Læknaneminn - 01.04.2005, Page 39

Læknaneminn - 01.04.2005, Page 39
Sumarvinna í héraði Heilsugæslan á Ólafsvík Upplýsingar frá Hrafni V. Friðrikssyni, yfirlækni. Heilsugæslustöðin er í Ólafsvík, stærsta þéttbýlinu í Snæfellsbæ á Snæfellsnesi. Stöðin er H2 stöð. Um 2,25 klt akstur til Reykja- víkur. Ýmist er ekið yfir Fróðárheiði eða um Grundarfjörð yfir Vatnaleiðina svonefndu. Vegir yfirleitt góðir. Snæfellsbær nær frá Staðarsveit sem er sunnanvert á Snæfellsnesi, í kringum Snæfellsjökul að Búlandshöfða að norðanverðu. Helstu þéttbýli eru Ólafsvík, Hellissandur, Rif og Arnarstapi. Sjávarútvegur er helsta atvinnugreinin en nokkur landbúnaður til sveita. Mikill vöxtur er í ferðamennsku síðustu ár einkum með tilkomu Snæfellsjökulsþjóðgarðsins. Meðaltími á Sjúkrahús Akraness með sjúkrabíl 1,5-2 klt, en til LSH 2-2,5 klt. allt eftir færð á vegum. í bráðatilfellum er þyrluþjónusta Landhelgisgæslunnar oft nýtt og má reikna með 1 klt frá útkalli til komu á LSH. Sjúkra- flug tekur samtals um 2,5 klt að minnsta kosti. Upptökusvæði er Snæfellsbær með tæplega 1.800 íbúa. Tveir læknar eru við stöðina. Alltaf einn læknir á vakt og hinn á bakvakt en í reynd er ekkí kallað á bakvaktina. Heilsugæslustöðin leggur til húsnæði fyrir lækni og fjölskyldu, læknir hefur vaktbíl á vakt. Leiga og ferðakostnaður er samníngsatriði. Læknir fær greiðsluseðla (grænir seðlar) greidda á vöktum. Læknir er einn á vakt nema um helgar þá er hjúkrunarfræðingur á bakvakt og á staðnum. Vakt er að jafnaði annan hvern dag eða viku eftir samkomulagi starfandi lækna. Álag er mismikið á vakt, frá 0-7 sjkl.. Dagvinnu- tími er frá kl. 08-16 og vakt og bakvakt greidd frá þeim tíma. Ekki er greitt fyrir vottorð. Gott samstarf er við Grundarfjörð sem er næsta heilsugæsluumdæmi. Heilsugæslan á Kirkjubæjarklaustri Upplýsingar frá Helgu Elídóttur, lækni. Heilsugæslan er staðsett á Kirkjubæjarklaustri. Þetta eru 270 km frá Reykjavík þannig að á löglegum hraða er maður 3 tíma á leiðinni í bæinn en í sjúkraflutningi er þetta ca 2,5 tími þegar færðin en góð. Ef flutningur er frá sveitunum getur þessi tími verið lengri. Yfirleitt er fólk lagt inn á LSH en þó kemur fyrir að við leggjum inn á Selfoss og það eru þá aðallega hjartabilanir, COPD, lungnabólgur, cellulitar og sárameðferð, kviðverkir stundum ofl. íbúar eru í kringum 540. í þorpinu eru ca 130 og restin hér í sveitunum í kring. Þetta er landfræðílega stórt hérað og getur verið þungt yfirferðar á veturna. Þetta eru Skaftártunga, Landbrotið og Meðalland, austur fyrir Núpsstað, Álftaver ( leita reyndar mest til Víkur) Öræfin (tilheyra Höfn en leita mikið á Klaustur). Heilsugæslustöðin erH1-stöð. Samstarfvið Lækninn í Vík eftir þörfum. Hér er 240 fermetra læknisbústaður með risa- vöxnum garði. Bíll fylgir stöðinni og notar hjúkkan hann líka í sínar vitjanir. Húsaleiga eftir samkomulagi, hefur oft verið 20.000 + hiti og rafmagn sem er 30.000 á mánuði. Væri örugglega hægt að díla um þetta. Húsið er stórt og ágætt en dálítið orðið sjúskað og þarfnast málningar og endurnýjunar á baðher- bergjum. Sauna er við húsið. Þegar læknir hefur verið hér fast- ráðinn hafa sumarafleysingar ekki haft þetta hús heldur