Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 8
Fjendur í fitjum:
af sveppum og bakteríum á fótum
Sigríður Björnsdóttir
Lyflæknir, er að hefja sérnám í innkirtla og efnaskiptasjúkdómum í
Stokkhólmi
Ingibjörg Hilmarsdóttir
Sýklafræðingur við Sýkladeild Landspítala Háskólasjúkrahús
Klínískur Lektor við Læknadeild
Inngangur
Netjubólga og heimakoma (cellulitis og erysipelas) eru bakt-
eríusýkingar í húð. Netjubólga nær dýpra niður í húðvefinn
og eru mörkin milli sýktrar og ósýktrar húðar ekki eins skörp
og í heimakomu. Oft er þó erfitt að greina á milli netjubólgu
og heimakomu og því er í flestum rannsóknum ekki gerður
greinamunur á þessum tveimur sýkingum. Hér á eftir verða
þær nefndar einu nafni netjubólga. Einkenni sýkingarinnar
eru hiti og aum, heit, rauð og bólgin húð á hinu sýkta svæði
(mynd 1). Algengustu bakteríur sem valda netjubólgu eru
beta-hemólýtiskir streptókokkar af grúppu A og Staphyloc-
occus aureus, en sjaldnar beta-hemólýtískir streptokokkar úr
grúppum B, C og G og Gram neikvæðir stafir (1,2).
Netjubólga getur orðið hvar sem er á líkamanum en sést
þó oftast (> 70 %) á ganglimum (3). Vægari sýkingar má meðhöndla með sýklalyfjum um munn, en alvarlegri tilfelli og sjúk-
lingar með undirliggjandi sjúkdóma þarfnast venjulega sjúkrahúsinnlagnar með sýklalyfjagjöf í æð. Netjubólgu geta fylgt lífs-
hættulegir aukakvillar svo sem blóðsýking og fellsbólga með drepi (necrotising fasciitis).
Netjubólga á ganglimum er algengur sjúkdómur. Áætla má að minnst 150 sjúklingar á ári komi á Landspítala Háskóla-
sjúkrahús vegna sýkingarinnar og er árlegur kostnaður vegna þess meira en sextíu milljónir króna.
Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á ýmsa áhættuþætti fyrir netjubólgu eins og offitu, fyrri sögu um netjubólgu, sár á húð, lang-
varandi bjúg, bláæðaaðgerð og sveppasýkingar á fótum (4,5).
í Læknadeild er okkur kennd almenn líkamsskoðun. Hluti af henni er að þreifa púlsa á fótum og gera taugaskoðun en er
eitthvað fleira sem skiptir máli við skoðun á fótum?
Nýlega lauk rannsókn á netjubólgu á ganglimum, sem fór fram á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Rannsóknin benti til að
gefa þurfi meiri gaum að táfitjum en almennt er gert við klíníska skoðun sjúklinga (6 og óbirtar niðurstöður).
Mynd 1: Netjubólga á ganglim
íslensk rannsókn á netjubólgu á ganglimum
í nýlegri íslenskri rannsókn voru áhættuþættir fyrir netjubólgu á
ganglimum kannaðir. Rannsóknin tók til 100 sjúklinga, 71 karl-
manna og 29 kvenna, sem lögðust inn á Landspítala Háskóla-
sjúkrahús vegna netjubólgu á ganglimum, og 200 samanburðar-
einstaklinga, sem voru paraðir við sjúklinga m.t.t. aldurs (+ 5 ár)
og kyns. Miðgildi aldursdreifingar var 66.5 fyrir báðar hópana
(dreifing: 22 - 92 ár). Leitað var að almennum og staðbundnum
áhættuþáttum netjubólgu; rannsóknargögn voru fengin með
spurningalista um heilsufar, skoðun á ganglimum, svepparann-
sóknum á fótum og bakteríurannsókn á táfitjum (bilið á milli táa.).
Einþáttagreining á mögulegum áhættuþáttum leiddi í Ijós fylgni
netjubólgu við m.a. fyrri sögu um netjubólgu eða bláæðaagerð
(saphenectomy), þyngd, bjúg á ganglimum, sár eða fleiður á
fótlegg, sveppasýkingu í táfitjum eða nöglum og meinvaldandi
bakteríur í táfitjum (S. aureus og beta-hemólýtíska streptókokka
af grúppu A, B, C eða G) (6 og óbirtar niðurstöður). Fjölþáttagrein-
ing sýndi að S. aureus og beta-hemólýtískir streptókokkar (gr. A,
B, C, G), fyrri saga um netjubólgu, sár/fleiður á ganglimum og
bláæðaagerð (saphenectomy) voru sterkir sjálfstæðir áhættu-
þættir fyrir netjubólgu á ganglimum (6 og óbirtar niðurstöður). Hin
háa tíðni baktería, sem eru þekktir netjubólguvaldar, í táfitjum sjúk-
linga kom mest á óvart í rannsókninni og vaknar spurning um
tengslin á milli táfitjasýkinga eða -sýklunar og netjubólgu.
LÆKNANEMINN
2005