Læknaneminn - 01.04.2005, Side 4

Læknaneminn - 01.04.2005, Side 4
Ritstjórapistil! Ritstjórapistill Læknadeild Háskóla íslands er um margt frábrugðin öðrum deildum Háskólans sem og deildum annarra æðri menntastofn- ana. Flestir nemendur Háskólans velja sér reglulega ný fög af mislöngum listum og móta þannig nám sitt eftir smekk og þörf. Þannig undirbúa þeir sig fyrir atvinnumarkað með óskýrum útlínum og lausgerðum landamerkjum. Þetta á ekki við um læknanema. Læknanemar vita að eftir útskrift bíður þeirra starf sem læknar en einungis fáir leita út fyrir þann ramma. Við útskrift má í grófum dráttum ætla að allir kandídatar geti starfað sem aðstoðarlæknar á öllum deildum, geti í raun allir sinnt sömu störfunum. Sú staðreynd veitir læknanemum visst öryggi, meðan næg eftirspurn er eftir vinnuaflinu. Þetta öryggi hefur það einnig í för með sér að þörfin fyrir val og sérhæfingu innan grunnnámsins er minnkuð og er það enda raunin; læknanemar klára 180 einingar af skyldufögum í sínu námi. Læknanemum gefst ekki kostur á að velja fög eða hafna, heldur ber að fylgja í öllu þeirri námsskrá sem Kennsluráð Læknadeildar samþykkir frá ári til árs. Það er varla fyrr en eftir útskrift úr Læknadeild sem valið hefst. Þá fyrst er hægt að velja sér viðfangsefni frekara náms og um leið vinna við það sem áhuga vekur. í framhaldinu er svo stutt stórra ákvarðana á millí, á að vinna í héraði, hvar verður sótt um deildarlæknisvist, hve lengi á að vinna sem unglæknir og hvar á að taka sérfræðingsgráðu. Stærsta spurning allra spurninga og sú spurning sem læknanemar eru spurðir svo oft að svarið rennur uppúr þeim eins og hvert annað frumstætt viðbragð er: „í hverju ætlar þú að sérhæfa þig?“ Að öllu þessu undansögðu er þó Ijóst að eitt í faglífi lækna- nemans er háð eigin vali og vilja og það er atvinnan utan skól- ans. Eftir því sem árunum í deíldinni fjölgar opnast fleiri og fleiri möguleikar til atvinnu á heilbrígðissviði og eitt af því sem eldri læknanemum stendur til boða eru afleysingar á heilsugæslu. í þessu hefti Læknanemans er að finna allítarlega úttekt á flestum heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum utan höfuðborg- arinnar. Það er von okkar að með slíkri umfjöllun sé eldri lækna- nemum gert kleift að taka upplýsta ákvörðun um sumarstarf eftir fjórða og fimmta ár auk þess sem upplýsingarnar geta nýst unglæknum sem hyggjast leysa af á heilsugæslu. Samantekt þessi mun vonandi verða aðgengileg um nokkurn tíma á heima- síðu læknanema, laeknanemar.is. Ritstjórn Læknanemans hefur að auki gert sitt ítrasta til að sýna fram á í þessu tölublaði Læknanemans hvað læknanemar hafa tekist á hendur undanfarið innan deildarinnar auk þess sem í blaðinu má finna umræðu um eðli læknanámsins, fræðagreinar frá læknanemum og sérfræðingum, almennar fræðslugreinar um framhaldsnám og skiptinám, um kynfræðslu og kjaramál og margt fleira. Einnig birtum við hér útdrætti úr rannsóknarverk- efnum árganga þeirra sem nú eru á fjórða og fimmta ári, en vegna breytinga í námsskipulagi í Læknadeild voru tveir árgangar sem framkvæmdu slík verkefni síðastliðið ár. Það er von mín sem ritstjóra Læknanemans að efni þessa blaðs verði til nokkurs fróðleiks og skemmtunar fyrir læknanema og lækna um allt land, og geri sitt til að skapa áþreifanlegri teng- ingu milli verðandi og verandi lækna. Kristján Dereksson, ritstjóri Læknanemans 2004-2005. Lesaðstaða iæknanema í nýjum litum: Læknanemar hafa lengi nýtt sér þriðju hæð gömlu heilsugæslunnar á Barónsstíg til lestrar en hafa undanfarið lært þar í skugga hótunar um að þeir missi aðstöðu sína undir eitthvert skrifræði. Þetta sérstæða hús er hugverk Guðjóns Samúelssonar (1887-1950), líkt og aðalbygging Landspítalans. Mynd: Hlynur Georgsson, 2005. 2 LÆKNANEMINN 2005
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.