Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Blaðsíða 81

Læknaneminn - 01.04.1997, Blaðsíða 81
Meðferð gigtsjúkdóma - seinni hluti - Sjálfsofnæmissjúkdómar til greina. Önnur bremsulyf kæmu frekar til álita ef frá- bendingar væru fyrir notkun ofannefndra lyfja, lyfin þyldust illa eða gæfu ekki þann árangur sem vonast var eftir. Samtímis notkun tveggja eða fleiri bremsulyfja (fjöllyfjameðferð) nýtur vaxandi vinsælda en tvíblindar rannsóknir á árangri fjöllyfjameðferðar eru enn sem komið er ekki margar (5-7). Fjöllyfjameðferð kemur helst til álita þegar meðferð með einu bremsulyfi dreg- ur úr sjúkdómsvirkni en ekki nægjanlega, þannig að viðbótarlyf gæti gert herslumuninn. Fjöllyfjameðferð er einnig stundum beitt strax í upphafi þegar um illvíga iktsýki er að ræða og líklegt þykir að meðferð með einu bremsulyfi muni ekki duga. f fjöllyfjameðferðum hafa methotrexate og hydroxychloroquine verið vinsælustu kostirnir. Flydroxychloroquine vegna þess að auka- verkanir skarast lítið við aukaverkanir annarra bremsu- lyfja, og methotrexate vegna þess að þægilegt er að tít- rera lyfjaskammt að þoli og þörfum. Fyrirfram mætti búast við að fjöllyfjameðferð með 2 lyfjum sem hafa áþekkar aukaverkanir gangi illa upp. Nýlegar Iyfja- rannsóknir þar sem methotrexate og sulfasalazine voru notuð samtímis sanna að svo þurfi ekki að vera. Bæði þessi lyf geta valdið mergbælingu , lifrarbólgu og ógleði en samtímis notkun þessara lyfja jók ekki á þess- ar eða aðrar aukaverkanir hjá iktsýkissjúklingunum (5). Syknrsterar eru oft notaðir í iktsýki. Ekki er ljóst hvort sykursteragjöf dregur eingöngu úr liðverkjum og liðbólgu eða hvort þeir jafnframt hindri liðskemmdir (2). Notkun þeirra takmarkast f.o.f. af ótta við auka- verkanir þeirra (sjá töflu 2). Notkunarmynstur á sykur- sterum er margvíslegt. Inndœling í einstaka liði gefur oft dramatískan, tímabundinn bata sem stendur í 1-3 mánuði. Slík sprautumeðferð er einkum notuð þegar einn eða noklcrir liðir valda óþægindum og trufla dag- legar athafnir sjúklingsins langt umfram aðra bólgna liði. Eins er sprautumeðferð beitt þegar einn eða nokkrir liðir svara illa lyfjameðferð sem annars hefur gefið góða raun. Tafla III í „Meðferð gigtsjúkdóma - Fyrri hluti“ sýnir mismunandi tegundir stera til inn- dælingar. Tríamcinólón hexacetonide (Lederspan) og betametasón (Diprospan) eru kjörlyf þegar dælt er í liði frekar en í mjúkvefi (8). Eftir inndælingu á sjúklingur- inn að hafa liðinn í algjörri hvíld í sólarhring og nota hann sparlega í allt að 2 vikur. Arangur sprautumeð- ferðarinnar er þá mun betri (9). Skammtíma predn- isólón meðferð er beitt þegar liðagigtin versnar skyndi- lega eða hjá sjúklingum sem eru nýbyrjaðir á bremsu- Tafla 2. fratnbald afsíðustu síðu CYCLOSPORIN A Eiginleikar: Verkunarmáti frábrugðinn öðrum bremsulyfj- um. Lítil mergbælandi áhrif. Aukaverkanir: Tíðar: Meltingafæraóþægindi, háþrýsting- ur, höfúðverkur, titringur, dofi, hárvöxtur, of- holdgun í góm, skert nýrnastarfsemi. Alvarlegar: Nýrnaskemmdir Ath! Milliverkun Cyclosporin A og bólgueyðandi gigtarlyfja: Skert nýrnastarfsemi. Skammtar: 2.5-5 mg/kg/dag. Hætta á alvarlegum nýrna- skemmdum eru litlar í þessum skömmtum. Eftirlit: Kreatínín á 2ja vikna fresti í fyrstu, síðan mán- aðarlega. Blóðhagur , K+ og ASAT á 2-3ja mánaða fresti. Mæla blóðþrýsting við hverja komu. CYCLOPHOSPHAMÍÐ Eiginleikar: Mjög kröftugt ónæmisbælandi lyf. Aukaverkanir: Tíðar: Meitingafæraóþægindi, þreyta, hárlos, ófrjósemi, hemorrhagískur cystitis, mergbæling, krabbamein. Alvarlegar: Mergbæling, sýkingar ófrjósemi, krabbamein pneumonitis. Ath! Hætta á ófrjósemi og blöðrukrabbameini er minni við i.v. púlsmeðferð samanborið við töflugjöf. Skammtar: Töflugjöf: 1-2 mg/kg/dag. Púlsmeðferð: 0.5 -1.0 gm í æð á 3-4ja vikna fresti. Eftirlit: Blóðhagur og deilitalning á 1-2 vikna fresti í fyrstu. Blóðhagur, deilitalning, þvagskoðun á 2-4ja vikna fresti. PREDNISÓLÓN Eiginleikar: Breiðvirkt, verkar fljótt (innan nokkurra daga). Aukaverkanir: Tíðar: Cushingoid útlit, þyngdaraukning, bjúgur, versnun í sykursýki beinþynning, hækkun á blóðfitu, ský á auga, myopadiia, þynning á húð, marblettir, þunglyndi/mania. Alvarlegar: Beinþynning, avascular necrosis í beini, sýkingar. Skammtar: Breytilegir. Frh. á nœstn síðu LÆKNANEMINN 79 1. tbl. 1997, 50. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.