Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Page 82

Læknaneminn - 01.04.1997, Page 82
Arnar Víkingsson Tafla 2. fi-amhald afsíðustu síðu STERAPÚLSMEÐFERÐ Eiginleikar: Breiðvirkt og kröftug meðferð, verkar mjög fljótt. Aukaverkanir: Tíðar: Hiti og roði í andliti, hraður hjartsláttur, háþrýstingur höfuðverkur, beiskt bragð, geðræn áhrif (psychosis, vellíðan, deyfð) Alvarlegar: Sýkingar, avascular necrosis í beini. Skammtar: Algengast metýlprednisólón 500 - 1000 mg í æð daglega x 3 dagar. lyfi þannig að enn eru nokkrar vikur eða mánuðir í að lyfhrif bremsulyfsins komi fram. Skammtar eru breyti- legir, algengast 10-40 mg á dag. Sterapúls meðferð (metýlprednisólón) er beitt í svipuðum tilgangi og skammtíma prednisólón gjöf en í samanburði eru skammtar í púlsmeðferð miklu hærri og áhrif á liðbólg- ur dramatískari fyrstu vikuna. Meðferðin þolist vel og alvarlegar aukaverkanir eru mjög fátíðar. Kostnaður við meðferðina er hins vegar umtalsverður og árangur stundum skammvinnur. Langtíma prednisólón meðferð er einkum notuð þegar bremsulyfjameðferð bregst eða þolist illa. Reynt er að halda prednisólón skömmtum í 10 mg eða minna á dag. Onnur meðferð í iktsýki Meðferð önnur en lyfjameðferð er þýðingarmikil í iktsýki sem og í annarri liðagigt. Um er að ræða krónís- ka sjúkdóma þar sem einkenni eru breytileg frá degi til dags og viku til viku. Heimsókn til læknis á l-2ja mán- aða fresti dugar ekki til að vinna úr öllu þeim vanda- málum sem koma upp milli heimsókna. Fraðsla um sjúkdóminn og hvernig á að bregðast við mismunandi uppákomum er því æskileg. Gigtarfélag Islands býður upp á sjálfshjálparnámskeið og fræðslu fyrir fólk með liðagigt. Sjúkraþjálfinn og iðjuþjálfinn eru mikilvægir hlekkir í þessari fræðslu og þeir veita jafnframt ráðgjöf um liðvernd og notkun spelka og hjálpartækja. Lið- bólgur leiða til vöðvarýrnunar og mjúkvefjagigt er al- gengur fylgifiskur liðagigtar. Með aðstoð sjúkra- og iðjuþjálfa getur sjúklingurinn unnið úr mjúkvefjagigt- inni og stundað markvisst æfingaprógram sem stuðlar að heilbrigðara stoðkerfi. Skurðaðgerðir þar sem skipt er um Iið, liður stýfður, liðþel skafið (synovectomia) eða sinar lagaðar eftir slit gegna mikilvægu hlutverki í meðferð iktsýki í viðeigandi tilfellum. SERONEGATIV LIÐAGIGT Seronegativ liðagigt (seronegative arthritis, sero- negative spondyloarthropathy) er samheiti notað yfir nokkrar tegundir liðagigtar sem einkennast af: 1. Lið- bólgum í hrygg (spondylitis, sacroiliitis): 2. Liðbólgum í útlimaliðum sem leggjast á einn eða nokkra liði frek- ar en marga og oftar á liði í ganglimum en griplimum: 3. Gigtarþáttur finnst ekki. Samanborið við iktsýki Ieiða liðbólgur í útlimaliðum síður til liðskemmda. Að- alvandamál sjúklinga eru verkir, stirðleiki og samfar- andi starfræn skerðing. Liðbólgur í hrygg geta leitt til þess að hryggjarliðir beingerist og renni saman. Þá dregur úr hreyfanleika baksins og lokaniðurstaðan get- ur orðið svokallaður bambushryggur. Innan flokks seronegativrar liðagigtar eru fylgiliðagigt (reactive art- hritis), garnabólguliðagigt (inflammatory bowel disea- se), hryggikt (ankylosis spondylitis) og sóraliðagigt. Meðferð miðast í flestum tilfellum að því að draga úr einkennum en minni áhersla er á að hindra lið- skemmdir, bæði vegna þess að eins og áður segir sjást liðskemmdir sjaldnar og eru vægari en í iktsýki og eins vegna þess að áhrif bremsulyfja á þróun liðskemmda eru lítið þekkt. I fyrstu eru notuð bólgueyðandi gigtarlyf (NSAIDs). Nota þarf háa skammta svo að verkun lyfjanna verði ekki einungis verkjastillandi heldur einnig bólgueyð- andi. Ef eitt bólgueyðandi lyf gefur ófullnægjandi verkun kemur til greina að reyna annað lyf, sem er efnafræðilega óskylt hinu fyrra (sjá töflu II ifyrri hluta). Lyf með langan helmingunartíma henta flestum sjúk- lingum betur. Morgunstirðleiki verður minni vegna hærri blóðþéttni lyfsins að morgni og meðferðarheldni er betri. Bremsulyfjum er bætt við ef bólgueyðandi gigtarlyf gefa ófullnægjandi svörun. Sulfasalazine og met- hotrexate hafa reynst best en önnur bremsulyf eru miklu minna notuð (10) Prednisólón er sjaldan notað í seronegativri liðagigt en sterapúlsar (metýlprednisólón 500 - 1000 mg/dag x 3dagar) hafa gefið þokkalega raun hjá sjúklingum með slæmar liðbólgur. Sjúkraþjálfun er einn mikilvægasti meðferðarþáttur- inn hjá sjúklingum með seronegativa liðagigt, sérstak- lega hjá þeim sem hafa hryggbólgu. Þrálátar bólgur LÆKNANEMINN 80 1. tbl. 1997, 50. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.