Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 40
Sumarvinna í héraði
Heilsugæsla Rangárþings
Upplýsingar frá Þóri B. Kolbeinssyni, lækni.
Heilsugæsla Rangárþings er nú orðin hluti af Heilbrigðisstofnun
Suðurlands og er staðsett í Rangárvallasýslu. Þar eru 2 heilsu-
gæslustöðar að Hellu og Hvolsvelli. 2 dvalarheimili aldraðra eru
á svæðinu, Kirkjuhvoll á Hvolsvelli sem hefur um 35 öldrunar-
pláss og Lundur á Hellu er með 25 hjúkrunarpláss og 8 dvalar-
heimilispláss. Næsta sjúkrahús er á Selfossi, 35 km frá Hellu,
rúmlega 20 mín akstur. Sé þörf á hátæknisjúkrahúsi er farið á
LSH, 100km frá Hellu. íbúafjöldi á svæðinu er 3100 manns.
Mikið er þó af heilsársbústöðum svo mikill fjöldi getur dvalist á
svæðinu auk síðan ferðamanna. Vaktsvæðið í Rangárþingi er
stórt. Það nær frá Þjórsá að vestan og rúmlega 90 km í austur-
átt að Holtsós. Það nær inn á mitt hálendið og er sölu- og gisti-
staðurinn Nýidalur á Sprengisandsleið um 220 km inn í landi og
að austanverðu nær svæðið að Vatnajökli við Jökulheima. Á
hálendinu eru fjölmargir vinsælir ferðamannastaðir sem sinnt er
eins og Þórisvatn, Veiðivötn, Landmannalaugar, Hekla, „Lauga-
vegurinn", Emstruleið og Þórsmörk. Fimmvörðuháls er á mótum
vaktsvæðis okkar og heilsugæslustöðvarinnar í Vík í Mýrdal sem
tekur við austan við okkur. Aðalþjónustan er við þéttbýlissvæðin
en fyrir kemur að sinna þarf útköllum á hálendissvæðin og eru
þau metin í samráði við þyrlulækna. Þrjár læknisstöður eru við
stöðvarnar, sem stendur eru 2 setnar til langtíma af sérfræð-
ingum. Vaktlæknir er einn en náin samvinna er meðal starfandi
lækna. Læknar sem koma í afleysingar eða skammtímastöður
hafa haft afnot af vaktíbúð í heilsugæslustöðinni á Hvolsvelli;
svefnherbergi, stofa, eldunaraðstaða og bað með sturtu. Sé
þörf á stærra húsnæði hefur verið reynt að hjálpa við útvegun
þess og hefur húsnæði verið frítt. Vaktbíll er til afnota en til að
njóta svæðisins og þar eð stutt fjarlægð er á höfuðborgarsvæðið
er gott að hafa eigið ökutæki. Laun eru samkvæmt kjarasamn-
ingum. Auk fastalauna, vaktlauna og grænna seðla á vöktum
og vottorð, er greitt sérstaklega fyrir þjónustu við dvalarheimili.
Greiddar eru gæsluvakt 1 og 2 þ.e. vaktlækni og annar læknir á
bakvakt. Greitt samkvæmt taxta heilsugæslustöðva. Vaktir eru
þrískiptar en oft eftirláta fastalæknar fleiri vaktir yfir til afleysinga-
lækna. Reiknað er með að læknanemar hafi ætíð reyndan lækni
á bakvið sig. Álag á vöktum er mismunandi. Að sumarlagi eru
útköll 2-6 að meðaltali á virkum dögum en 10-20 um helgar.
Flestir koma á stöðvarnar til viðtals.
Umsögn unglæknis:
Ég skellti mér í hérað í 3 mánuði sumarið 2004. Fyrir valinu varð
Heilsugæsla Rangárþings á Hvolsvelli og Hellu. Þetta er stórt
hérað sem teygir sig í Landmannalaugar og inni í því er m.a.
