Læknaneminn - 01.04.2005, Side 42
Sumarvinna í héraði
Samgöngur eru góðar, næsta upptökusjúkrahús er á Selfossi og
þangað er um ein og hálf klst. í sjúkrabíl og síðan Reykjavík, um
2 klst. í sjúkrabíl. Selfoss getur tekið flest tilfelli en samt algengt
að maður fari til Reykjavíkur, sjúklingar vilja það oftast sjálfir og
sérstaklega ferðamennirnir. Upptökusvæðið er þessi 50km
spotti meðfram þjóðvegi 1. Heimamenn eru ekki þúsund, fjölgar
síðan er vora tekur og þetta er vinsælt ferðamannasvæði. H1-
stöð, þ.e. maður er einn, 75km í næsta lækni fyrir austan
(Klaustur) og 80km í vestur (Hvolsvöllur). íbúðir sem afleysinga-
læknar hafa haft til afnota held ég að hafi verið allsæmilegar og
búnar öllum nauðsynlegum hlutum. Ekki hefur verið krafist leigu
af afleysara eða síma- og rafmagnskostnaði. Heilsugæslan hefur
bíl, VW Golf, árg. 2005. Einingafjöldi á veturna á vöktum hefur
legið nú í mörg ár um 1000-1500 á mánuði en á sumrin hefur
þetta legið frá 2500-4000 ein. á mánuði. Einn læknir og fær
hann því allar vaktirnar. Vaktir geta verið rólegar en það getur líka
verið mikið að gera. Flestu er hægt að sinna á heilsugæslunni en
þar er auðvitað líka hægt að sinna sjúklingunum heima hjá þeim
og getur því bæði verið um nokkuð langan veg að fara og tekið
tíma. Sjúkraflutningur til Reykjavíkur tekur oftast um 6 klst. Útköll
geta verið mjög fjölbreytt, bílslys, veikindí bæði í þorpinu og á
bæjum og síðan eru ferðamenn að þvælast um fjöll og fyrnindi.
Sjúkrabíll er í Vík, alltaf mannaður 2 sjúkraflutningamönnum, 7-8
til staðar í Víkinni sem ganga vaktir og allir menntaðir og sumir
með mikla reynslu í gegnum árin. Sem sagt, lítið og sætt sveita-
hérað sem hefur margt að bjóða, svo ekki sé minnst á mikla
náttúru og símasamband er gott og hægt að skoða margt á bíl
eða gangandi þó á vakt sé.
Umsögn unglæknis:
Ég var á Vík sumarið 2003, skipti ég sumrinum með bekkjarfé-
laga þannig að þetta voru bara 6 vikur. Ég hef aldrei verið í eins
rólegri vinnu. Maður var með móttöku frá 9-12 og 13-16 fjóra
daga í viku. Hálfan dag í viku á Hjúkrunarheimili staðarins og
hálfur dagur fór í rannsóknir, blóðtökur og svo framvegis. Vana-
lega var fullbókað sinn hvoru megin við helgina en minna að
gera í miðri viku. Læknirinn á staðnum hefur verið þarna í tæp
20 ár og lítið um mál sem eru í lausu lofti. Utan dagvinnutíma var
líka mjög lítið að gera og aldrei neitt á nóttunni. Það liðu oft heilu
helgarnar án þess að vaktsíminn hringdi. Þá var það vanalega
túristi sem hafði snúið ökkla, brotið sig eða vantaði lyfin sín. Það
voru nokkur bílslys, þar af eitt banaslys en mest er þetta minni
háttar. Á stöðinni starfar hjúkrunarfræðingur og móttökuritari og
í næsta húsi er einnig hjúkrunarheimili með u.þ.b. 20 heimilis-
mönnum, þar er einnig hjúkrunarfræðingur. Stöðin rekur sjálf sitt
apótek og lendir maður j nokkrum útköllum vegna þess (óþolin-
móðir Reykvíkingar sem bara verða að fá Nícorette strax).Lækn-
irinn var ekkert á staðnum en alltaf hægt að hringja í hann ef
einhverjar spurningar varðandi sjúklingana. Fræðilega séð hefði
