Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2005, Qupperneq 36

Læknaneminn - 01.04.2005, Qupperneq 36
Sumarvinna í héraði þarna um svo oft þess fyrir utan. Að mínu mati er staðurinn mjög heppilegur til þess að vinna í heilsugæslu. Þar skiptir mestu hversu fjölbreytt viðfangsefnin eru og nálægð við sérfræðingana og ef fólk er almennt tilbúið til þess að vera út á landi í heilsu- gæslu að þá er þetta ábyggilega einn af betri stöðunum til að vera á. Heilsugæslan á Eskifirði Upplýsingar frá Hannesi Sigmarssyni, yfirlaekni. Eskifjarðarlæknishérað nær frá Vattanesi að Gerpi, tekur yfir hluta Fáskrúðsfjarðahrepps og tvö þéttbýli í Fjarðabyggð, Eski- fjörð og Reyðarfjörð. Búist er við miklum umsvifum og mann- fjölda á svæðinu næstu tvö ár á meðan á uppbyggingu stóriðju stendur og Ijóst er að íbúum fjölgar umtalsvert á svæði heilsu- gæslustöðvanna á Eskifirði og á Reyðarfirði, en báðar stöðv- arnar eru H1 stöð tímabundið. Núna eru 2200-2300 manns á svæðinu með íbúunum sem eru 1700. f september á þessu ári er gert ráð fyrir að fólksfjöldinn verði samtals 3200 manns. Tveir yfirlæknar eru á svæðinu, einn á Reyðarfirði og annar á Eskifirði og eru þeir með samstarf sín á milli. Ætlast er til þess að álagi vegna álversframkvæmda dreifist jafnt á báða læknana. Stefnt er á að ráða þriðja lækninn á svæðið en óljóst er hvenær hann mun byrja. Vaktir eru tvískiptar, G1 og G2. G1 alla daga og G2 alla virka daga. í stuttu máli má segja að lækningastarf sé mjög fjölbreytt á Eskifirði og á Reyðarfirði og hafa þeir ungu læknar sem hér hafa komið og leyst af og einnig reyndari læknar tjáð sig um það. Telja þeir samvinnu við hjúkrunarfræðingatil fyrirmyndar og eru verulega ánægðir með það samstarf sem skapast við Ijósmóður og hjúkrunarfræðinga. Þá tala afleysingalæknar um að hér sé fullmikið að gera. Læknabústaður verður á Eskifirði og væntanlega einnig nýr bústaður á Reyðarfirði. Hvor læknir hefur bíl til umráða. Heilsugæslustöðvarnar á Eskifirði og Reyðarfirði hafa löngum notið mikillar velvildar einstaklinga, félagasamtaka og stofnanna á Austurlandi sem gefið hafa stóran hluta af tækja- kosti bæði á Eskifirði og Reyðarfirði. Telja má að báðar stöðv- arnar séu nokkuð vel tækjum búnar. Röntgen og augnsmásjá eru á Eskifirði. Umsögn unglæknis: Ég var á Eskifirði/Reyðarfirði yfir jól og áramót 2003/2004. Þetta eru tvær stöðvar sem eru mannaðar af einum lækni (ættu klár- lega að vera tveir). Það var mikið að gera, móttaka var oftast til 18 á daginn og töluvert á vaktinni. Ég bjó í einbýlishúsi, sem er staðsett á Reyðarfirði, en þar sem að talsvert meira er að gera á Eskifirði er mikið af akstri þarna á milli. Vinnuaðstaða, starfs- fólk og mórall þarna er góður. Þetta er heilsugæsla með þeirri breidd viðfangsefna sem þeim fylgja, einnig er þarna dvalar- heimili sem maður kíkir á 2-3 í viku. Það er tiltölulega stutt á Sjúkrahúsið á Neskaupstað sem er þægilegt. Laun eru skv. taxta en vegna þess hve mikið er að gera verður lokatalan sæmileg. Ég hef trúlega skekkta mynd af því að vera þarna. Mér fannst ég eyða jólunum þarna, meira og minna í Skoda-station keyrandi á milli fjarða, í blindhríð. Aðstaðan er hinsvegar góð og yfirlæknir og samstarfsfólk hið besta. Heilsugæslan