Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 24

Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 24
Framhaldsnám í Hollandi áður en þeir byrja í sérnámi en doktor í læknisfræði á venjulega greiðan aðgang að sérnámi. Sá sem hefur komið doktorsprófi er titlaður Dr. (doctor) og má nota viðskeytið Phd., en aðrir læknar eru drs. (doctorandus), þ.e. sá sem á eftir að Ijúka doktorsprófi, því gert er ráð fyrir að allir hafi a.m.k. einhvern akademískan metnað jafnvel þótt þeir Ijúki aldrei doktorsnámi. Daglegt starf Daglegt starf er svipað því sem við þekkjum hér á Fróni. Menn rótera á milli deilda eftir sínu „opleidings schema“ á 4-6mán fresti. Á deildum starfar unglæknirinn undir handleiðslu síns sérfræðings (chéf de clinique) eins og gengur. Venjan er að unglæknirinn sjái um stofuganginn og deildarvinnuna en sérfræðingurinn gengur venjulega ekki stofugang nema vikulega (grand round), en kemur a.m.k. einu sinni á dag á deildina og fer yfir stöðuna og skoðar, eftir þörfum, sjúklinga með unglækn- inum. Einnig tíðkast að prófessorinn eða opleiderinn komi á grand round með unglækninum og sérfræðingnum á einhverra vikna eða mánaða fresti. Það tekur dálítið á taugarnar hjá báðum. Journalar eru venjulega handskrifaðir svo og dagnótur en læknabréf eru dikteruð og höfð ítarleg. Allar ordinationir þurfa að vera ítarlegar og kvitta skal daglega fyrir lyfjum. Unglæknirinn sér um öll læknabréf af sinni deild en sérfræðing- urinn les þau yfir og gefur leiðbeiningar um lagfæringar áður en þau eru send til viðtakenda. Heimilislæknirinn er lykilaðili í allrí meðferð sjúklingsins þó að sjúklingurinn gangi til sérfræðings og er nauðsynlegt að upplýsa heimilislækninn vel um gang mála því tilvísunarkerfi er í gangi og aðgengi að sérfræðingi fer [ gegnum heimilislækninn. Fræðsla er skipulögð og hluti af rútínunni. Þá er einnig sameiginlegur undirbúningur fyrir sérfræðiprófin og það er að sjalfsögðu metnaður hjá hverjum spítala að þeirra kandídatar standi sig sem best. Koninglijke Nederlandse Maatschap ter Geneeskunde (KNMG) er læknafélag Hollendinga. Innan þess starfar Medisch Specialisten Registratie Commissie (MSRC), sem er fram- haldsmenntunarráðið. Allir sem eru teknir inn í sérnám eru skráðir hjá MSRC sem yfirfer og samþykkir (eða ekki) 6 ára opleidings skemað eins og það er lagt fyrir. Það er sem sagt strax ákveðið hvernig skemað er uppsett og hvert viðkomandi róterar og hvenær. Að sækja um Hvernig er sótt um stöðu í framhaldsmenntunarprógrammi í Hollandi? Yfirleitt hafa menn einfaldlega skrifað bréf þar sem menn kynna sig og lýsa áhuga sínum á að komast í nám. Það er gott að greina frá áhugasviðum og eins hvers vegna menn hafi áhuga á viðkomandi stað. ítarlegt curriculum vitae skal að sjálfsögðu fylgja, svo og ritskrá og helst listi yfir einn eða fleiri contactaðila. Bréfið hafa menn oftlega sent beint til framhalds- menntunarstjóra (opleider) í viðkomandi sérgrein á viðkomandi stað. Á heimasíðum sérgreinafélaganna má t.d. finna allar upplýsingar um hvert skal senda umsóknarbréf og hvernig þau eiga að vera. Þeir sem hafa farið í lyflæknisfræði hafa einnig getað sent sín bréf til Hollenska Lyflæknafélagsins (NIV = Neder- landse Internisten Verenigen) sem hefur þá