Læknaneminn - 01.04.1997, Side 60
Unnur Steina Bjömsdóttir og Davíð Gíslason
TaflalV
Lyfjameðferð við dýraofnæmi
Augii Augndropar H1 -Andhistamín (til inntöku) Natríum krómóglýcat Nedocromil Levocabastin Cetirizine, Loratidine, Terfenidine, Astemazol, Akrivastin
Nef Barksterar í nef Hl-andhistamín (til inntöku) önnur lyf í nef Budesonide Fluticasone Beclometasone, Flunisolide Cetirizine, Loratidine, Terfenidine, Astemazol, Akrivastin Natríum krómóglýcat
Lungu Innúðasterar önnur lyf í lungu Budesonide Fluticasone Beclometasone Natríum krómóglýcat, Nedocromil
heimsóknina. Við einkenni frá augum eru t.d. Natríum
krómógiýcat, Nedocromil og Levocabastin augndropar
gagnlegir. Einnig má nota gervitár eftir þörfum til að
skola ofnæmisvaka úr slímhimnu augans. Við astma
eru innúðasterar gagnlegir til þess að minnka bólgu-
viðbrögð í berkjuslímhúð. Auk þeirra eru p-agonistar
notaðir til að víkka berkjuna, til að slá á bráð einkenni.
Einnig má nota þ-agonista og natríum krómóglýcat
eða nedocromil sem fyrirbyggjandi lyf, 20 -30 mínú-
tum fyrir snertingu við dýrin.
Afiuemismeðferð (Immunotherapy)
Afnæmismeðferð við dýraofnæmi hefur gefið með
misgóðan árangur. Afnæmismeðferð byggist á gjöf á
ofnæmisvaka sem einstaklingur er með staðfest ofnæmi
fyrir. Meðferðin er gefin með sprautum undir húð
(subcutan) og eru vaxandi skammtar ofnæmisvakans
gefnir vikulega þar til viðhaldsskammti er náð. Þá er
meðferðin gefin á 4-6 vikna fresti í 3-5 ár. Meðferðin er
ekki án áhættu, því gjöf ofnæmisvakans getur leitt af sér
svæsin ofnæmisviðbrögð og jafnvel ofnæmislost (ana-
phylaxis).
Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að afnæmismeðferð
við kattarofnæmi á rétt á sér og er áhrifarík. Ef athuguð
eru viðbrögð á húðprófum og þolprófum í augu, nef-
og berkju kemur í [jós töluverð minnkun á næmi gang-
vart ofnæmisvakanum eftir afnæmismeðferð. Niður-
stöður rannsókna eru þó mjög mismunandi, allt frá 2,8
faldri minnkun á ertanleika í öndunarvegi að 11 faldri
minnkun. Hversu mikla þýðingu hefur þetta fýrir
sjúkJinginn? Tíföld minnkun á auðreitni í berkju
myndi veita sjúklingi með kattarofnæmi töluverða
vernd, en sennilegt er að þreföld minnkun hafi enga
klíníska þýðingu. Óvíst er hins vegar að tíföld
minnkun á auðreitni hafi nokkuð að segja fýrir sjúkling
sem er mikið í návist katta (t.d. þar sem köttur er á
heimili og Fel d I gildi í ryki mælast >50,000ng/g).
Þannig ætti frekar að nota afnæmismeðferð við
dýraofnæmi ef um tímabundna og slitrótta snertingu
við dýrið er að ræða. Dæmi um slíkt er dýralæknir með
pelsdýraofnæmi, eða leikfélaga barns sem á gæludýr.
NIÐURLAG
Ofnæmi fýrir pelsdýrum er vaxandi vandamál í nú-
tíma menningarsamfélögum. Fræðsla almennings um
ofnæmi fýrir gæludýrum hefur verið of lítil. Margir
gera sér ekki grein fýrir hversu alvarleg sjúkdóms-
einkenni geta hlotist af umgengni við gæludýr.
Meðferð sjúklings með dýraofnæmi ætti því fýrst og
fremst að byggjast á aðgerðum til að forðast dýrið. Hins
vegar getur reynst erfitt að framfýlgja þessu, þar sem
einstaklingurinn kemst óhjákvæmilega í snertingu við
dýrahár t.d. á vinnustað, í skólanum og í heimsókn hjá
vinum. Ef sjúklingurinn losar sig við dýrið, verða
einkennin þó mun vægari, og minni lyfjaskammta þarf
til að halda einkennum í skefjum. Ef lyfjameðferð
nægir ekki, má athuga möguleika á afnæmismeðferð.
HEIMILDASKRÁ (VALIN RIT)
1. Management of Allergy to Animal Danders. Wood RA, Eggleston
PA. Immunology and Allergy Clinics of North America. 1992;Vol
121:69.
2. Bartholome K et al: Where does cat allergy come from? JACI
1985;76:503
3. Murray AB et al: The frequency and severity of cat vs dog allergy in
atopic children. J Allergy Clin Immunol 1983; 72: 145.
4. Ohman JL et al: Allergen immunotherapy in asthma: Evidence for
efficacy. JACI 1989;84: 133
5. Wood RA et al: Antigenic analysis of household dust samples.
ARRD 1990; 137:358
6. DeBlay F et al: Airborne Cat Allergen (Fel d I). Environmental
Control with the Cat in Situ. ARRD 1991; 143:1334.
7. Larsen JN. The collaborative study of the international standard of
dog, Canis domesticus, hair/dander extract. JACI 1988; 82:318
8. Luczynska CM et al: Airborne concentrations and particle size dis-
tribution of allergen derived from domestic cats. ARRD
1990; 141:361.
9. Van Metre TE et al: Immunotherapy for cat asthma. JACI
198;83:888.
10. Gíslason D et al: Bráðaofnæmi hjá 20-44 ára Islendingum.
Læknablaðið 1995;81: 606.
11. Björnsdóttir US et al: Environmental Control (EC) can Effectively
Reduce Cat Allergen (Fel d I) in House Dust Samples Without
Removal of the Cat. JACI 1997; 99)
LÆKNANEMINN
58
1. tbl. 1997, 50. árg.