Læknaneminn - 01.04.2005, Page 19
Primum non nocere
nám og vinnu, slæmu hliðarnar eru að sjálfsögðu stórkostlega
aukið álag á nemendur og óvissan um hverju breytingarnar eiga
eftir að skila.
2. Hefðir þú viljað sjá breytingarnar framkvæmdar á annan hátt en
raun varð?
Breytingarnar voru ekki alls ekki fullmótaðar þegar þær voru
kynntar í upphafi. Lengd framtíðarlæknanámsins var vægast
sagt misvísandi sem var ekki til auka á traustið, svo ekki sé talað
um einingar, upplestrarfrí og uppröðun næstu ára. Það sem
kemur á óvart er að breytingarnar eru ganga m.a. yfir nema sem
hálfnaðir eru með nám samkvæmt annars konar kennslufyrir-
komulagi og í raun þvingaðir til að gangast við þessum breyt-
ingum.
3. Hvernig finnst þér álagið á þig og samnemendur þína í náminu?
Það hefur í raun verið stigvaxandi frá fyrsta ári og gaman að
vera kominn í gamla clausus stemmningu aftur á fjórða ári.
Spennandi verður að lesa medicine í fimm daga upplestrarfríi í
vor.
4. Hvað ertu ánægður með og hvað ertu óánægður með náminu í
heild?
Læknisfræði er frá mínum bæjardyrum séð langskemmtileg-
asta nám sem þú finnur (þekki reyndar fátt annað). Ágætis
atvinnumöguleikar snemma í námi, ekki oftroðnir spítalar í klín-
íska hluta námsins, flott aðstaða fyrir kennslu og lestur. Skipulag
kennara og áhugi er auðvitað misjafn eins og í öðrum fögum
Háskólans. Það sem ég er einna óánægðastur með er skortur á
verklegri kennslu á fyrstu þremur árunum. Tvær vikur á spítala
og fjórir dagar á heilsugæslu er ekkert gífurlega auðgandi.
5. Hefur þú einhver skilaboð til Kennsluráðs?
Taka ákvarðanir í samráði við nemendur og taka mið af þeirri
reynslu sem komin er á breytt fyirkomulag, því það er langt í frá
fullkomið. Einnig er alltaf jákvætt þegar allir aðilar ráðsins eru
með á hreinu hverju á að breyta og hver breytti hverju.
LÆKNANEMINN
2005
17