litla skonsu sem er byggð við Heilsugæsluna. Umsögn unglæknis: Var á Kirkjubæjarklaustrí júlí/ágúst 2003. Héraðið er mjög stórt að flatarmáli og þetta er einmenningshérað. Vinnuálagið var mjög temmilegt í dagvinnunni, í raun ekki mikið álag þ.e. stofan er aðeins opin 1/2 daginn. Við bætist svo umsjón með dvalar- heimili sem er heimsótt fast 1x í viku og eftir þörfum. Hinsvegar var oft hringt af túristum og málin mis alvarleg. Hár meðalaldur er í héraðinu. Vinnuaðstaðan var ágæt þó að stöðin sé ekki búin öllum græjum. Einbýlishús eða lítil íbúð til umráða. Bæði ágætt. Annað starfsfólk er hjúkka og móttökuritari. Maður sér sjálfur um apótekið þegar stöðin er lokuð. Laun há en greidd voru stað- gengilslaun yfirlæknis þó að það sé ekki gefið. Krónísk vakt en þó hægt sé að semja við Vík. Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar Ekki bárust upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar. Umsögn unglæknis: Unglæknir var á staðnum sumarið 2004. Alltaf var reyndur læknir á staðnum sem hægt var að leita til. Álagið á dagvinnu- tíma var hóflegt. Móttakan var yfirleitt ekki full og því oftast hægt að bera strembin mál undir sérfræðinginn. Vaktirnar eru tvískiptar. Oftast komu ekki nema einn til tveir sjúklingar á vakt. Á þeim 45-50 vöktum sem ég tók var ég vakinn átta sinnum um nótt. Álagið á vöktunum er mest frá 15. júní og fram yfir verslun- armannahelgi, eftir það minnkaði álagið til muna. Vinnuaðstaðan var til fyrirmyndar, þarna eru tvö vel útbúin skoðunarherbergi, aðgerðarstofa og aðstaða til ungbarna- og mæðraverndar. Á efri hæðinni er hjúkrunardeild þar sem hjúkrunarfræðingur er alltaf á vakt og hægt að leggja sjúklinga inn til eftirlits og einfaldari meðferðar. Þarna er meinatæknir í vinnu sem getur mælt allt það helsta í blóði og þvagi. Tækjakostur er almennt góður, þ.á.m. nýlegt röntgentæki. Auk þeirra tækja sem ég nefni að ofan eru öll helstu tæki þar sem þarf til skoðunar. Heilbrigðisstofnunin býður uppá ágætlega útbúna þriggja herbergja íbúð sem er um 300 metra frá Heilbrigðisstofnuninni. Starfsfólkið er allt mjög vinalegt og tók mér vel. Þarna eru allir tilbúnir að sýna og kenna á þau tæki sem maður ekki kann á. Sérfræðingarnir voru tvær vikur í senn, þannig að með mér voru sex sérfræðingar yfir sumarið. Allir voru þeir vanir héraðsvinnu og tóku því mjög vel ef til þeirra var leitað. í héraðinu er maður í öllum störfum, taka röntgenmyndir og lesa úr, sauma sár, gifsa ofl. ofl. Auðvitað var mikið af því sama en svona í það heila voru það afar fjölbreytileg vandamál sem upp komu. Hvað viðvíkur launum þá er krónu- talan nokkuð há og sanngjörn myndi ég segja. Ég var á jafnað- arkaupi þannig að launin voru föst frá mánuði til mánaðar. Meðan ég var þarna voru launin svolítið á reiki. Ég mæli með því að næsti læknanemi sem fer þangað negli niður krónutöluna fyrirfram. Patreksfjörður er ágætur staður, allt til alls. Falleg nátt- úra í kring (Rauðisandur, Látrabjarg ofl.). Á Patreksfirði er svo 9 holu golfvöllur, ef einhver nennir svoleiðis. Mæli sérstaklega með pizzunni á veitingastaðnum Pósthúsið á Tálknafirði. LÆKNANEMINN 2005 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.