Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 35

Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 35
Sumarvinna í héraði einnig verið að greiða ferðakostnað fyrir afleysingamenn. Álag á vöktum er lítið. Það veldur því að lítið verður af grænum miðum. Algengt er að einingafjöldi eftir mánuðinn sé nálægt 500. Vakta- samvinna er við Ólafsfjörð um helgar. Á sumrin hefur þessi samvinna oft verið nánarí, allt eftir því hvað afleysarar vilja sjálfir. Þetta þýðir venjulega að fólk er á vakt þriðju hverja helgi og er þá með bæði héruðin. Þetta er auðveld viðbót sem tvöfaldar vaktalaunin enda þá greidd vaktalaun frá báðum héruðunum. Það er mjög erfitt að segja til um fjölda einstaklinga sem sinnt er á vöktum. Á venjulegum hversdagsvöktum sér maður um 1-2 en um helgar 4-5 á sólarhring. Næturútköll eru fátíð. Umsögn unglæknis: Upptökusvæði ca. 2500 manns og þetta er H2 stöð. Meðtalið er Árskógssandur, Hauganes og Hrísey. Farið er í Hrísey tvisvar í viku og fannst læknanemanum það góð tilbreyting. íbúð til umráða ca. 60-70 fm, 2 herbergja með öllu því helsta (þvotta- vél, sjónvarp). Vaktir eru tvískiptar en þrískiptar um helgar með Ólafsfirði. Þannig að þriðju hverja helgi er viðkomandi með Dalvík og Ólafsfjörð saman. Rólegt er á vöktunum, ca 2-5 hring- ingar á vakt. Grænir teknir með en eru ekki það margir. Vaktbíll á staðnum (Rav4), sem skiptist milli þeirra sem eru á vakt. Heilsugæslan er vel tækjum búin með litla rannsóknastofu sem hægt er að gera það helsta á staðnum, annars sent á FSA. Gott aðgengi að læknum á FSA, ca 35 km frá Dalvík. Hentar mjög vel fyrir þá sem vilja hafa það gott yfir sumarið, tilvalið fyrir fjöl- skyldur, góð sundlaug í næsta húsi og golfvöllur á staðnum. Heilsugæslan á Egilsstöðum Upplýsingar frá Pétri Heimissyni, yfirlækni. Egilsstaðalæknishérað er víðfeðmt með miðju á Egilsstöðum. Heilbrigðisstofnunin á Egilsstöðum er ein 8 deilda Heilbrigðis- stofnunar Austurlands ( HSA ). Á Egilsstöðum eru heilsugæslu- stöð og sjúkrahús samrekin í einu og sama húsinu. Læknar eru hinir sömu á sjúkrahúsi og heilsugæslu og eru á vakt á báðum stöðum í einu. Frá Stöðinni eru 110 km á þann sveitabæ sem lengst er í burtu og 95 km að Kárahnjúkum. Landbúnaður og þjónusta einkenna atvinnusvæðið. Einnar klst. akstur er á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Neskaupsstað og 3 klst. akstur á FSA. í alvarlegum slysa- og veikindatilfellum er oft notað sjúkraflug ef þörf er á hátæknisjúkrahúsi. Algengur biðtími eftir sjúkraflugvél er 1,5-2 klst. eftir útkall. íbúafjöldi er um 3.500 + ca 1500 manns að vinna við Kárahnjúkverkefnið. Fjórir (e.t.v. fimm á komandi sumri) læknar að störfum ef allt er eðlilegt. Alltaf 2 læknar á vakt, þ.e. einn á vakt og annar á bakvakt. Læknanemi tekur þátt í vakt en ekkí bakvakt. Lækni á bakvakt er ætlað að vera mjög aðgengilegur, sérstaklega fyrir læknanema sem tekur vakt. Læknir á bakvakt er alltaf með fullt lækningaleyfi. Stofnunin útvegar húsnæði sem reynt er að sníða að einstaklingsbundnum þörfum. Húsnæðið er leigt lækninum á mjög sanngjörnum kjörum. Greitt er fyrir græna seðla á vakt, þ.e. utan dagvinnu- tíma. Að sumri til er almennt mikið að gera á vöktum vegna mikils ferðamannastraums. Umsögn unglæknis: Fyrstu sporin sem ég tók í heilsugæslu voru á Egilsstöðum um jólin þegar ég var á fimmta ári eða síðla árs 2002. Þá