Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 8

Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 8
Fjendur í fitjum: af sveppum og bakteríum á fótum Sigríður Björnsdóttir Lyflæknir, er að hefja sérnám í innkirtla og efnaskiptasjúkdómum í Stokkhólmi Ingibjörg Hilmarsdóttir Sýklafræðingur við Sýkladeild Landspítala Háskólasjúkrahús Klínískur Lektor við Læknadeild Inngangur Netjubólga og heimakoma (cellulitis og erysipelas) eru bakt- eríusýkingar í húð. Netjubólga nær dýpra niður í húðvefinn og eru mörkin milli sýktrar og ósýktrar húðar ekki eins skörp og í heimakomu. Oft er þó erfitt að greina á milli netjubólgu og heimakomu og því er í flestum rannsóknum ekki gerður greinamunur á þessum tveimur sýkingum. Hér á eftir verða þær nefndar einu nafni netjubólga. Einkenni sýkingarinnar eru hiti og aum, heit, rauð og bólgin húð á hinu sýkta svæði (mynd 1). Algengustu bakteríur sem valda netjubólgu eru beta-hemólýtiskir streptókokkar af grúppu A og Staphyloc- occus aureus, en sjaldnar beta-hemólýtískir streptokokkar úr grúppum B, C og G og Gram neikvæðir stafir (1,2). Netjubólga getur orðið hvar sem er á líkamanum en sést þó oftast (> 70 %) á ganglimum (3). Vægari sýkingar má meðhöndla með sýklalyfjum um munn, en alvarlegri tilfelli og sjúk- lingar með undirliggjandi sjúkdóma þarfnast venjulega sjúkrahúsinnlagnar með sýklalyfjagjöf í æð. Netjubólgu geta fylgt lífs- hættulegir aukakvillar svo sem blóðsýking og fellsbólga með drepi (necrotising fasciitis). Netjubólga á ganglimum er algengur sjúkdómur. Áætla má að minnst 150 sjúklingar á ári komi á Landspítala Háskóla- sjúkrahús vegna sýkingarinnar og er árlegur kostnaður vegna þess meira en sextíu milljónir króna. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á ýmsa áhættuþætti fyrir netjubólgu eins og offitu, fyrri sögu um netjubólgu, sár á húð, lang- varandi bjúg, bláæðaaðgerð og sveppasýkingar á fótum (4,5). í Læknadeild er okkur kennd almenn líkamsskoðun. Hluti af henni er að þreifa púlsa á fótum og gera taugaskoðun en er eitthvað fleira sem skiptir máli við skoðun á fótum? Nýlega lauk rannsókn á netjubólgu á ganglimum, sem fór fram á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Rannsóknin benti til að gefa þurfi meiri gaum að táfitjum en almennt er gert við klíníska skoðun sjúklinga (6 og óbirtar niðurstöður). Mynd 1: Netjubólga á ganglim íslensk rannsókn á netjubólgu á ganglimum í nýlegri íslenskri rannsókn voru áhættuþættir fyrir netjubólgu á ganglimum kannaðir. Rannsóknin tók til 100 sjúklinga, 71 karl- manna og 29 kvenna, sem lögðust inn á Landspítala Háskóla- sjúkrahús vegna netjubólgu á ganglimum, og 200 samanburðar- einstaklinga, sem voru paraðir við sjúklinga m.t.t. aldurs (+ 5 ár) og kyns. Miðgildi aldursdreifingar var 66.5 fyrir báðar hópana (dreifing: 22 - 92 ár). Leitað var að almennum og staðbundnum áhættuþáttum netjubólgu; rannsóknargögn voru fengin með spurningalista um heilsufar, skoðun á ganglimum, svepparann- sóknum á fótum og bakteríurannsókn á táfitjum (bilið á milli táa.). Einþáttagreining á mögulegum áhættuþáttum leiddi í Ijós fylgni netjubólgu við m.a. fyrri sögu um netjubólgu eða bláæðaagerð (saphenectomy), þyngd, bjúg á ganglimum, sár eða fleiður á fótlegg, sveppasýkingu í táfitjum eða nöglum og meinvaldandi bakteríur í táfitjum (S. aureus og beta-hemólýtíska streptókokka af grúppu A, B, C eða G) (6 og óbirtar niðurstöður). Fjölþáttagrein- ing sýndi að S. aureus og beta-hemólýtískir streptókokkar (gr. A, B, C, G), fyrri saga um netjubólgu, sár/fleiður á ganglimum og bláæðaagerð (saphenectomy) voru sterkir sjálfstæðir áhættu- þættir fyrir netjubólgu á ganglimum (6 og óbirtar niðurstöður). Hin háa tíðni baktería, sem eru þekktir netjubólguvaldar, í táfitjum sjúk- linga kom mest á óvart í rannsókninni og vaknar spurning um tengslin á milli táfitjasýkinga eða -sýklunar og netjubólgu. LÆKNANEMINN 2005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.