dreift bréfinu tíl allra opleidera í landinu. Þannig hafa menn komist í samband og síðan fengið að koma í viðtal. Þetta var einkum á tímum sem internet og heimasíður voru frumstæðar og mæli ég með því að senda beint á viðkomandi opleider. Lækningaieyfi og lengd sérnáms Flest sérnám eru 5 eða 6 ár í Hollandi. Menn komast ekki uþp með neitt hálfkák eins og að klára sérnám á tíma eingöngu. Sérfræðinám fer einungis fram á viðurkenndum stofnunum og eftir fyrirfram ákveðnu prógrammi. Sérnám í lyflæknisfræði er t.d. 6 ár enda ábyrgð og þekking internistans yfirgripsmikil. Þeir sem vilja taka undirsérgrein geta venjulega byrjað á henni eftir 4.5 ár og kallast þá fellow í greininni. Innan hverrar sérgreinar eru sérfræðipróf sem menn þurfa að standast. í dag eru t.d. sex þematengd sérfræðiþróf í lyflæknisfræðinni. Sjaldan er gefinn möguleiki á styttingu sérnáms þótt innlendir fái reyndar iðulega 6 mánaða styttingu ef þeir hafa unnið sem aðstoðarlæknar utan sérnáms (AGNIO) á viðurkenndu kennslusjúkrahúsi í a.m.k eitt ár. Útlendingar fá yfirleitt ekki styttingu og læknar frá Austur-Evr- ópulöndum hafa meira að segja þurft að taka verklega hluta læknanámsins aftur auk kúrsa um læknalögin. Þetta kann þó að hafa breyst eftir stækkun Evrópusambandsins. íslendingar hafa fengið almennt lækningaleyfi vandræðalaust. Spítalinn hefur séð um að koma því í kring og menn þurfa að fara sérstaka ferð til den Haag og sverja embættiseið í heilbrigðisráðuneytinu. Síðan þarf að láta stimpla og skrá prófskírteinið hjá heilbrigðisyfir- völdum þess héraðs sem menn eru búsettir í. Loks eru menn síðan skráðir í sérstaka skrá yfir alla heilbrigðisstarfsmenn (Beroepen in de Individuele Gezondheitszorg, venjulega kallað het BIG register) og fá ákveðið númer (BIG nummer). Búseta í Hollandi Það er gott að búa í Hollandi. Þetta er almennt fyrirhyggjusamt og félagslega gott þjóðfélag. Landið er mjög þéttbýlt og skipu- lag mikið. Öll þjónusta og samgöngur bera líka keim af þéttbýlínu. Menn fá þjónustu eftir réttri röð og hvorki meira né minna en þeim ber. Umferð er mikil á álagstíma og flestir reyna að forðast bílinn ef þeir geta og taka lest, metro, sporvagn eða hjóla til vinnu. Menntuðum Evrópubúum sem koma til landsins í faglegum tilgangi er almennt vel tekið. Komandí frá EES-svæð- inu eiga íslendingar rétt á 5 ára landvistarleyfi í senn svo fremi sem menn geta sýnt fram á að hafa atvinnu. Sjúkratryggingar eru semi-privat og sér atvinnurekandinn um að útvega það. Makar íslensku læknanna hafa margir einnig verið í námi en misvel hefur gengið að fá atvinnu. Þó hafa flestir fundið sér eitt- hvert viðurværi og unað hag sínum almennt vel. Leikskólar eru dýrir og erfitt að koma barninu að og talsvert um að annað foreldrið sé heimavínnandi eða þá bæði í hlutavinnu. Börnin ganga í skóla frá fjögurra ára aldri. Strax um 11 ára aldurinn fer fram mat á því hvort barnið sé kandídat í æðra nám og markast námstækifærin þar eftir af því mati. Þetta hafa íslensku foreldr- arnir átt dálftið erfitt með að sætta sig við. Almenn vinnuvika er 36 stundir í viku og algengt er að menn vinni 4x9 klst og eigi frí 3 daga í viku eða vinni að hluta til heima. 22 LÆKNANEMINN 2005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.