á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði Upplýsingar frá Hjördísi Garðarsdóttur, rekstrarstjóra. Fáskrúðsfjörður liggur sunnan við Reyðarfjörð og Stöðvarfjörður er þar næst fyrir sunnan. Meðaltími á sjúkrahúsið á Neskaup- stað er nú ca. 1,20 klst en verður 40 mínútur eftir að jarðgöng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar verða tekin í notkun ( ágúst 2005. Um ferð á hátæknisjúkrahús gildir það að pantað er sjúkraflug frá Akureyri sem kemur þá á flugvöllinn á Egilsstöðum en þangað er klukkustundar ferð í dag en styttist í 30 mín þegar göngin eru komin í gagnið. Tæplega 1.000 manns þúa á svæði heilsugæslunnar. Einn læknir þjónar svæðinu og er á vakt allan sólarhringinn. Afleysingalæknir býr í læknisbústaðnum sem er ágætur og það er engin leiga. Hann fær bíl til umráða sem tilheyrir læknishéraðinu. Greitt er fyrir flugferðir til og frá staðnum. Grænir miðar eru greiddir eftir að dagvinnu lýkur kl. 17:00. Að mati heilsugæslulæknis er vakt yfirleitt róleg. Umsögn unglæknis: Unglæknir var á staðnum sumarið 2002. Alltaf var nóg að gera á stofunni en rólegt á vaktinni. Venjulega var einn contact á vakt- inni, símtal eða samráðskvaðning. Síðan sinnir maður líka hjúkr- unarheimili. Ekki hægt að kvarta yfir of miklu álagi í svona törn, en það er ekkert frí. Þetta er ágætlega búin stöð með öllum helstu græjunum, s.s. röntgen, stuðtækl og sjúkrabíl. Ég var í einbýlishúsi með alls kyns æfingagræjum s.s. hlaupabretti, stóru sjónvarpi og fullt af DVD. Grill úti á svölum. Fínn vaktbíll sem maður notar sem sinn eiginn. Maður er eini læknirinn á staðnum og alltaf á vakt og ekki með bakvakt. Starfsfólkið er annars fínt og góðir hjúkrunarfræðingar bæði á elliheimilinu og á stöðinni. Þarna er náttúrulega ekki margt fólk en það dúkkar ýmislegt upp. Ég myndi segja að heilsugæsla úti á landi sé almennt fjöl- breytt starf. Maður verður að bjarga sér. Laun voru ágæt. Ég held að þau séu sanngjörn miðað við að þarna fer fólk sem ekkert kann. Það er lítið hægt að bregða sér af bæ, en þó er hægt að skella sér til Egilsstaða án þess að það sé mikið mál. Þar er allt til alls, þ.e. Bónus og veitingastaðir. Fín sundlaug á Stöðvarfirði sem maður nýtti sér grimmt. Svo er mokveiði þarna í firðinum (bryggjunni) þegar skipin koma til að landa. Það er líka gaman að fara út að borða á Breiðdalsvík og fleiri litlum sveita- hótelum þarna í kring. Ég get vel mælt með þessu en þetta er mjög afskekkt. Fólk skýst ekki í heimsókn því það tekur a.m.k. 9 klst að keyra og þetta er krókur útfrá hringveginum. Heilsugæslan á Grundarfirði Upplýsingar frá Erlingi Huga Kristvinssyni, yfirlækni. Heilsugæslustöð Grundarfjarðar er staðsett í Grundarfirði, norð- anvert á Snæfellsnesinu miðju. Það er um 90 mín. akstur til Akraness sem er það sjúkrahús sem þjónar okkur hvað mest. Þurfi maður til Reykjavíkur þá eru það um 2 tímar. Það er minna sjúkrahús í Stykkishólmi sem hægt er að leggja inn í hvíldarinn- lagnir og til að koma að baksjúklingum í þjálfun. Bráða lyfjameð- ferðir og því um líkt er ekki að ræða. Svæðið nær yfir sveitafé- lagið Grundarfjörð, er ekki stórt, u.þ.b. 10 km radíus í allar áttir, 34 LÆKNANEMINN 2005
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.