Þórsmörk, Galtalækur og Bakkaflugvöllur, sem getur kippt í um
Verslunarmannahelgina. Einnig er mikil umferð um þjóðveginn
og hvað varðar útköll um helgar er sumarbústaðabyggðin ansi
drjúg. Auðvitað er oft fjör á vöktunum en það er alltaf möguleiki
á að hringja í bakvaktina ef í harðbakkann slær. Einnig hringdi ég
stundum á LSH og talaði við sérfræðing á vakt og voru þeir
undantekningarlaust hjálplegir. Ég vann nær eingöngu á heilsu-
gæslustöðinni á Hvolsvelli en einnig var ég 2 vikur á Hellu. Ég er
því fróðari um Hvolsvöll eins og gefur að skilja og einbeiti mér því
að þeim bæ í þessum pistli. Ég var þar í lítilli íbúð sem er í heilsu-
gæsluhúsinu, opnaði einar dyr á morgnana og var komin í vinn-
una! Þetta er ágætis aðstaða og ég hafði allt sem ég þurfti. Vakt-
bíll er til afnota á vöktunum og til að sinna útköllum á dagvinnu-
tíma. Starfsfólkið er allt mjög almennilegt. Guðmundur læknir er
duglegur að leiðbeina og einnig er Arndís hjúkrunarfræðingur
hjálpleg. Vinnan ertöluvert fjölbreytt, svona eins og dæmigert er
í heimilislækningunum. Oft eru auðvitað tíu manns með kvef á
dagsskránni en inn á milli koma svo meira spennandi tilfelli.
Maður tekur sjálfur blóðprufur og röntgenmyndir. Vaktafrí eru 2
dagar í mánuði og lítið mál að fá aukavaktir. Launin eru fín og var
ég amk. ánægð með sumarhýruna þetta árið. Það er flott sund-
laug á Hvolsvelli og önnur ágæt á Hellu. Fyrir golfarana er
Strandavöllurinn náttúrulega frábær og menn verða ekki sviknir
af honum. Einnig er hægt að skella sér í líkamsræktarstöð sem
er með fá en mjög nothæf tæki. Það sem ég er ekkert fyrir að
plaffa niður fiðurfé þá var ég ekkert að díla við bændurna um að
fá að komast í gæs hjá þeim en mér skilst að það sé ekki mikið
mál. Ég var ( það heila tekið mjög ánægð með dvölina á Hellu
og Hvolsvelli.
Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki
Upplýsingar frá Erni Ragnarssyni, yfirlækni.
Sauðárkrókur stendur nokkuð miðsvæðis í Skagafirði. Næsta
sjúkrahús er FSA og er um 1 klst akstur þangað með sjúkrabíl.
Ef þarf að fara til Reykjavíkur með sjúkling er yfirleitt farið með
sjúkraflugi. Heilbrigðisstofnunin innifelur bæði heilsugæslu og
sjúkrahús með lítilli sjúkradeild auk hjúkrunarheimilis. Læknar
sinna allri stofnuninni á vöktum. Upptökusvæðið er allur Skaga-
fjörður nema Fljót sem eru við austan- og norðanverðan fjörð-
inn. íbúar eru um 4500. Þarna starfa fjórir heilsugæslulæknar,
einn lyflæknir og einn geðlæknir. Auk þess koma yfir vetrartím-
ann skurðlæknar frá FSA og eru hér í 1-5 daga hver (alm.skurð-
læknir, þvagfæraskurðlæknir, æðaskurðlæknir, bæklunarlæknir,
kvensjúkdómalæknir). Þá koma nokkrir sérfræðingar af og til og
eru með móttöku (augn-, HNE-, húð-, tauga-, barna-, melting-
arfæra- og öldrunarlæknir).
Einn læknir er á gæsluvakt og annar á bakvakt (gæsluvakt I
og II). Skurðlæknar eru á bakvakt þegar þeir eru til staðar.
Húsnæði er frítt og útvegað af stofnuninni. Ef fjölskylda fylgir
með er að sjálfsögðu tekið tillit til þess. Vaktbíll er til staðar til
notkunar fyrir vakthafandi lækni. Greitt er fyrir ferðir til og frá
staðnum, flug eða fast gjald ef ferðast er á eigin bíl. Greitt er fyrir
græna miða á vöktum. Undanfarin sumur hafa afleysingalæknar
verið að taka 2-3ju hverja vakt. Vaktir skiptast milli þeirra sem
eru í vinnu hverju sinni en heimamenn hafa verið viljugir að láta
þær eftir yngra fólki. Það má því segja að hægt sé að fá eins
margar vaktir og menn vilja. Mjög mismunandi álag er á vöktum
en á vakt virkan dag (16-08) koma ca 2-3 í skoðun og auk þess
er eitthvað af símtölum. Einnig þarf að sinna sjúkra- og hjúkrun-
ardeild. Um helgar koma ca 15 (10-20) auk símtala og deilda-
vinnu.
LÆKNANEMINN
2005