Læknaneminn - 01.04.1997, Page 82
Arnar Víkingsson
Tafla 2. fi-amhald afsíðustu síðu
STERAPÚLSMEÐFERÐ
Eiginleikar: Breiðvirkt og kröftug meðferð, verkar mjög fljótt.
Aukaverkanir: Tíðar: Hiti og roði í andliti, hraður hjartsláttur, háþrýstingur höfuðverkur, beiskt bragð, geðræn áhrif (psychosis, vellíðan, deyfð) Alvarlegar: Sýkingar, avascular necrosis í beini.
Skammtar: Algengast metýlprednisólón 500 - 1000 mg í æð daglega x 3 dagar.
lyfi þannig að enn eru nokkrar vikur eða mánuðir í að
lyfhrif bremsulyfsins komi fram. Skammtar eru breyti-
legir, algengast 10-40 mg á dag. Sterapúls meðferð
(metýlprednisólón) er beitt í svipuðum tilgangi og
skammtíma prednisólón gjöf en í samanburði eru
skammtar í púlsmeðferð miklu hærri og áhrif á liðbólg-
ur dramatískari fyrstu vikuna. Meðferðin þolist vel og
alvarlegar aukaverkanir eru mjög fátíðar. Kostnaður
við meðferðina er hins vegar umtalsverður og árangur
stundum skammvinnur. Langtíma prednisólón meðferð
er einkum notuð þegar bremsulyfjameðferð bregst eða
þolist illa. Reynt er að halda prednisólón skömmtum í
10 mg eða minna á dag.
Onnur meðferð í iktsýki
Meðferð önnur en lyfjameðferð er þýðingarmikil í
iktsýki sem og í annarri liðagigt. Um er að ræða krónís-
ka sjúkdóma þar sem einkenni eru breytileg frá degi til
dags og viku til viku. Heimsókn til læknis á l-2ja mán-
aða fresti dugar ekki til að vinna úr öllu þeim vanda-
málum sem koma upp milli heimsókna. Fraðsla um
sjúkdóminn og hvernig á að bregðast við mismunandi
uppákomum er því æskileg. Gigtarfélag Islands býður
upp á sjálfshjálparnámskeið og fræðslu fyrir fólk með
liðagigt. Sjúkraþjálfinn og iðjuþjálfinn eru mikilvægir
hlekkir í þessari fræðslu og þeir veita jafnframt ráðgjöf
um liðvernd og notkun spelka og hjálpartækja. Lið-
bólgur leiða til vöðvarýrnunar og mjúkvefjagigt er al-
gengur fylgifiskur liðagigtar. Með aðstoð sjúkra- og
iðjuþjálfa getur sjúklingurinn unnið úr mjúkvefjagigt-
inni og stundað markvisst æfingaprógram sem stuðlar
að heilbrigðara stoðkerfi. Skurðaðgerðir þar sem skipt
er um Iið, liður stýfður, liðþel skafið (synovectomia)
eða sinar lagaðar eftir slit gegna mikilvægu hlutverki í
meðferð iktsýki í viðeigandi tilfellum.
SERONEGATIV LIÐAGIGT
Seronegativ liðagigt (seronegative arthritis, sero-
negative spondyloarthropathy) er samheiti notað yfir
nokkrar tegundir liðagigtar sem einkennast af: 1. Lið-
bólgum í hrygg (spondylitis, sacroiliitis): 2. Liðbólgum
í útlimaliðum sem leggjast á einn eða nokkra liði frek-
ar en marga og oftar á liði í ganglimum en griplimum:
3. Gigtarþáttur finnst ekki. Samanborið við iktsýki
Ieiða liðbólgur í útlimaliðum síður til liðskemmda. Að-
alvandamál sjúklinga eru verkir, stirðleiki og samfar-
andi starfræn skerðing. Liðbólgur í hrygg geta leitt til
þess að hryggjarliðir beingerist og renni saman. Þá
dregur úr hreyfanleika baksins og lokaniðurstaðan get-
ur orðið svokallaður bambushryggur. Innan flokks
seronegativrar liðagigtar eru fylgiliðagigt (reactive art-
hritis), garnabólguliðagigt (inflammatory bowel disea-
se), hryggikt (ankylosis spondylitis) og sóraliðagigt.
Meðferð miðast í flestum tilfellum að því að draga úr
einkennum en minni áhersla er á að hindra lið-
skemmdir, bæði vegna þess að eins og áður segir sjást
liðskemmdir sjaldnar og eru vægari en í iktsýki og eins
vegna þess að áhrif bremsulyfja á þróun liðskemmda
eru lítið þekkt.
I fyrstu eru notuð bólgueyðandi gigtarlyf (NSAIDs).
Nota þarf háa skammta svo að verkun lyfjanna verði
ekki einungis verkjastillandi heldur einnig bólgueyð-
andi. Ef eitt bólgueyðandi lyf gefur ófullnægjandi
verkun kemur til greina að reyna annað lyf, sem er
efnafræðilega óskylt hinu fyrra (sjá töflu II ifyrri hluta).
Lyf með langan helmingunartíma henta flestum sjúk-
lingum betur. Morgunstirðleiki verður minni vegna
hærri blóðþéttni lyfsins að morgni og meðferðarheldni
er betri.
Bremsulyfjum er bætt við ef bólgueyðandi gigtarlyf
gefa ófullnægjandi svörun. Sulfasalazine og met-
hotrexate hafa reynst best en önnur bremsulyf eru
miklu minna notuð (10) Prednisólón er sjaldan notað
í seronegativri liðagigt en sterapúlsar (metýlprednisólón
500 - 1000 mg/dag x 3dagar) hafa gefið þokkalega raun
hjá sjúklingum með slæmar liðbólgur.
Sjúkraþjálfun er einn mikilvægasti meðferðarþáttur-
inn hjá sjúklingum með seronegativa liðagigt, sérstak-
lega hjá þeim sem hafa hryggbólgu. Þrálátar bólgur
LÆKNANEMINN
80
1. tbl. 1997, 50. árg.