Læknaneminn - 01.04.2005, Page 25

Læknaneminn - 01.04.2005, Page 25
Framhaldsnám í Hollandi Greinarhöfundur, um borð í hollenskri lest Afkoma heimilana er almennt mjög góð en Hollendingar leggja mun minní áherslu en íslendingar á íburð og flottheit á heimil- unum. Þeir ferðast mikið og stunda útivist svo sem hjólreiðar og siglingar. Jöfnuður er talsverður. Hinn almenni launþegi getur lifað nokkuð sæmilega af laununum en sparsemi og útsjónar- semi er reyndar þjóðarsport. Vinnuvika lækna í sérfræðinámi er þó lengri og má fara upp í 48 klst. Þar af eru 10 klst. í viku sem flokkast sem skipulögð kennsla, eins og röntgenfundir, clinico- pathologískir fundir, greinafundir og aðrir fræðslufundir. Tungumál Á Niðurlöndum og í Flanderen í Belgíu er töluð hollenska (neder- lands). Þetta er vestur-germanskt mál að uppruna og í ætt við lágþýsku. Mikið af orðum og orðstofnum þekkjum við þegar úr öðrum germönskum málum (norðurlandamálum, þýsku eða ensku) en einnig er talsvert að frönskum og spænskum töku- orðum. Málfræðin er einfölduð þýskumálfræði. Það er nauðsyn- legt að læra tungumálið til þess að geta starfað sem læknir. Yfir- leitt hefur íslendingum gengið vel að læra hollensku en það tekur tíma að læra nýtt tungumál. Flestir hafa farið á stíft tungumála- námskeið eða einkakennslu áður en þeir byrja að vinna. Það er nokkuð dýrt en menn fá kostnaðinn endurgreiddan frá skattinum. Eftir 3 mánuði eru flestir farnir að geta bjargað sér í daglegu starfi og eftir 6 mánuði geta flestir haldið lítinn fyrirlestur og dikterað læknabréfin. Eftir eitt ár eru mesti „taalbarrierinn“ yfirstaðinn. Enn lengri tíma tekur að ná upp færni í því að leika sér með málið og ná öllum bröndurunum. Börnin hafa lært málið enn fljótar en foreldrarnir og ná yfirleitt að tala hana eins vel og innfæddir. Fjármál Heildarlaun unglækna í Hollandi eru almennt talsvert lægri en hér. Grunnlaun eru líklega aðeins hærri þar en hérlendis og voru mánaðarlaun um 200.000 ISK eða 5000 gyllini þegar ég fór út árið 1994. Dæmigert er að að bestu staðirnir borga verst. Yfir- vinna er almennt ekki greidd heldur eru vaktir teknar út í fríum og lítið sem ekkert álag ofan á grunnlaunin. Þannig fékk ég átta vikna frí á ári þegar best lét, sem var ekki slæmt. Þeir sem búa >10 km frá vinnustað fá ýmist greidda ferðapeninga (samsvarar ca. 5000 ISK á mánuði) eða niðurgreidd lestarkort. Það geta verið viðbrigði fyrir eyðslusaman íslending að þurfa að framfleyta fjölskyldu sinni á einum aðstoðarlæknislaunum. Það er samt tals- vert ódýrara að lifa í Hollandi en hér þó verðlag hafi reyndað hækkað nokkuð eftir tilkomu Evrunnar. Almennt fá menn samt dálítið til baka frá skattinum því allur námskostnaður (bækur, námskeið, viss aksturskostnaður o.fl.) er frádráttarbær og þeir útsjónarsömustu náðu heilum mánaðarlaunum til baka auk þess sem menn fá 13. mánuðinn greiddan sem orlofslaun. Það er nauðsynlegt að verða sér snemma úti um upplýsingar um þessi mál og hefur læknafélagið verið mönnum innan handar með ráðleggingar og m.a. skipulagt sérstakt skattanámskeið. Sérfræðilaun eru síðan mun hærri og ekki undan þeim að kvarta. Húsnæði Leiga er algeng og mjög örugg. Fasteignamiðlanir sjá oftast um leigumiðlun líka og leigusamningurinn gildir þar til þú ákveður að flytja og er 3ja mánaða uppsagnarfrestur reglan. Algengt leiguverð er á bilinu 40.000-50.000 fyrir lítið sérbýli en 2-3 herbergja íbúð á góðum stað getur jafnvel verið enn dýrari. Lög í landinu banna að einstaklingur leigi fyrir hærri upphæð en 30% nettó tekna. Leigu- verð á almennum markaði miðast því að einhverju leyti við meðal- launin í landinu. Misvel gengur að útvega húsnæði eftir staðsetn- ingu og er t.d. bæði dýrt og löng bið inn á leigumarkaðinn í Amsterdam. Margir hafa því endað í einhverju nágrannasveitarfé- lagi en getað leigt heilt hús fyrir sama verð og 2ja herbergja íbúð inni í borginni. Það er ekkert að því að búa í úthverfi eða útborg en mögulega er lengra í vinnuna. Kaup á húsnæði eru möguleg með veði í húsinu og líftryggingu. Líklega er hagstæðara að kaupa en leigja miðað við dvöl sem er lengri en 5 ár. Niðurlag Þessi stutta umfjöllun um sérfræðinám í Hollandi er engan veginn tæmandi en gefur vonandi smá innsýn í kerfið þar og verður vonandi einhverjum hvatning til þess að fara í sérfræði- nám þangað. Það er stór ákvörðun að taka um hvert maður vill fara í sérnám og taka verður tillit til allra mikilvægra þátta. Þá eru alltaf viðbrigði að flytjast búferlum yfir hafið og hefja störf í nýju landi hvert sem farið er og það er dálítið mál að þurfa að læra nýtt tungumál. Þetta er þó allt yfirstíganlegt og þroskandi og mannbætandi reynsla þegar upp er staðið og ekki má gleyma því að danska, sænska og norska eru ekki heldur móðurmál okkar íslendinga. Holland hefur þann kost að vera með gott sérfræðinám í allflestum greinum og heilbrigðiskerfi sem er skil- virkt og gott. Staðsetningin á meginlandi Evrópu spillir heldur ekki fyrir og gaman er að geta bara sest upp í bílinn sinn og keyrt yfir landamærin í frí. Heimildir og tenglar Working in The Dutch Health sector with a Foreign Certificate: http://www.verwijspunt.nl/ Heimasíða Hollenska læknafélagsins: http://www.knmg.artsennet.nl Heimasíða Hollenska lyflæknafélagsins: http://www.internisten.nl/ LÆKNANEMINN 2005 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.