Læknaneminn - 01.04.2005, Page 38

Læknaneminn - 01.04.2005, Page 38
Sumarvinna í héraði segja til um meðalfjölda sjúklinga á vakt. Það getur verið mjög rólegt (1 -2 sjúkl á vakt) en svo ef eitthvað er tekur það heilmikla vinnu því að hér er engin vakt hjúkrunarfólks eða rannsókn, því sinnum við sjálf. Hér er Ijósmóðir og er læknir viðstaddur fæðingarnar. Heilbrigðisstofnun ísafjarðar Upplýsingar frá Þorsteini Jóhannessyni, yfirlækni. Heilsugæslan og Fjórðungssjúkrahúsið eru staðsett á ísafirði. Næsta sjúkrahús er í Reykjavík, flugtími 45mín, keyrslutími 5klst. Reynt er að sinna öllum tilfellum sem deildarskipt sjúkrahús ræður við en annað fer langoftast til Reykjavíkur. Heilsugæslu- stöð er á ísafirði og Flateyri en það eru heilsugæslusel (HO) í Súðavík, á Suðureyri og Þingeyri. Hjúkrunarkonur er búsettar á Flateyri og Þingeyri og starfa á stöðvunum þar. ( ísafjarðarbæ búa um 4300 íbúar og sinnir heilsugæslan þeim auk íbúum Súðavíkurhrepps en íbúar hans eru 230. Fjórðungssjúkrahúsið er svo aftur með stærra upptökusvæði þar sem Bolungarvík telst með en íbúar þar eru um 1000. Suðurfirðirnir nota Fjórð- ungssjúkrahúsið eilítíð á sumrin. Á heilsugæslunni starfa nú þrír læknar og sinna einnig Suðureyri 1/2 dag í viku, Súðavík 1/2 dag í viku og Þingeyri 1/2 dag í viku. Einnig er heilsugæslulæknir búsettur á Flateyri sem sinnir þeim stað og fer 1/2 dag í viku til Þingeyrar. Við Fjórðungssjúkrahúsið eru starfandi tveir læknar; lyf- og skurðlæknir. Heilsugæslulæknar skipta með sér vöktum sem eru tvær, þ.e. forvakt sem er alltaf til taks og bakvakt. Heilsugæslan er með leiguíbúðir á sínum snærum, sem eru full- búnar húsgögnum. Flugfar er borgað fyrir lækna „heiman og heim“. Vaktlæknir á hverjum tíma hefur vaktbíl til umráða. Vakt- agreiðslur eru miðaðar við sjúkrahústaxta og því er ekki greitt fyrir Græna seðla. Ekki eru til neinar tölur um fjölda sjúklinga sem sinna þarf á vakt, oftast er lítill erill á næturnar en oft nóg að gera fram yfir „kvöldmat". Umsögn unglæknis; Unglæknir var á staðnum sumarið 2004. Vaktafjöldi var pass- legur; tvær forvaktir og tvær bakvaktir í viku. Mjög lítið að gera á bakvöktum, aðeins kallað í hana til aðstoðar við bráðaaðgerðir (botnlangar etc.) eða til að fara með í sjúkraflug. Persónulega var aldrei kallað á mig allt sumarið. Héraðið er mátulega vel uppalið, mikið af ferðamönnum um sumar, talsvert að gera um helgar en stundum ekki neitt. Aðstaða á heilsgæslu er þægileg, hjúkkur sjá að mestu um ungbarna- og mæðravernd. Meina/Rtg- tæknar sjá um ALL4R blóðprufur og röntgenmyndir, og eru á vakt allan sólarhringinn og koma glaðir inn um nótt til að taka mynd eða blóðprufur ef vaktlæknir telur þörf vera á. Einnig er vakthjúkka tíl aðstoðar á „Slysó“, ef maður skyldi lítið kunna á umbúðir o.s.frv. Þarna eru glæsilegar nýjar íbúðir á vegum sjúkrahússins, allt til alls og allar græjur í eldhúsinu (espresso vél o.s.frv.). Tveir mjög góðir sérfræðingar eru á staðnum; yfirlækn- irinn, sem er skurðlæknir, og svo meltingasérfræðingur, nýfluttur frá USA. Báðir mjög samviskusamir og vilja láta hringja í sig. Hjúkrunarfræðingar eru góðir, yfirhjúkkan er svæfingahjúkka og karlmaður. 