Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Blaðsíða 73

Læknaneminn - 01.04.1997, Blaðsíða 73
Um meinferli og orsakir sóra (psoriasis) þessum boðefna tilraununum voru svokölluð ofurvæki (superantigens) uppgötvuð, og í Ijós kom að (3-hemolý- tískir streptókoklear framleiða exotoxín með slíka eigin- leika. Ofurvæki ræsa mun fleiri T frumur heldur en venjuleg sértæk væki, sem einungis ræsa mjög fáar T frumur (klónur), með viðtaka sem binda stutta peptíð- búta. Um svipað. leyti bárum við saman aminósýruröðun M-prótína P-hemolýtískra streptókokka og allra þeirra spendýraprótína, sem þá höfðu verið raðgreind. I Ijós kom að vissar keratín tegundir í húð höfðu hvað mesta samsvörun við M-prótín streptókokka. Ennfremur kom í ljós að T eitilfrumur sem einangraðar eru úr blóði eða húð sórasjúklinga svöruðu M-prótínum bet- ur heldur en T frumur sem fengnar eru úr blóði eða húð sjúklinga með aðra húðsjúkdóma sem hafa aukna íferð T fruma í húð, og hlutfallslega margar T frumuldónur úr húð sórasjúklinga voru sértæknar fyrir M-prótín (12). Loks greindist í húð sórasjúklinga veruleg aukning á þeirri tegund T fruma, sem ræsast af ofurvækjum frá streptókokkum (13). Þegar þessar nið- urstöður lágu fyrir settum við fram þá tilgátu að sóri væri sjálfsofnæmissjúkdómur sem væri ræstur af ofur- vækjum P-hemotoIýtiskra streptókokka, og viðhaldið af T minnisfrumum sem eru sértækar fyrir aminó- sýruraðir sem eru sameiginlegar fyrir M-prótín og keratínsameindir (14). Skömmu eftir að þessi tilgáta birtist í Immunology Today, kynnti bandarískur rann- sóknahópur niðurstöður sem sýndu að ofurvæki frá streptókokkum framkalla tjáningu á „intergrin“ sam- eind á yfirborði T fruma, sem auðveldar þeim að kom- ast úr blóði inn í húð (Cutaneous Lymphocyte Antigen, CLA). Ofurvækin höfðu hinsvegar engin áhrif á tjáningu annarra „integrin“ sameinda sem örvar útrás eitilfruma inn í slímhúðir (15). Þessi rannsókn benti með öðrum orðum til þess að ofurvækin þyrftu ekki að komast út í húð til þess að koma af stað T frumu miðuðum útbrotum, heldur væri nægilegt að þau ræstu T frumur t.d. í kokeitlum, og þaðan gætu þær síðan komist virkjaðar rakleiðis úr blóðrás inn í húð. Nánar um einsleit svœði í keratínum og M-prótínum streptókokka Sóraútbrot virðast einvörðungu vera mynduð af T frumum gagnstætt flestum öðrum sjálfsofnæmissjúk- dómum, sem orsakast einvörðungu af mótefnum eða Taflal ELISPOT aðferðin - stutt yfirlit * Nítrocellulosahimnur í botni 96 brunna í plastplötum eru þaktar einstofna mótefnum gegn IFN-y eða IL4. * Vækisörvaðar T frumur 150 x 103 settar í hvern brunn og ræktaðar í 3 daga við 37° C. INF-y eða IL-4 sem hver einstök fruma kann að framleiða, binst mótefnaldæðingunni. * Frumurnar fjarlægðar, brunnarnir þvegnir, einstofna ensím- tengdum mótefnum gegn IFN-yeða IL-4 bætt út í með viðeigandi hvarfefni sem fær lit þegar það hvarfast af ensíminu. * Frumur sem framleiddu IFN-y (eða 11-4) koma fram sem litaðir blettir í botni brunnanna. TalnÍng á þessum blettum gefur til kynna fjölda þeirra fruma sem framleiddu IFN-y eða IL-4. samvirkni mótefna og T fruma. B frumur greina venjulega þrívíðar vækiseiningar (epitopes), en T frum- ur geta hinsvegar einungis greint línulægar (linear) vækiseiningar. Þess vegna er auðveldara að skilgreina vækiseiningar T fruma þar sem þær byggjast einfaldlega á niðurröðun 5 til 10 aminósýra (as) í peptíðkeðjum. Með hliðsjón af þeirri samsvörun sem áður hafði fundist milli M prótína og keratína, var ákveðið að kanna nánar hvort þessar sameindir hefðu einsleit svæði (segments). Þegar hafa fundist a.m.k. þrjú slík svæði, 5-6 as löng, á 9 mismunandi keratínafbrigðum, þar á meðal keratíntegundum sem eru yfirtjáð í sóraút- brotum (16). Fjórir 20 as bútar úr M6 prótíni sem innihalda slíkar raðir, voru framleiddir, og til viðmið- unar eitt 20 as M6 peptíð sem hefur ekki neina sameig- iníega as röð með keratíni. Þessi peptíð voru síðan not- uð til þess að rannsaka hvort þau gætu örvað T frumur úr sórasjúklingum fyrir og eftir UVB geislun og böðun í Bláa Lóninu (16). Notuð var svokölluð ELISPOT að- ferð (tafla 1), en með henni er hægt að teljaT frumur sem framleiða einstök frumboðefni (cytokines). T frumur voru einangraðar úr blóði þátttakenda og látn- ar liggja í 37° hita í þrjá daga í frumuræktunarvökva með og án áðurnefndra 20 as peptíða. Því næst var tal- inn (með samloku-ELISU) fjöldi þeirra fruma sem framleiddu INF-y (THi boðefni) eða IL-4 (THj boð- efni). (Hver einstök fruma, sem framleiðir boðefnin kemur fram sem liðarblettur í botni plastplötubrunna, sem frumurnar eru ræktaðar í). Eins og fram kemur á mynd 3 fannst afgerandi munur á fjölda T fruma sóra- sjúklinga, sem örvast til IFN-y framleiðslu af þeim LÆKNANEMINN 71 1. tbl. 1997, 50. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.