Læknaneminn - 01.04.1997, Page 77
Arnór Víkingsson
Meðferð gigtsjúkdóma
- seinni hluti -
Sjálfsofnæmissjúkdómar
Orsakir sjálfsofnæmissjúkdóma eru ekki nema að
litlu leyti þekktar þrátt fyrir umfangsmiklar rannsókn-
ir. I flestum tilvikum er um samspil erfða, umhverfis-
þátta og brenglaðs ónæmissvars að ræða. Erfiaþátturinn
hefur verið þokkalega skilgreindur í nokkrum gigtsjúk-
dómum, t.d. tengsl HLA-B27 vefjaflokks við hryggikt
og HLA-DR4 við iktsýki. Umhverfisþátturinn er
óþekktur í nær öllum sjálfsofnæmissjúkdómum nema í
fylgiliðagigt (reactive arthritis) þar sem þáttur ýmissa
sýkla í að koma sjálfsofnæmisferlinu af stað hefur verið
sannreyndur. Þeklcing oklcar á þeirri truflim í ónœmis-
svari sem verður í sjálfsofnæmissjúkdómum hefur vax-
ið og leitt til þess að í mörgum sjúkdómum eru þokka-
lega skilgreind þau ónæmisferli sem mestu máli skipta
í einstökum sjúkdómum. Offramleiðsla liðskemmandi
cytokína í iktsýki, offramleiðsla mótefna í Iúpus og of-
virkni T drápsfruma í fjölvöðvabólgu eru fáein dæmi.
Ný meðferðarform beinast í vaxandi mæli að því að
leiðrétta á sértækan hátt þá truflun í ónæmissvari sem
finnst í einstökum sjúkdómum, en enn sem komið er
eru slíkar „biologiskar“ meðferðir á tilraunastigi.
Meðferð sjálfsofnæmissjúkdóma í dag byggir því enn á
notkun lyfja sem á fremur ósérhæfðan hátt bæla ónæm-
issvör. Þó að slík ónæmisbælandi lyf geti í flestum til-
vikum dempað gigtsjúkdóminn er aðalvandamálið við
slíka lyfjameðferð aukaverkanirnar sem eru margar og
sumar lífshættulegar. Helsti vandi í meðferð sjálfsof-
næmisgigtsjúkdóma er að finna rétta lyfið (lyfin) og
gefa það í réttum skömmtum þannig að batinn sé ekki
of dýru verði keyptur. Augljóslega er því rnjög mikil-
vægt fyrir lækninn að þekkja Iyfin vel og nota þau á var-
færnislegan máta.
Arnór Víkingsson sérfrœðingur í gigtarsjúkdómum, Landspítala,
Hér verður fyrst fjallað almennt um þau lyf sem not-
uð eru í sjálfsofnæmisgigtsjúkdómum og síðan um
meðferð einstakra gigtsjúkdóma.
LYFJAMEÐFERÐ GIGTSJÚKDÓMA
Lyf sem notuð eru í meðferð sjálfsofnæmissjúkdóma
hafa áhrif á ónæmissvör. Hér verður notað hugtakið
„bremsulyf‘ yfir þessi lyf. Orðið „bremsulyf1 er þýðing
á „disease-modifying antirheumatic drugs“ og vísar til
þess að lyfin eru talin geta breytt sjúkdómsgangi í ikt-
sýki en jafnframt er ljóst að þau hafa bremsandi áhrif á
marga aðra gigtsjúkdóma. I dag er völ á fjölmörgum
bremsulyfjum og þegar læknirinn stendur frammi fyrir
Tafla 1.______________________________________________
Alvarlegri sjúkdómar
Iktsýki með slæma forspárþætti
lúpus, einkum ef nýrnabólga eða miðtaugakerfiseinkenni
fjölvöðvabólga
herslismein
temporal arteritis
systemic necrotizing vasculitis
Wegener's granulom. , PAN, Churg Strauss vasculitis
Takayasu arteritis
Bechet's sjúkdómur
seronegativ hryggliðbólga, ef slæm.
Vægari sjúkdómar
Iktsýki með góða forspárþætti
lúpus, einkenni bundin við húð og stoðkerfi
seronegativ hryggliðbólga
fjölvöðvagigt
æðabólgur í húð
í„alvarlegri sjúkdómum “ er nauðsyn á kröjtugri bremsumeðferð og óheett
að taka þá áheettu að aukaverkanir hljótist af. í„veegari sjúkdómum” mið-
ast meðferð fof. aðþví að draga úr einkennum sjúklings. Aukaverkanir
lyfja ráða verulega um lyjjaval.
LÆKNANEMINN
75
1. tbl. 1997, 50. árg.