1 -2 sinnum í viku er utanbæjarheilsugæslum sinnt og er það skemmtileg tilbreyting (Súðavík(IOmín), Suðureyri, Flat- eyri, Þingeyri(40mín)). Launin eru föst, engir grænir, en á móti kemur að vaktakaupið er þeim mun hærra og t.a.m. mætti hugsa bakvaktarkaupið sem launauppbót þar sem (lítið sem) ekkert álag er á þeim vöktum. Miðað við álag sem var sumarið 2004 græddi ég á því að fá föst laun en ekki laun miðað við vinnu (s.s. græna miða). Þarna er hægt að fara á kayak, í sjóferðir og stutt er á Hornstrandir. Golfvöllur á ísafirði og í Bolungarvík (spítalamót í ágúst). Aðeins innisundlaug á ísafirði en flott útilaug á Suðureyri. Bakvaktin er með jeppa og má skreppa upp á fjöll (útkallstími um 2 klst.). Það var gott veður sl. sumar. Heilsugæslan á Laugarási Upplýsingar frá Gylfa Haraldssyni, yfirlækni. Svæðið nær austur frá Þjórsá og vestur að Sogi. Þetta eru í raun gömlu sex hrepparnir í sveitum Árnessýslu. Rúmur hálftími er að Sjúkrahúsi suðurlands og rúmur klukkutími á löglegum hraða til Reykjavíkur. Á svæðinu búa 2.860 manns auk sumarhúsa en þau eru 4.600 talsins. Þegar mikið er um að vera getur fjöldi sumarhúsagesta náð 10.000 og fer helmingur allrar helgarvinnu í sumarhúsafólk. Tveir heilsugæslulæknar vinna saman og skipta með sér vöktum. Þeir sinna heilsugæslu við Laugarvatn tvo eftirmiðdaga í viku. Bakvakt er til staðar fyrir læknanema nema þegar læknarnir eru báðir í fríi. íbúð er í boði gegn vægri leigu og ferðaþeningur er greiddur til og frá Reykjvík. Heilsu- gæslan er með tvo bíla og fylgir annar vaktinni. Grænir miðar eru greiddir og er nóg af vöktum í boði. Álag á vöktum er misjafnt og mest um helgar, 5-10 manns þegar mest er. Heilsugæslan á Ólafsfirði Upplýsingar frá Ásgeiri H. Bjarnasyni, yfirlækni. Ólafsfjarðarbær á Tröllaskaga í Eyjafjarðarsýslu. Héraðið samanstendur af bæjarbúum Ólafsfjarðar sem eru 990 talsins. Hjúkrunar og öldrunarheimili er sambyggt heilsugæslunni og er vaktasamvinna með Dalvík eftir samkomulagi. Sjúkrahúsið á Akureyri (FSA) er í 40 mínútna akstursfjarlægð. Afleysingalæknir fær þriggja herbergja íbúð frítt. í Ólafsfirði er góður níu holu golf- völlur og er hægt að vera í golfi á vaktinni. Ferðir til og frá Ólafs- firði eru greiddar og á staðnum er vel útbúinn vaktbíll. Grænir miðar eru greiddir í útköllum á vaktinni og einnig eru greiðslur fyrir röntgen. í boði eru vaktir alla daga ef vill en annars samvakt með Dalvík eftir samkomulagi og þá sérstaklega um helgar. Álag á vöktum er mjög lítið. 36 LÆKNANEMINN 2005
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.