Læknaneminn - 01.04.2005, Page 27

Læknaneminn - 01.04.2005, Page 27
Mynd 1: Mynd A er tölvusneiðmynd af hnykli sem tekin var í fyrrí komu sjúklings á BMT. Ef vel er að gáð má greina byrjandi drep í vinstra hnykil- hveli. Mynd B er tölvusneiðmynd sem tekin var i seinni komu sjúklings á BMT. Þar sést greini- lega stórt drep í vinstra hnykilhveli. og því var ákveðið að leggja hann inn á gjörgæsludeild. Hann varð ruglaður og ósamvinnuþýður á gjörgæslu og blóðþrýst- ingur mældist 200/120 og púls um 50/mín, en þetta eru merki um yfirvofandi heilavefshaulun (herniation). Settur var inn keri (dren) í heilahólf til að létta á hækkuðum heilaþrýstingi (intracer- ebral pressure). Sjúklingur var í sex daga á gjörgæslu. Hann var settur á sýklalyfið cefazolin (Kefzol®) vegna kerans en fékk auk þess sýklalyfið cefuroxim (Zinacef®) vegna lungnabólgu í legunni. Hann var áfram með hækkaðan blóðþrýsting og var settur á blóðþrýstingslyfið labetalo! (Trandate®). Sjúklingurinn hresstist mikið næstu dagana. Endurtekin TS-höfuð á fimmta degi sýndi eðlilega víð heilahólf. Sjúklingur fluttist á taugadeild- ina á sjötta degi. Hann var þá enn með mikinn höfuðverk sem versnaði við hóstaköst. Hann var á þessum tímapunkti orðinn fullskýr og áttaður. Skoðun heilatauga var eðlileg fyrir utan lömun í vinstri m. rectus lateralis augans, er varð vegna togs á abduc- e/is-tauginni en hún liggur um alllangan veg í kúpubotni. Sjúk- lingurinn kvartaði um tvísýni við að horfa niður og til vinstri. Kraftar og skyn í útlimum voru eðlilegir og samhverfir. Nokkuð bar á erfiðleikum við víxlhreyfingar (dysdiadochokinesia) og klaufsku (ataxia) við fingur-nef- og hæl-hné-próf báðum megin en einkennin voru meiri vinstra megin. Sjúklingur var óstöðugur þegar hann stóð kyrr og við gang auk þess sem úthald var almennt lítið. Gerð var heilablóðþurrðar-uppvinnsla á taugadeild. Fastandi blóðfitur og blóðsykur voru eðlileg. TS-æðamyndataka af hálsæðum og ómun af hálsæðum og heilaæðum var eðlileg. Hjartaómun sýndi væga vinstri slegilstækkun (merki um langvar- andi háþrýsting), góðan samdrátt og engar segalindir sáust. Taugasálfræðileg skimun 16 dögum eftir innlögn var nær eðlileg, þó greindust erfiðleikar með óyrt minni og orðaflæði. Gangur eftir útskrift: Sjúklingur útskrifaðist á Grensás til frekari endurhæfingar 23 dögum eftir innlögn. Hann var kominn á blóðflöguhamlandi meðferð með asetylsalisýlssýru (Magnýl®) 75mg 1 x 1 og dipyri- damol (Persantin retard®) 200mg 1x2, auk blóðþrýstingslyfs- ins metoprolol (Seloken ZOC®) 47,5mg 1x1. Hann var í þrjár vikur á Grensási og tók miklum framförum í göngugetu, jafnvægi og úthaldi. Tvísýni minnkaði talsvert en var ekki horfin við útskrift. Umræða Hnykillinn (cerebellum) er gjarnan nefndur þögult svæði heilans. Er það vegna þess að ekki er hægt að skynja raförvun á honum og örvunin framkallar venjulega enga hreyfingu á líkamanum. Sé hnykillinn á hinn bóginn numinn á brott brenglast hreyfingar líkamans verulega. Hlutverk hans er að tímasetja hreyfingarnar þannig að hraðar og flóknar hreyfingar verði mjúkar og nákvæmar. Einnig sér hnykillinn um að stjórna styrk vöðvasam- dráttar þegar álag á vöðvann breytist auk þess sem hann stýrir samspili milli agonista og antagonista vöðvahópa. Hnyklinum berast stöðugt upplýsingar frá hreyfisvæðum heilans (motor cortex) auk skynupplýsinga um stöðu, hreyfingu og spennu vöðva. Hnykillinn fínstillir hreyfingar með því að bera hin ýmsu taugaboð saman. Sé ósamræmi í hreyfingum metur hnykillinn það og leiðréttir. Starfrænt má skipta hnyklinum í þrjú svæði (mynd 2). Hnykil- ormur (vermis) liggur í miðlínu hnykilsins og kemur að hreyf- istjórnun á vöðvum í bol (axiai body). Hnykilormurinn sér um hreyfistjórnun á hálsi, öxlum, búk og mjöðmum. í miðlægum hluta hnykilhvela er svæði sem kemur að stjórnun hreyfinga í útlimum. Hliðlæg svæði hnykilhvelanna vinna náið með hreyf- istöð heilans við tímasetningu, skipulagningu og samhæfingu flókinna og hraðra hreyfinga. Vertnis / Mynd 2: Hnykillinn séður ofan frá. I miðlínu er hnykilormurinn og sitt hvoru megin við hann eru hnykilhvelin. LÆKNANEMINN 2005 25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.