strax kunni ég vel við staðinn og vinnuumhverfið. Ég fór aftur þegar ég var í námi á 6. ári en í millitíðinni hafði ég verið á Heilsugæslunni í Keflavík. Það lá því ágætlega við að taka kandidatsskylduna þar enda hafði ég kunnað vel við mig á staðnum og þekkti til aðstæðna. Því var ég þar við störf í rúma 3 mánuði sumarið 2004. Vinnuálagið getur verið nokkuð mikið og er áberandi meira að gera yfir sumarið vegna ferðamanna. Þá daga sem maður er á vakt er svokölluð flýtivakt eftir hádegi og þá bókað á 10 min fresti. Erindin eru þá misþung, allt frá einföldum málum og svo þurfti að sinna stærri útköllum ef einhver voru. Þegar mest var þá voru allt að 35-40 samskipti með símtölum yfir dagvinnuna en yfirleitt var það minna. Aðra daga var hefðbundið stofuálag sem var sanngjarnt og réði maður nokkuð bókunum sjálfur þá daga. Vaktirnar voru nokkuð misjafnar, yfirleitt nokkrar komur fram að kvöldmat og svo símtöl. Almennt má gera ráð fyrir að sofa yfir næturnar en það er þó ekki alltaf og er nokkur munur á vetri og sumri og þá mun fjörugra yfir sumarið. Vakta- fjöldi er nokkuð mismunandi og fer eftir mönnun, allt frá 2. hvern dag og svo sjaldnar. Aðstaðan á staðnum er ágæt. Manni er útvegað húsnæði sem í sjálfu sér er ekki ríkulega útbúið en stenst ábyggilega samanburð annars staðar á landinu. Stöðin er með 4-5 læknum og einnig er lítið sjúkrahús sem er almenn hjúkrunardeild en hægt er að leggja þar inn og meðhöndla ef aðstæður leyfa. Annars er Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaups- stað næsti staður en þangað er um 1 klst. akstur á löglegum hraða. Mikið er skipt við FSA og þá oft notað sjúkraflug en einnig er farið með sjúklinga til Reykjavíkur ef svo ber undir. Það er röntgenaðstaða og meinatæknir á staðnum en þú hefur aðeins aðgang að almennum blóðprufum á dagvinnu en röntgenmyndir tekur maður sjálfur. Almennt er vinnuaðstaðan góð og starfs- fólkið hjálplegt. Allir sérfræðingarnir á staðnum eru mjög hjálp- legir og kennsluvænir og vel rútineraðir í því að hafa kandidata á staðnum. Á vöktum er alltaf sérfræðingur á bakvakt með 2ja tíma útkallsfrest en nær undantekningalaust eru þeir á staðnum og því ekki langt undan. Starfið er mjög fjölbreytt enda svæðið stórt og nokkur fjöldi á því sem margfaldast yfir sumarið. Um er að ræða almenn heilsugæslustörf en mikið er af smáslysum, sérstaklega yfir sumarið. Einnig þarf að sinna öllum bráðamálum sem koma upp í héraðinu og eins og áður segir er héraðið stórt og oft langt að fara. Launin eru sanngjörn en fara eftir vöktum og hversu mikið er að gera á þeim. Vaktakaupið er almennt nokkuð gott enda er maður bæði á vakt á heilsugæslunni og sjúkrahúsinu á sama tíma. Segja má að flest af því sem maður þarfnast sé á svæðinu, tam. ÁTVR, Bónus og BT. Veitingahúsa- menningin er bæríleg en það gengur þó ekki að borða úti hvert kvöld. Almennt eru flatbökur vondar á Egilsstöðum! Fyrir þá sem hafa áhuga er nokkuð um veiði og hægt að fara á hreindýr ef góður fyrirvari er hafður á. Sæmilegur golfvöllur er á staðnum sem er sérstaklega góður fyir byrjendur en umferðin um hann er frekar lítil og enginn að reka á eftir manni ólíkt því sem er hér í bænum. Þess fyrir utan býður svæðið upp á ýmsa skemmtilega ferðamöguleika sem vert er að athuga enda á maður ekki leið LÆKNANEMINN 2005 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.