Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2005, Qupperneq 23

Læknaneminn - 01.04.2005, Qupperneq 23
Framhaldsnám í Hollandi - áhugaverður kostur Elísabet Benedikz Lyflæknir við Landspítala Háskólasjúkrahús. Inngangur: Framhaldsnám í læknisfræði í Hollandi er um margt fýsilegur kostur. Almennt þykir framhaldsnám þar vel skipulagt og gott innra eftirlitskerfi tryggir að háskóla- og kennslusjúkra- hús uppfylli kröfur framhaldsmenntunarstofnunar um sérnám innan hverrar sérgreinar. Staðsetningin á meginlandi Vestur-Evrópu er einnig augljós kostur. Þá sér vinnulöggjöf ESB til þess að vinnutími er hóflegur og frí a.m.k. 5 vikur á ári eru tryggð. Við íslendingar höfum allnokkra reynslu af sérfræðinámi á Niðurlöndunum, einkum á sviði lyflæknisfræðinnar en einnig barnalækninga og hjartalækninga auk svæfingalækninga, húðlækninga og röntgen. í dag eru um sjö íslenskir læknar starfandi í Hollandi en voru vel á annan tug fyrir fjórum árum. Segja má því að það þurfi að koma af stað nýrri Hollands- bylgju meðal ungra lækna á leið í sérnám erlendis. Kerfið Undirrituð er sjálf Hollandsmenntaður lyflæknir og þekkir best til kerfisins sem snýr að lyflækningum. Landinu er skipt í átta framhaldsmenntunarsvæði, svokölluð opleidingsregio („opleiding" = „leiðir áfram“eða handleiðsla). Kjarninn í hverju svæði er háskólinn og háskólasjúkrahús auk nokkurra „periferra" en háskólatengdra (university affiliated) kennslusjúkrahúsa. Reglan er að læknar í framhaldsnámi starfi á periferu kennslusjúkrahúsi fyrstu 1-4 ár sérnámsins (allt eftir stærð þess og kennslugetu) og 2-5 ár á háskólasjúkrahúsi. Ástæða þessa er sú að dvöl á háskólasjúkrahúsi gefur ekki raunsæja mynd af raunverulegum praxis því þangað veljast sjúklingar með óvenjuleg og flókin vandamál og læknirinn myndi síður rútinerast í hversdagslegum vandamálum, sem er jú það sem bíður flestra. Undirsérgreín er síðan oftast tekin á háskóla- sjúkrahúsi eða jafnvel annarri klíník sem fengið hefur viðurkenn- ingu til framhaldsnáms í undirsérgrein. Opleidingsregio, háskólar og háskólasjúkrahús í Hollandi eru: 1. Amsterdam I: Academisch Medisch Centrum Postbus 22660, 1100 DD AMSTERDAM 2. Amsterdam II: VU Medisch Centrum Postbus 7057, 1007 MB AMSTERDAM 3. Groningen: UMCG Postbus 30.001,9700 RB GRONINGEN 4. Leiden: Leids Universitair Medisch Centrum Postbus 9600, 2300 RC LEIDEN 5. Maastricht: Academisch Ziekenhuis Maastricht Postbus 5800, 6202 AZ MAASTRICHT tel. 043-3876543 6. Nijmegen: UMC Sint Radboud Postbus 9101,6500 HB NIJMEGEN 7. Rotterdam: Erasmus Medisch Centrum Rotterdam Postbus 2040, 3000 CA ROTTERDAM 8. Utrecht: UMC Utrecht Postbus 85500, 3508 GA UTRECHT Hvert kennslusjúkrahús í einstöku regio (svæði) hefur sinn opieider (sá sem veitir þér handleiðslu) þ.e. framhaldsmenntun- arstjóra. Sá er oftast jafnframt yfirlæknir á klíníkinni og/eða próf- essor á háskólasjúkrahúsinu en þar er jafnframt yfirumsjón fram- haldsmenntunar á öllum kennslusjúkrahúsum á svæðinu. Sjúkrahúsið í Maastricht (Academisch Ziekenhuis Maastricht) Unglæknir kallast arts assistent og er ekki gerður greinar- munur á nýútskrifuðum eða lengra komnum unglæknum með neinu titlatogi enda Hollendingar almennt „purítanar" og minim- alistískir í hugsun. Hins vegar er gerður greinarmunur á því hvort menn séu í framhaldsnámi eða ekki. Arts assistent geneesk- unde in opleiding (AGIO) versus arts assistent geneeskunde niet in opleiging (AGNIO). Algengt er að unglæknir hafi starfað sem AGNIO í 1-3 ár áður en hann kemst í framhaldsnám og margir reyna að auka möguleika sína á að vera teknir inn með því að vinna rannsóknarverkefni og jafnvel klára doktorsverkefni LÆKNANEMINN 2005 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.