Læknaneminn - 01.04.2005, Page 30

Læknaneminn - 01.04.2005, Page 30
Skiptinemi í Kaupmannahöfn Pétur Snæbjörnsson, kandidat Það var haustið 2001, þegar ég var á haustmisseri fjórða árs, sem mér datt í hug að fara út sem skiptinemi á fimmta ári. Upphaflega hugmyndin var sú að taka kvenna- og barnalækn- isfræði einhvers staðar erlendis. Ég hafði helst áhuga á því að fara til Kaupmannahafnar og sótti því um skólavist þar og Nord- plus-styrk. Síðan tók við heílmikil skriffinnska og samskipti því að það er alls ekki hlaupið að því að koma svona nokkru í kring. Eftir nokkurt umstang komst ég að því að það myndi ekki borga sig að taka kvennakúrsinn í Kaupmannahöfn því að hann þótti ekki sambærilegur á við kúrsinn hér heima. Á meðan þessu stóð komst ég reyndar að því að það væri sennilega auðveldara að taka geð- og taugalæknisfræðina í Kaupmannahöfn (sem er 9. misseri hjá þeim) því að þau námskeið eru kennd á sama miss- eri líkt og hér heima. í Ijós kom að þetta var nokkurt púsluspil en á endanum varð þetta þannig að ég fór út í janúarlok 2003, rétt áður en danska vormisserið byrjaði. Þá hafði ég staðið í bréfa- skriftum við Det internationale kontor sem sá um skiptinemana. Aðalmálið var að danski taugakúrsinn var próflaus þannig að ég þurfti að taka prófið hér heima á íslandi. Auk þess ætlaði ég að taka heimilislæknisfræðikúrsinn hér heima. Þetta þýddi að ég þurfti að vera á íslandi í 2-3 vikur í maí. Það var alveg mögulegt því að Danir kenna líka svæfingalæknisfræði og heilbrigðisfræði á 9. missseri en ég ætlaði að sleppa því. Ég þurfti bara að lenda í réttri blokk. Mér hafði tekist að finna íbúð á stúdentagarði í Kaupmanna- höfn sem ég framleigði af íslenskri stelpu. Fyrstu nóttina gisti ég reyndar á hóteli. Það var skrýtin tilfinning að þekkja engan í Kaupmannahöfn. Ég var nýkominn frá íslandi þar sem tíminn var fullbókaður: skóli, vinna með námi, líkamsrækt, vinir, fjölskylda og ýmis verkefni. Allt í einu hafði ég mun meiri tíma en áður; það var bara ég, námið og líkamsræktin. Smám saman varð félags- lífið svo fyrirferðarmeira þegar ég kynntist Dönum og fslend- ingum í Kaupmannahöfn. Fyrstu dagarnir áður en skólinn byrjaði fóru í að koma sér fyrir, opna reikning í banka og fá sér danskt gsm-númer. Svo byrjaði skólinn - fyrirlestrar á dönsku í taugalæknisfræði. Þetta var risa- stór fyrirlestrarsalur inni á Rigshospitallet og nemendur miklu fleiri en hér heima. Það var líka augljóst að í svo stórum hópi var mikið um litlar hópamyndanir og flestir þekktust lítið eða ekkert. Ég var reyndar svo heppinn að það var dönsk stelpa sem bjó á móti mér á heimavistinni sem var einmitt í læknisfræði á sama misseri og ég. Þannig gat ég hengt mig á einhvern. Mér varð hugsað til skiptinemanna sem höfðu verið með mér í bekk á íslandi; nú vissi ég hvernig þeim leið. Ég var afskaplega ánægður ef einhver nennti að tala við mig - hvað þá þar sem danskan var heldur stirð til að byrja með. Ég einsetti mér reyndar að tala ekki ensku og talaði dönsku frá fyrsta degi. Danskan kom furðufljótt. Á heimavistinni bjuggu eingöngu Danir og allt námið fór fram á dönsku. Ég keypti líka kennslubækur í geð- og taugalæknisfræði á dönsku þannig að þetta gekk allt smám saman. Það voru auðvitað mörg skondin tilvik. Einn fyrsta daginn spurði ég t.d. afgreiðsludömu í mötuneyti hvar ég gæti fundið eldhúspappír sem ég kallaði „brev“, en það þýðir reyndar sendibréf. Hún hélt að ég væri bilaður og sagði „væk, væk” (burtu með þig). Svo var líka fremur langdregið að fá sjúkrasögu og diktera. Mig vantaði ýmislegt í orðaforðann, t.d. var skondið þegar ég spurði eina fína dömu um þvaglátin og sagði: „hvordan gár det at pisse?“, en það þýðir: „hvernig gengur að rníga?". Hún var reyndar mjög vinsamleg og leiðrétti mig og sagði að rétta orðið hér væri „vandladning'1. f verklega geðkúrsinum lenti ég í því að missa þráðinn þegar ég var að tala við einn geðsjúk- linginn. Allt í einu vissi ég ekkert hvað hann var að tala um. Það var mjög óþægilegt. Einhver orðaði þetta þannig að mér hefði þótt lógískara að taka geðið á dönsku. Ég tók eftir því fyrsta mánuðinn í Danmörku að ég var almennt þreyttari en heima. Ég held að það skýrist af því að ég þurfti stöðugt að einbeita mér þegar ég var að hlusta og tala. Auk þess að læra dönsku þurfti ég loksins að læra að nota eldavél. Fram að þessu hafði ég einhvern veginn komist hjá því að matreiða en nú var stundin komin. Ég keypti ódýran mat í Nettó og lærði að búa til einfaldan mat handa einum. Mér fannst óþægilegt að vera með þessa tilraunastarfsemi fyrir framan Danina sem ég deildi eldhúsi með en mig minnir að ég hafi bara einu sinni eyðilagt matinn. Svo gat ég njósnað svolítið hvernig Danirnir gerðu en þurfti líka að bregða á það ráð að hringja til íslands í mömmu. Danir eru duglegir að bjóða í mat og ég kunni ágætlega við þá hefð að hittast og elda saman, þannig lærði ég líka ýmislegt. Almennt séð voru fyrirlestrarnir í geð- og taugalæknisfræði góðir og verklegi hlutinn í geðlæknisfræðinni var góður. Verklegi hlutinn í taugalæknisfræðinní hefði mátt vera metnaðarfyllri en það var víst misjafnt eftir því á hvaða spítala maður lenti. Taug- alæknisfræðin var að auki próflaus kúrs; Danir taka nefnilega próf í taugalæknisfræði sem hluta af lokaprófi í lyflæknisfræði. Prófið í geðlæknisfræðinni var að sjálfsögðu á dönsku. Ég LÆKNANEMINN 2005
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.