Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Side 75

Læknaneminn - 01.04.1997, Side 75
Um meinferli og orsakir sóra (psoriasis) Þessar niðurstöður renna stoðum undir þá tilgátu að sóri sé sjálfsofnæmissjúkdómur, sem M-prótín jákvæð- ir streptókokkar geta komið af stað (14). Þessi tilgáta gerir ráð fyrir að í heilbrigðum einstaklingum séu óreyndar T frumur með viðtaka sem er sértækur fyrir þær vækiseiningar sem eru sameiginlegar með keratíni og M-prótínum streptókokka. Óreyndar T frumur komast hins vegar einungis út úr blóðrás inn í eitilvefi, en ekki út í „útlæga“ vefi eins og húð. Eftir sýkingu af völdum M-prótín jákvæðra streptókokka geta þessar frumur hins vegar þroskast T minnisfrumur með sér- tækni fyrir áðurnefndum vækiseiningum keratína. Auk ofurvækja sem streptókokkarnir framleiða og geta auð- veldað útrás T fruma inn í húð, komast T minnisfrum- ur einnig inní húð og aðra vefi án þess að vera örvaðir af ofurvækjum. Mynd 5 sýnir í hnotskurn tilgátu oldt- ar um orsakaferli sóra, sem hefur þegar vakið talsverða athygli á alþjóðlegum vettvangi (17). Ljóst er að allir fá sýkingar af völdum p-hemólýtískra streptókokka, en einungis um 2% fá sóra. Erfðaþættir ráða því greinilega miklu um tilurð sjúkdómsins, enda er vitað að sjúkdómurinn er ættlægur og tengist m.a. vissum arfgerðum HLA sameinda eins og flestir aðrir sjálfsofnæmissjúkdómar. Líklegt er að fleiri en einn arfgengur eiginleiki ráði því hvort streptókokkasýking- ar framkalla sóra, og hugsanlegt er að mismunandi erfðaþættir séu að verki í einstökum ættum. Þær rann- sóknir sem við erum nú að hefja beinast að því að greina þá erfðaeiginleika sem geta orsakað sóra, og hvernig samspili þeirra við streptókokkasýkingar er háttað. HEIMILDASKRA 1. Psoriasis - Centenary review. L. Fry. Br J Derm 1988, 119; 445-461. 2. Charater ization of mononuclear cell infiltrares in psoriatic lesions. J.R. Bjerke, H.K. Krogh, R. Matre. Br J Derm 1978, 71; 340-343. 3. Epidermal T lymphocytes and HLA-DR expression in psoriasis. B.S. Baker, A.F. Swain, L. Fry, H. Valdimarsson. Br J Derm 1984, 110; 555-564. 4. Epidermal T lymphocytes and dendritic cells in chronic plague psoriasis: The effects of PUVA treatment. B.S. Baker, A.F. Swain, H. Valdimarsson, L. Fry. Clin Exp Immunol 1985, 61; 625-634. 5. The effects of topical treatment with sterioids on epidermal T lymphocytes and dendritic cells in psoriasis. B.S. Baker, A.F. Swain, CEM GrifFiths, J. N. Leonard, L. Fry, H. Valdimarsson, Scand J Immunol 1985, 22; 471-477. 6. Clerance of psoriasis with low dose cyclosporin. GMC Griffiths, A.V. Powles, J.N. Leonard, B.S. Baker, H. Valdimarsson, L. Fry. Br Med Journal 1986, 293; 731-732. 7. Psoriasis: a disease of abnormal keratinocyte proliferation induced by T lymphocytes. H. Valdimarsson, B.S. Baker, I. Jónsdóttir, L. Fry. Immunol Today 1986, 7; 256-259. Cutivat Giaxo Wellcome Kraltmikill húðsteri u EINU SINNI Á DAG VIÐ EXEMI KREM; SMYRSLI; Eiginleikar: Flútíkasónprópíónat er sykursteri með kröftuga bólgueyðandi verkun (flokkur III) en bælandi áhrif á nýmahettus- tarfsemi eru lítil þegar lyfið er borið á húð (sjá kaflann um varúð). Ábendingar: Húðsjúkdómar sem þurfa staðbundna sterameðferð. svo sem exem, ofnæmi, kláði prurigo nodularis, psoriasis (þó ekki útbreiddur psoriasisskellur), staðbundinn helluroði (discoid Iupus erythematosus), skordýrbit, hitabólur og taugahúðkvillar (neurodermatoses). Stuðningsmeðferð við sterainntöku við erythroderma generalisata. Erábendingar: Húðsýkingar af völdum baktería, sveppa eða veira. Rosacea, þrymlabólur (acne vulgaris), kláði kringum endaþarm og á kynfærum (perianal og genital pmritus). Húðútbrot hjá bömum innan 1 árs, þ.m.t. bleiuútbrot. Meðganga og brjóstagjöf: Lyfið ætti ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Ekki er líklegt að lyfið finnist í brjóstamjólk við venjulega notkun. Aukaverkanir: Sjaldgœfar (0,1 - 1%); Húd: Staðbundinn sviði eða kláði, húðþynning, útvfkkun á æðum í húð, húðslit, sýkingar. Mjög sjaldgœfar (< 0,1%): hmkirilar: Bæling á starfsemi nýmahetttna. Húð: Litabreytingar, óeðlilegur hárvöxtur og ofnæmi. Dæmi em þess að einkenni húðsjúkdóma versni við notkun sykurstera. Beri á ofnæmi skal notkun lyfsins strax hætt. Milliverkanir: Engar þekktar. Varúð: Langvarandi notkun lyfsins í miklu magni, sem borið er á stór húðsvæði, getur valdið bælingu á nýmahettustarfsemi. Ólíklegt er að slíkt gerist nema ef lyfið er borið á yfir 50% af líkamsyfirborði fullorðinna eða meira en 20 g eru notuð daglega. Hjá börnum getur frásog sykurstera verið hlutfallslega meira og því aukin hætta á almennum aukaverkunum. Forðast ber að nota iyfið um langan tíma í andlit og gæta skal þess að lyfið komi ekki í augu. Ef sýking berst í húðsvæði sem verið er að meðhöndla er þörf á viðeigandi sýklalyfjameðferð. Ef sýkingin breiðist út þarf að hætta notkun lyfsins. Auknar líkur em á sýkingu ef ógegndræpar umbúðir em notaðar. Notkun: Krem 0,5 mg/g: Við exemi: Berist á í þunnu lagi, 1 sinni/dag. Við öðrum ábendingum: Berist á í þunnu lagi 2svar/dag. Smyrsli 0,5 míkróg/g: Berist á í þunnu lagi tvisvar á dag. Pakkningar og verð (jan'97): Krem 0,5 mg/g: 30 g - 1216 kr.; 100 g - 3257 kr. Smyrsli 50 míkróg/g: 30 g -1216 kr.; 100 g - 3257 kr. GlaxoWellcome LÆKNANEMINN 73 1. tbl. 1997, 50. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.