Læknaneminn - 01.04.2005, Page 41

Læknaneminn - 01.04.2005, Page 41
Sumarvínna í héraði Umsögn unglæknis: Unglæknir var á staðnum sumarið 2004. Vinnuálag var í lagi og hæfilegt. Oftast var nóg fyrir stafni yfir daginn en vaktirnar voru aftur á móti rólegar. Vinnuaðstaðan var frábær í alla staði. Gisti- aðstaða var í boði og var hún ágæt. Það var gott starfsfólk á öllum deildum og einnig gott aðgengi að sérfræðingum. Starfið var sem slíkt nokkuð fjölbreytt, bæði almenn heilsugæsla ásamt slysalækningum og lyflækningadeild. Launin voru góð. Heilsugæslan á Seyðisfirði Upplýsingar frá Ólafi Sveinbjörnssyni, yfirlækni. Seyðisfjörður er í Norður Múlasýslu milli Loðmundarfjarðar og Mjóafjarðar. Sjúkrahúsið er í Norðfirði og tekur aksturinn rúma klukkustund. Egilsstaðir eru í 30 mínútna akstursfjarlægð og tekur sjúkraflug þaðan um klukkustund. Akureyri er svo í 3 og V2 klukkustundar fjarlægðar. Á Seyðisfirði búa 700 manns og sinna tveir sérfræðingar í heimilislækningum heilsugæslunni. Sjúkra- hús á staðnum er sambyggt öldrunarheimili þar sem er deild fyrir heilabilaða. Afleysingalæknir fær afnot af íbúð án kostnaðar ásamt því sem heilsugæslan greiðir fyrir flug. Grænir miðar eru í boði þótt þeir gefi lítið á veturna, þó er eitthvað að hafa á sumrin. Afleysingalæknir tekur allar vaktir meðan viðkomandi er á staðnum. Mjög lítið álag er á vöktum, 1-2 á vakt og rólegt um helgar og nætur. Ef læknanemi leysir af sjá læknar á staðnum um símabakvakt í öryggisskyni. Heilsugæslustofnun Suðurlands-Þorlákshöfn Upplýsingar frá Helga Haukssyni, lækni. Upptökusvæðið er Selvogur, Þorlákshöfn og Ölfus að bænum Læk, samtals 1.411 manns. Það eru 20 til 30 mín. á Selfoss og 40-50 mín. til Reykjavíkur. Það er einn læknir staðsettur í Þorlákshöfn. Læknabústaður er í Þorlákshöfn með aðstöðu fyrir fjölskyldu. Bíll er til staðar fyrir starfsfólk heilsugæslunnar. Annað eftir samkomulagi. Um áramótin 2004/5 hófst sameiginleg vakt á þjónustusvæðum Árborgar, Ölfuss og Hveragerðis við samein- ingu heilsugæslustöðva á Suðurlandi. Vaktstöðin verður eftir- leiðis á Selfossi. Þar sem þessi breyting er nýtilkomin, getum við ekki sagt til um að svo stöddu hver fjöldinn verður sem mun nýta sér þessa þjónustu. Umsögn unglæknis: Unglæknir var á staðnum sumarið 2002. Vinnudagurinn var yfir- leitt uppbókaður þegar liðið fer að treysta manni, annars eru nokkuð margar vaktir (2-3 skipt vaktaplan með Hveragerði). Vaktirnar hins vegar rólegar, 0-8 komur á vakt en nokkuð um að maður keyri til Hveragerðis og þá er hægt að rukka fyrir akstur. Vinnuaðstaða var mjög fín, flest hægt að gera nema endurlífga á stofnuninni (stuðtæki frá tímum Volta og því ónothæft). Röntgentæki á staðnum og hjúkrunarfræðingur sem kann að nota það á dagvinnutíma. Einnig minni háttar aðgerðastofa og EKG tæki. Hægt að taka blóðprufur á staðnum en sendar í bæinn til vinnslu. Starfsliðið allt mjög vingjarnlegt og hjálplegt. Ein hjúkka/ljósmóðir alltaf á staðnum á daginn auk ritara. H1 stöð þannig að maður er eini læknirinn á staðnum. Þar sem þetta er úti á landi er vinnan aðeins fjölbreyttara en (bænum en nálægð við Selfoss og Reykjavík fær marga til að keyra á slysó. Rólegar vaktir gera staðinn ekki þann ábatasamasta en þar sem maður er með yfirlæknislaun á dagtíma hressist aðeins upp á launaseðilinn. Hægt að búa heima þegar maður er ekki á vöktum þannig að miðað við það sæmilega sanngjörn laun. Það er golfvöllur á staðnum, sundlaug og bakarí (prófaði bara síðast- nefnda). Annars er stutt í Selfoss. Heilsugæslan I Vestmannaeyjum Upplýsingar frá Karli Björnssyni, lækni. Sjúkrahúsið í Eyjum er beint fyrir ofan heilsugæsluna. Eyjaskeggjar eru 4300 talsins og starfa þar þrír læknar: hjarta- læknir, skurðlæknir og svæfingarlæknir. Bakvaktin var tekin af þeim um áramótin en verður væntanlega sett upp aftur ef læknanemar verða ráðnir. Vaktbíll fylgir stöðunni og er húsnæði greitt af heilsugæslunni. Ef um styttri afleysingar er að ræða er greiddur ferðapeningur. Grænir miðar eru greiddir eftir dagvinnu- tíma. Nægar vaktir eru í boði og er álag á þeim upp og ofan. Umsögn unglæknis: Læknanemi á 6. ári sinnti afleysingum í Eyjum síðastliðið sumar. Hún var á sólarhringsvakt annan hvern dag. Fyrsta mánuðinn var mikið að gera á vöktunum. Vaktaálagið minnkaði seinni tvo mánuðina en kom stundum í bylgjum. Hún fór í vitjanir með varðskipum ef tilkynnt var um veikan sjómann og nokkrum sinnum fór hún í sjúkraflug til Reykjavíkur. Mjög góð aðstaða er í Eyjum, nýuppgerð íbúð, vel útbúinn vaktbíll og einn besti golf- völlur á landinu. Greitt var fyrir flug til og frá staðnum sem og eitt flug í mánuði til Reykjavíkur. Hún ber Eyjum söguna vel og er hæstánægð með tíma sinn þar syðra. Heilsugæslan á Vík I Mýrdal Upplýsingar frá Sigurgeiri Má Jenssyni, lækni. Mýrdalshreppur er annar tveggja hreppa í Vestur-Skafta- fellssýslu, landfræðilega ekki stór hreppur, héraðinu tilheyrir eínnig austasti hluti Rángárþings eystra sem áður var Austur- Eyjafjallahreppur. Héraðið er því meðfram þjóðvegi 1 og eru um 50km frá austri til vesturs. Frekar er það undantekning að Víkur- læknir sé kallaður lengra til vesturs, inn á svæði þeirra Hvolsvall- ar-/Hellulækna en algengt að Víkurlæknir sé kallaður til inn í Klausturshérað sem er næsta hérað fyrir austan Víkurhérað. LÆKNANEMINN 2005 39
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.