Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 32

Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 32
Sumarvinna í héraði Inngangur: Einn góðan veðurdag kemur að því í lífi hvers læknanema að fara í fyrsta sinn út á vinnumarkaðinn í hlutverki læknis. Fyrir flesta er það stórt skref að stíga. Til að koma í veg fyrir að ættartengsl eða klíkuskapur ráði hvaða læknanemar eru ráðnir í læknisstöður hafa læknanemar búið til ráðningakerfi. Þar ræður hlutkesti hverjir fá að velja fyrst úr potti af læknisstöðum. Haldnir eru ráðningafundir mánaðarlega og sá stærsti er í byrjun apríl ár hvert en þá er úthlutað stöðum fyrir sumarið. Sumir stefna út í hérað en aðrir kjósa heldur vinnu á spítölum þar sem læknar með lengri starfsreynslu styðja við bakið á þeim sem enn eru blautir á bak við eyrun. Spítalaumhverfið er flestum vel kunnugt enda fer bróðurparturinn af verknáminu fram þar. Héraðslækningar eru hins vegar framandi í augum læknanema. Eftir sumarráðningafund átta margir sig á því að þeir vita í raun ekki hvað bíður þeirra um sumarið. Grein þessari er ætlað að upplýsa læknanema um hvað felst í því að vera afleysari í héraði. Haft var samband við flestar heilsugæslustöðvar úti á landi sem ráðið hafa til sín læknanema í afleysingar undanfarin ár. Fenginn var fulltrúi frá hverri heilsugæslu til að skrifa stutta lýsingu á staðnum. Ennfremur var fengin umsögn læknanema eða unglæknis sem hafði reynslu af vinnu á staðnum. Ritnefnd Læknanemans þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við ritun þessarar greinar. Heilsugæslan á Akranesi Upplýsingar frá Reyni Þorsteinssyni, yfirlækni. Þjónustusvæði HA liggur úr Hvalfjarðarbotni norður fyrir Hafnar- fjall. Heilsugæslustöðin er sambyggð Sjúkrahúsi Akraness sem sinnirflestum bráðatilvikum. Til Reykjavíkur er um 30 mín. akstur ef mikið liggur við. íbúar svæðisins eru um 6300 þar af um 5500 á Akranesi. Þrjár stöður lækna eru á Akranesi. Einn læknir er á vakt á heilsugæslunni en annar á bakvakt! í starfsmannabústað er gistiaðstaða sem ekki er greitt fyrir ef um stuttar afleysingar er að ræða. Aðstaðan rúmar ekki stóra fjölskyldu. Afleysarar þurfa að hafa eigin bíl til afnota. Greitt er fyrir ferðir í göngin við komu og brottför og hóflega þess á milli. Unnið er með græna miða á vöktum. Vaktir eru að jafnaði þrískiptar en samkomulag um annað. Á vakt virka daga þarf læknir að sinna frá 3-10 sjúk- lingum en mun meira um helgar. Þjálfaðir sjúkraflutningamenn sinna sjúkraflutningum. Umsögn unglæknis: Ég var þarna sumarið 2004, þ.e. frá síðustu helginni í maí til 1. sept. Vinnuálagið er hæfilegt, maður er með móttöku alla daga frá 09-16 og símatíma einnig alla daga vikunnar í 1 klst. Vaktir eru venjulega þrískiptar og hægt að fá fleiri ef mann fýsir í það. Vinnuaðstaðan er góð og bak við sjúkrahúsið er hús þar sem eru nokkur svefnherbergi og eldhúsaðstaða og sjónvarpsher- bergi þannig að það er ekki á neinn hátt hægt að kvarta yfir aðstöðunni, hvorki í vinnu né vöktum. Starfsfólkið er með eindæmum yndislegt og gott að leita til allra þarna. Sérfræðingar á staðnum taka allir vel í fyrirspurnir frá manni og eru alltaf reiðu- búnir að hjálpa og svara spurningum frá manni. Einnig er alveg frábært að geta labbað upp á deild og hitt þá sem maður leggur inn og fylgjast með hvernig viðkomandi hefur það sem er virki- legur kostur. Maður sér allt nema slys og saumaskap sem allt fer á slysó á sjúkrahúsinu þannig að það er lítið um svoleiðis nema helst þegar hátíð er í bænum og allt yfirfyllist. Þá reynir maður að taka yfirfallið og það sem þeir vísa á mann á vaktinni. Laun eru sanngjörn og góð ef maður er til í að taka slatta af vöktum. Ef menn eru golfarar er hægt að vera á þessum flotta golfvelli sem er innan bæjarmarkanna og er maður skotstund af honum hvert sem er í bæinn. Bakaríin eru tvö og annað ber af. Það er í litlu húsi við torgið, man ekki alveg hvað það heitir, svo er fínt gym og sundlaug en maður er nú ekki mikið í sundi á vöktunum. Mér leið vel á Heilsugæslunni á Akranesi og fannst mjög gott að fá að vinna þar og mæli eindregið með því. Heilsugæslustöðin á Akureyri Upplýsingar frá Pétri Péturssyni, yfirlækni. Heilsugæzlustöðin er í 11/2 km fjarlægð frá hátæknisjúkrahúsi (sem raunar sinnir ekki brjósthols- eða heilaskurðlækningum). Samgöngur innan héraðsins eru afar góðar og eru nánast allir vegir lagðir bundnu slitlagi. Útstöðvar eru á Grenivík í 50 km fjar- LÆKNANEMINN 2005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.