verið hægt að leggja sjúklinga inn á Selfossi en það gekk hins
vegar aldei hjá mér og þurfti maður þá alltaf að fara til Reykja-
víkur. Það gat verið frekar pirrandi að þurfa að fara í 8 k|st flutn-
ing út af minni háttar málum bara af því að maður gat ekki haft
sjúklinga í obs. Eins var það þannig að það var bara einn sjúkra-
flutningamaður og því þurfti læknir alltaf að vera í bílnum ef þar
var sjúklingur. Stöðin sjálf var ágætlega útbúin, forláta röntgen-
tæki og flest það sem þarf til að stunda fína læknisfræði. Blóð-
prufur setti maður bara á rútuna og gat fengið niðurstöður í síma
daginn eftir. Gallinn er sá að maður er alltaf á vakt og lítið var
hægt að komast útúr þorpinu því símasamband var takmarkað
þar í kring. Þarna er mjög fallegt umhverfi og veðrið var alltaf gott
svo maður eyddi tímanum á ströndinni, í golfi eða í íþróttahús-
inu. Nýtt íþróttahús er á staðnum og hafði ég aðgang að því
allan sólarhringinn. Þar var hægt að fara í badmington eða lyfta,
nú eða sparka bolta. Eins spilaði ég fótbolta með liðinu á
staðnum 2 sinnum í viku. Niðurstaðan var nú samt sú að mér
leiddist oft á tíðum og var ég þó bara í 6 vikur. Launin voru
sennilega með lægri á landinu. Margt smátt skapar eitt stórt og
ef maður er á vakt 24/7 þá virðist þetta væn summa. Sumarið
sem ég var þarna var íbúðin sem ég bjó í ekki uppá marga fiska,
en mér skilst nú að það sé betra síðan. Þetta var fínn tími á Vík,
það er gífurlega þroskandi að taka að sér svona stöðu en maður
verður að vera tilbúinn að takast á við hvað sem er, hvenær sem
er.
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Húsavík
Upplýsingar frá Ásgeiri Böðvarssyni, yfirlækni.
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga er á norðausturhorni landsins.
Heildarupptökusvæði Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga er milli
6-7000 manns á mjög stóru svæði. Aðalbækistöðin er á Húsa-
vík þar sem er sjúkrahús fyrir 40-50 sjúklinga og þar er einnig
heilsugæslustöð, sem þjónar í kringum 4000 manns. Þar vinna
fjórir heimilislæknar, lyflæknir, skurðlæknir og kvensjúkdóm-
alæknir í hlutastöðu. Undir Heilbrigðisstofnun Þingeyinga heyrir
H1 heilsugæslustöð á Þórshöfn á Langanesi sem er í 200 km
fjarlægð og önnur H1 stöð á Kópaskeri sem er innan við 100 km
frá Húsavík. Auk þess eru heilsugæslustöðvar mannaðar hjúkr-
unarfræðingum á Raufarhöfn, Mývatnssveit og Laugum. Sjúkra-
húsið á Húsavík getur annast öll meðal alvarleg tilfelli á svæðinu,
en alvarlegri tilfelli fara til Akureyrar eða til Reykjavíkur. Klukku-
tíma keyrsla er frá Húsavík til Akureyrar, en þrír til fjórir tímar frá
Þórshöfn (flugvöllur þar). Fjöldi heilsugæslulækna á Húsavík eru
fjórir, en fleiri koma að því að standa vaktir. Afleysingalæknir
tekur þátt í mönnun forvaktar, en hefur alltaf bakvakt á bak við
sig. Stofnunin útvegar gistiaðstöðu fyrir þá sem eru lengur en
eina, tvær vikur, annað hvort húsnæði stofnunarinnar eða leigu-
húsnæði og er þá í flestum tilfellum hægt að semja um fjöl-
skylduaðstöðu. Leiga er afar lág. Bíll fylgir ekki nema á vaktinni.
LÆKNANEMINN
2005