnæmisvakinn er og hver-
su auðveldlega hann þyrlast upp í andrúmsloftið.
Ofnæmi fyrir rykmaurum lýsir sér sjaldnar með kláða í
augum, einmitt af því ofnæmisvakinn er mun stærri.
Margir sjúklingar með dýraofnæmi eru með astma.
Rannsóknir hafa sýnt að 20-30 % astmasjúldinga eru
með jákvæð húðpróf fyrir köttum. Nokkrum mínútum
eftir að sjúklingur kemst í snertingu við ofnæmis-
vakann (t.d. herbergi þar sem köttur hefur verið)
finnur hann íyrir andþyngslum, mæði, hósta og surgi.
Húðvandamál vegna dýra eru mun sjaldgæfari.
Barnaexem (atopic dermatitis) vegna pelsdýra er þó vel
þekkt. Auk þess getur snerting við pelsdýr orsakað
ofsakláða (urticaria) hjá næmum einstaklingi.
Húðvandamál tengd dýraofnæmi lýsir sér reyndar
oftast sem contact urticaria (snerti ofsakláði), en getur
einnig lýst sér sem maculopapuler útbrot með ofsa-
kláða á andliti, hálsi og bringu og öndunarfæra-
erfiðleikum. Klóri dýr sjúkling með ofnæmi, getur það
virkað eins og húðpróf, og gefið töluverðan roða og
bólgu (wheal and flare reaction).
MEINAFRÆÐI
Hvers vegna fáum við ofiuemiseinkenni af
pelsdýrum ?
Kattarofnæmi er lang mest rannsakað og er því notað
sem dæmi hér. Sjúkdómseinkennin orsakast af
viðbrögðum við ofnæmivökum kattarins. Sá mikil-
vægasti er Fel d I (Felix domesticus I). Ofnæmisvakinn
myndast í fitukirtlum í húð og berst í feldinn þegar kisa
sleikir sig. Reyndar finnst ofnæmisvakinn einnig í
munnvatni, húð og slímhúð. Ofnæmisvakinn losnar
stöðugt út í umhverfið með kattahárunum, flösu og
munnvatni. Fel d I er mjög stöðug sameind sem ekki
breytir efniseiginleikum og hæfni til að framkalla of-
næmi. Jafnvel þótt margir mánuðir séu liðnir frá því
köttur var á staðnum, getur ofnæmur einstaldingur
fengið heiftarleg einkenni við að ganga inn í vistar-
veruna. Þessar örsmáu agnir (0,3 pg að stærð) sem
losna frá kettinum komast auðveldlega í snertingu við
húð, augnslímhúð, og nefslímhúð. Margar eru það
smáar að þær komast ofan í minnstu loftvegi lungn-
anna (mynd 2). I fólki með „réttu“ erfðasamsetningu-
na, veldur ofnæmisvakinn því að ónæmiskerfið fram-
leiðir sérhæfð IgE mótefni gegn Fel d I. Þessi mótefni
tengjast og virkja mastfrumur í slímhimnum loftvega
og á húð. Þá á sér stað krossbrúun tveggja sértækra IgE
sameinda á yfirborði mastfrumunnar. Ig E sam-
LÆKNANEMINN
52
1. tbl. 1997, 50. árg.