Læknaneminn - 01.04.1997, Page 71
Um meinferli og orsakir sóra (psoriasis)
Mynd 1 Dæmigert ferli T frumuíferðar í yfír-
húð sjúklings með bráðan sóra (guttate psorias-
is). I heilbrigðri yflrhúð finnast því sem næst
engar CD4+ T frumur, en þær voru til staðar í
virkjuðu formi þegar sjúklingurinn var fyrst
rannsakaður 4 vikum eftir að útbrotin byrjuðu.
Sjálfkrafa bati hélst í hendur við fækkun CD4+
T fruma og fjölgun á virkjuðum (HLA-DR+)
CD8+ T frumum.
hemolýtíska streptókoklca, og einnig höfðu þá nýlegar
rannsóknir í Noregi sýnt að ífarandi eitilfrumur í sóra-
blettum eru nær eingöngu T frumur (2). Samband sóra
við sýkingar af völdunr p-hemolýtískra streptókokka
var sérlega áhugavert leiðarhnoð ekki síst vegna þess að
sjúkdómurinn virðist einungis tengjast sýkingum af
völdum streptókokka sem framleiða M-prótín (hópar
A og G). Þá er sjúkdómurinn sýnilegur og auðvelt að
ná vefjasýnum til rannsókna. Jafnframt voru einstofna
mótefni að verða tiltæk á þessum árum til að greina
undirflokka og ýmsa eignleika eitilfruma í blóði og
vefjasýnum. Hófst nú rannsóknasamstarf sem hefur
staðið í rúmlega 17 ár, þegar þetta er skrifað.
Fyrsti þáttur rannsóknarinnar
Akveðið var að byrja rannsóknina með því að fýlgjast
með náttúrulegum gangi og breytingu í blóði og húð
sjúklinga með sérstaka tegund af sóra (guttate psorias-
is) sem hefur augljós tengsl við streptókokkasýkingar,
og lagast jafnframt venjulega sjálfkrafa eftir 10-12 vik-
ur. Þessar rannsóknir sýndu í stuttu máli að upphaf
sjúkdómsins einkennist af íferð ræstra CD+ T fruma
(T-hjálparfruma) í yfirhúð, en um það leyti sem hann
byrjar að batna, hverfa þessar frumur að mestu úr yfir-
húð jafnframt því sem ræstum CD8+ T frumum (T-
t
\ ~-m \
Mynd 2b
Mynd 2 Flúrskinslitaðar smásjársneiðar úr yfir-
húð sjúklings með „guttate“ sóra. Sýnifrumur
(APC) og angar þeirra eru eplagrænar (FITC).
a) Sneið úr húðsýni sem var tekið fljótlega eftir
að útbrotin byrjuðu. Rauðu frumurnar (lit-
aðar með rodamini) eru CD4+ T frumur.
Takið eftir að þær eru í mjög nánum tengsl-
um við APC frumur og anga þeirra.
b) Sneið úr húðsýni sem var tekið þegar útbrot-
in voru að minnka. Rauðu frumurnar eru
CD8+ T frumur. Takið eftir að þær eru ekki
í jafn nánum tengslum við APC eins og
CD4+ T frumurnar.
bælifrumur) fjölgar (mynd 1). CD4+ T frumurnar eru
flestar í nánum tengslum við greinóttar sýnifrumur
(antigen presenting cells; APC), en CD8+ T frumurn-
ar eru hins vegar dreifðari og virðast fýrst og fremst vera
í snertingu við keratinfrumur húðarinnar (mynd 2a,b).
Niðurstaða þessarar upphafsrannsóknar var sú að byrj-
LÆKNANEMINN
69
1. tbl. 1997, 50. árg.