Læknaneminn - 01.04.2005, Page 37

Læknaneminn - 01.04.2005, Page 37
Sumarvinna í héraði nær frá Hraunsfirði í austri til Búlandshöfða í vestrí. íbúafjöldi er um 950 manns. Einn læknir á vakt, þetta er H1 stöð. Ekki nein bakvakt. Það er þó stutt til Ólafsvíkur og Stykkishólms og hafa læknar þar litið eftir héraðinu þurfi læknir að yfirgefa svæðið í sjúkraflutning. Fyrir stutta afleysingu (1-2 mán.) hefur ekki verið rukkuð húsaleiga en það er samnings atriði. Annars er húsa- leigan 35.000 á mánuði sé um langtíma ráðningu að ræð. Hiti og rafmagn er um 10-12.000 á mánuði. Hér er læknisbústaður, 175 m2 með bílskúr, bíll fylgir. Þannig góð aðstaða fyrir fjöl- skyldufólk. Ferðir eru greiddar fyrir afleysingarlækninn til og frá staðnum. Grænir miðar sem falla til utan dagvinnutíma (17:00-09:00) fær maður greidda. Rukka þarf heilsugæsluna beint. Allar vaktir eru innifaldar, ákveðin fjöldi yfirvinnu tíma er fyrir að sinna bæði Kvíabryggju og dvalarheimilinu Fellaskjól. Á vöktum er yfirleitt rólegt. Símtöl eru u.þ.b. 2 - 3 á vakt. Vitjanir virka daga eru u.þ.b. ein annan hvern dag og 0-8 um helgar, þannig að staðurinn er rólegur. Alls eru um 25-35 ferðir sjúkra- bíls á ári og fer læknir með eftir þörfum. Það eru alltaf 2 sjúkra- flutningsmenn með í hverri ferð. Staðan er yfirlæknisstaða með möguleika á helgunarálagi enda sinni læknir ekki öðru launuðu starfi samtímis. Heilbrigðisstofnunin Hólmavík Upplýsingar frá Jóhanni Birni Arngrímssyni, framkvæmda- stjóra. Frá Reykjavík til Hólmavíkur eru 273 km í gegnum Hvalfjarðar- göng. Starfssvæðið nær yfir Broddaneshrepp, Hólmavíkur- hrepp, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp og vinnuálagið ekki mjög mikið. Vinnuaðstaðan var góð og ágætur læknisbústaður. Stofnunin skiptist í heilsugæslusvið og sjúkrasvið. Heilsugæslu- sviðið er H1 stöð. Það er H stöð í Norðurfirði með móttöku á 2ja vikna fresti og einnig sjúklingamóttaka á Drangsnesi á 3ja vikna fresti yfir vetrarmánuðina. Næsta sjúkrahús er á Akranesi í 237 km fjarlægð. Sjúkraflutningar eru með sjúkrabifreið sem er á staðnum eða sjúkraflugi, þá oftast til Reykjavíkur. Sjúkraflutn- ingar geta verið frá 2 klst. eða lengur eftir aðstæðum. Á sjúkra- sviði eru 12 hjúkrunarrúm og eitt bráðarúm. (búar læknishér- aðsins eru um 720. Húsnæði vaktlæknis er sérfræðingsíbúð sem er áföst heilsugæslu, ca 28 fm. Einnig er læknisbústaður fyrir fastráðinn lækni. Bifreið til afnota fyrir lækni í vitjanir, en ekki til einkaafnota. Ekki hafa verið sérstök fríðindi og ekki hefur verið greitt fyrir ferðir til og frá staðnum. Greitt hefur verið fyrir græna seðla á heilsugæslusviði. Læknir er á gæsluvakt 1,24 tíma vakt, allan ráðningartímann. Fjöldi tilfella eftir dagvinnu er á bilinu 0-6. Umsögn unglæknis: Unglæknirinn var á staðnum jólin 2001. Vinnuumhverfið var fremur afslappað sérfræðingarnir voru vinveittir og starfsfólkið almennt fínt. Það var allgóður fjölbreytileiki í dagsverkunum. Launin voru sanngjörn engin önnur fríðindi voru fyrir hendi. Golf- völlur og sundlaug á staðnum. Almennt séð var