Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 23
Framhaldsnám í Hollandi
- áhugaverður kostur
Elísabet Benedikz
Lyflæknir við Landspítala Háskólasjúkrahús.
Inngangur:
Framhaldsnám í læknisfræði í Hollandi er um margt fýsilegur
kostur. Almennt þykir framhaldsnám þar vel skipulagt og
gott innra eftirlitskerfi tryggir að háskóla- og kennslusjúkra-
hús uppfylli kröfur framhaldsmenntunarstofnunar um
sérnám innan hverrar sérgreinar. Staðsetningin á meginlandi
Vestur-Evrópu er einnig augljós kostur. Þá sér vinnulöggjöf
ESB til þess að vinnutími er hóflegur og frí a.m.k. 5 vikur á ári
eru tryggð.
Við íslendingar höfum allnokkra reynslu af sérfræðinámi á
Niðurlöndunum, einkum á sviði lyflæknisfræðinnar en einnig
barnalækninga og hjartalækninga auk svæfingalækninga,
húðlækninga og röntgen. í dag eru um sjö íslenskir læknar
starfandi í Hollandi en voru vel á annan tug fyrir fjórum árum.
Segja má því að það þurfi að koma af stað nýrri Hollands-
bylgju meðal ungra lækna á leið í sérnám erlendis.
Kerfið
Undirrituð er sjálf Hollandsmenntaður lyflæknir og þekkir best til
kerfisins sem snýr að lyflækningum.
Landinu er skipt í átta framhaldsmenntunarsvæði, svokölluð
opleidingsregio („opleiding" = „leiðir áfram“eða handleiðsla).
Kjarninn í hverju svæði er háskólinn og háskólasjúkrahús auk
nokkurra „periferra" en háskólatengdra (university affiliated)
kennslusjúkrahúsa. Reglan er að læknar í framhaldsnámi starfi á
periferu kennslusjúkrahúsi fyrstu 1-4 ár sérnámsins (allt eftir
stærð þess og kennslugetu) og 2-5 ár á háskólasjúkrahúsi.
Ástæða þessa er sú að dvöl á háskólasjúkrahúsi gefur ekki
raunsæja mynd af raunverulegum praxis því þangað veljast
sjúklingar með óvenjuleg og flókin vandamál og læknirinn myndi
síður rútinerast í hversdagslegum vandamálum, sem er jú það
sem bíður flestra. Undirsérgreín er síðan oftast tekin á háskóla-
sjúkrahúsi eða jafnvel annarri klíník sem fengið hefur viðurkenn-
ingu til framhaldsnáms í undirsérgrein.
Opleidingsregio, háskólar og háskólasjúkrahús í Hollandi eru:
1. Amsterdam I:
Academisch Medisch Centrum
Postbus 22660, 1100 DD AMSTERDAM
2. Amsterdam II:
VU Medisch Centrum
Postbus 7057, 1007 MB AMSTERDAM
3. Groningen:
UMCG
Postbus 30.001,9700 RB GRONINGEN
4. Leiden:
Leids Universitair Medisch Centrum
Postbus 9600, 2300 RC LEIDEN
5. Maastricht: Academisch Ziekenhuis Maastricht
Postbus 5800, 6202 AZ MAASTRICHT
tel. 043-3876543
6. Nijmegen:
UMC Sint Radboud Postbus
9101,6500 HB NIJMEGEN
7. Rotterdam:
Erasmus Medisch Centrum Rotterdam
Postbus 2040, 3000 CA ROTTERDAM
8. Utrecht:
UMC Utrecht
Postbus 85500, 3508 GA UTRECHT
Hvert kennslusjúkrahús í einstöku regio (svæði) hefur sinn
opieider (sá sem veitir þér handleiðslu) þ.e. framhaldsmenntun-
arstjóra. Sá er oftast jafnframt yfirlæknir á klíníkinni og/eða próf-
essor á háskólasjúkrahúsinu en þar er jafnframt yfirumsjón fram-
haldsmenntunar á öllum kennslusjúkrahúsum á svæðinu.
Sjúkrahúsið í
Maastricht
(Academisch
Ziekenhuis
Maastricht)
Unglæknir kallast arts assistent og er ekki gerður greinar-
munur á nýútskrifuðum eða lengra komnum unglæknum með
neinu titlatogi enda Hollendingar almennt „purítanar" og minim-
alistískir í hugsun. Hins vegar er gerður greinarmunur á því hvort
menn séu í framhaldsnámi eða ekki. Arts assistent geneesk-
unde in opleiding (AGIO) versus arts assistent geneeskunde
niet in opleiging (AGNIO). Algengt er að unglæknir hafi starfað
sem AGNIO í 1-3 ár áður en hann kemst í framhaldsnám og
margir reyna að auka möguleika sína á að vera teknir inn með
því að vinna rannsóknarverkefni og jafnvel klára doktorsverkefni
LÆKNANEMINN
2005
21