Læknaneminn - 01.04.2005, Side 17

Læknaneminn - 01.04.2005, Side 17
Primum non nocere -Álit læknanema á breyttri læknadeild „Listin er langæ, lífið stutt, tækifærin hvikul, tilraunir blendnar og dómur vandasamur.11* Þessi setning, ásamt latneskum titli þessa greinar, er upprunnin frá Hippókratesi líkt og fyrsta loforð Hippókratesareiðsins; „Fyrst og fremst að vinna eigi ógagn“* Læknislistin, þó langæ sé, tekur í sífellu breytingum, líkt og þjóðfélagið allt og vandasamt er að dæma hvort einstakar breytingar á henni séu til góðs eða ills. Á síðastliðnum tveimur árum hafa orðið verulegar breytingar á skipulagi læknisnámsins við Háskóla íslands. Numerus Clausus hefur verið felldur niður og í stað hans tekin upp inntökupróf og auk þess tekið upp s.k. blokkakerfi þar sem eitt, eða örfá, fög eru kennd samfellt í nokkrar vikur og síðan tekið próf í framhaldinu. Til viðbótar þessu voru fög færð milli ára og nú er t.d. rannsóknarverkefni fjórða árs orðinn hluti þriðja árs en lyflæknis- og skurðlæknisfræðifög sjötta árs eru nú kennd á því fjórða ásamt því að „embættis“ próf sjötta árs hafa færst niður á fjórða ár. Auk þess er áætlað að heilsugæslukennsla færist frá fimmta ári á það sjötta. Breytingar þessar hafa orðið hratt og haft víðtæk áhrif á nám fyrstu fjögurra árganganna og sumir segja nú tæpast hægt að bera saman nám þeirra og það nám sem núverandi fimmta- og sjötta árs nemar sóttu. Ritstjórn Læknanemans lék forvitni á að vita hvaða skoðanir læknanemar sjálfir hafa á breytingunum og hinni nýju Lækna- deild. í því augnamiði voru spurningar þess efnis lagðar fyrir einn læknanema af hverju hinna fjögurra fyrstu ára, sem stödd eru í hringiðu breytinganna. Sólveig Helgadóttir, nemi á 1. ári Hvernig líst þér á læknadeildina hingað til, er eitthvað sem hefur komið þér óvart? Ætli það hafi ekki komið mér einna mest á óvart hversu mikið álagið reyndist vera. Líklega varð það þó meira en nauðsynlegt þurfti sökum eigin skipulags- og undirbúningsleysis. Auðvitað veit maður að háskólanám byggist á sjálfstæðum og öguðum vinnubrögðum en stökkið á milli framhaldsskólastigsins og háskólastigsins reyndist mun strembnara en ég hafði ímyndað mér. Ég hélt því miður að maður gæti verið aðeins öruggari með sig fyrst það er enginn clausus lengur. Ég er hreint ekki viss um hver afstaða mín er til inntökupróf- anna vs clausus-prófa, enda hafa báðar leiðir sína kosti og galla. Inntökuprófsleiðin hentaði mér ágætlega þó að ég hafi í raun ekki haft neina hugmynd um hversu erfitt námið myndi reynast. Ég segi ekki að ég hefði hætt við að byrja ef ég hefði vitað það en ég hefði kannski undirbúið mig betur en ég gerði. Þetta vanmat á náminu tel ég einmitt vera einn stærsta gallann við inntökuprófin, ef fólk veit ekki út í hvað það er að koma sér hljóta líkurnar á brottfalli að aukast. Fyrirkomulag námsins mætti líka vera betra á margan hátt. Vissulega er aðstaðan í megindráttum ágæt og án efa ein sú besta í HÍ. Að minnsta kosti hvað okkur fyrsta árs nemana varðar. Ég vildi samt gjarnan vera í fleiri verklegum tímum og bæta kost skólans að því leyti, eins og t.d. hvað varðar mögu- *Steffensen, V. Híppokrates-faðir læknislistarinnar. Bókaútgáfan Norðri, 1946 leikann (eða ómöguleikann) á að fylgjast með og framkvæma krufningar. Einnig væri gaman að sjá meira gert úr tengingu námsins við klíníska þáttinn. Auk þess fyndist mér gaman ef lögð væri aukin áhersla á þátt nemanna í kennslustundum því stundum hefur það reynst erfitt að sitja og hlusta á kennarana dag eftir dag án þess að nokkuð rúm sé gefið til virkilega sjálf- stæðra vangaveltna. Enn eitt sem betur mætti fara er einingagutlið sem maður verður var við. Hvernig getur það staðist að sjúkraþjálfaranemar fái 6 einingar fyrir nákvæmlega sama áfanga og læknanemar fá 5 einingar fyrir? Reyndar má deila um það hversu mikið samræmi er milli einingafjölda og vinnuálags áfanga til að byrja með. Kennarar deildarinnar finnast mér mestmegnis ágætir hingað til. Auðvitað hefur manni litist misvel á þá en yfirleitt má segja að þeir séu færir í sínu fagi og oftast prýðilega undirbúnir. Sumir mættu þó líta aðeins í eigin barm, sérstaklega hvað varðar fram- setningu efnis í tímum og frágang á glósum til nemenda. Eitt- hvað virðist líka stundum standa á upplýsingaflæði til nemenda og lögmálið í deildinni virðist stundum vera að Guð hjálpi þeim sem hjálpi sér sjálfir. Karl Erlingur Oddason, nemi á 2. ári 1. Nú ert þú í fyrsta árganginum sem komst inn í læknadeild með inntökuprófi, hvert er þitt álit á inntökuprófunum? Fyrir mína parta er ég ánægður með inntökuprófin. Ég hefði aldrei farið í læknisfræði ef clausus væri enn til staðar þar sem LÆKNANEMINN 2005
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.