prýðilegt að vinna á Hólmavík. Heilsugæslan á Hveragerði Upplýsingar frá Herdísi Þórðardóttur, framkvæmdastjóra. Heilsugæslan í Hveragerði þjónar bænum sjálfum og dreifbýli Ölfushrepps. Um 2.450 manns búa á þessu svæði. Haustið 2004 voru vaktsvæði Hveragerðis, Selfoss og Ölfus sameinuð og sinna um 10 læknar vaktþjónustu. Nær það svæði frá Klaustri að Þorlákshöfn. Frá 16 til 20 eru tveir læknar á vakt í móttöku. Frá 20 til 8 næsta morgun er einn læknir á vakt og annar á bakvakt. Grænir miðar eru á vöktum. Gistiaðstaða er á heilsugæslunni. Mikið álag er á hverri vakt og hefur það lítið breyst eftir sameininguna. Læknanemi í afleysingu á möguleika á að komast inn í áðurnefnt vaktkerfi. Næsta sjúkrahús er í 10 mínútna akstursfjarlægð (Sjúkrahús Suðurlands) og bílferð til Reykjavíkur tekur rúman hálftíma. Umsögn unglæknis: Þegar læknaneminn var þarna náði svæðið yfir Hveragerði, Ölfus og Þorlákshöfn. Hann keyrði á milli þegar um dagvinnu var að ræða. Hann gisti á vöktunum á heilsugæslunni. Á vöktunum var mismikið að gera. Fyrst um sumarið voru um 15 til 20 komur á vaktinni þegar mest var að gera. Mikið er um hestamenn á svæðinu og er ekki óalgengt að þeir detti og slasi sig. Bílastyrkur var greiddur. Þegar líða tók á sumar var minna að gera á vökt- unum. Þá var legið í sundlauginni og spókað sig í sólinni uns vaktsíminn hringdi. Heilsugæslan á Höfn Upplýsingar frá Ragnhildi Magnúsdóttur, yfirlækni. Höfn er stórt hérað, sem nær ca 160km í vestur, tæpa 100km í austur og álíka langt upp á Vatnajökul. Við sendum mest til Reykjavíkur og þá með sjúkraflugi. Það tekur 1-1.5 tíma að fá sjúkravél frá Akureyri og er um klukkutímaflug til Reykjavíkur. Þyrlan er kannski klukkutímann til okkar líka. Landfræðilega er Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupsstað álíka langt frá en samgöngur þangað verri svo við sendum fyrst og fremst til Reykjavíkur og til Akureyrar. Við sendum nánast aldrei sjúkrabíl- inn svona langt, en fólk keyrir mikið á eigin vegum. Það búa 2500 manns í öllu héraðinu, u.þ.b. 1700 á Höfn en á sumrin eykst umferð verulega vegna ferðamanna, bæði innlendra og erlendra. Heilsugæslulæknir hér sinnir líka hjúkrun- arheimilinu og þar eru bráðasjúkrarými. Á stofutíma er nóg að gera fyrir tvo lækna þ.m.t. stofugangar á deild, ungbarnaeftirlit, og önnur vinna. Hér er að staðaldri reynt að hafa tvo lækna, einn á vakt og annan á bakvakt. Við höfum útvegað húsnæði fyrir afleysara og er ekki greidd leiga í styttri afleysingum, svo ræðst það af fjölskyldustærð hvort húsnæðið hentar. Það hefur verið greitt fyrir ferðir. Bíll fylgir vakt- inni en ekki bakvaktinni. Greitt er fyrir unnin verk á vakttíma, að meðaltali kannski 700-800 einingar í mánuði á tvískiptri vakt. Síðan er greitt fyrir vottorð. Oftast eru tvískiptar vaktir og svo gæsluvakt 2 eða bakvakt þess á milli. Það fer eftir hversu reyndur læknir er á móti manni, hversu langt maður leyfir sér að fara á bakvaktinni. Álagið er mjög breytilegt og ekki hægt að LÆKNANEMINN 2005 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.