Læknaneminn - 01.04.2005, Page 43

Læknaneminn - 01.04.2005, Page 43
Sumarvinna í héraði Greitt er fyrir ferðir ef um lengritímaráðningu er að ræða. Greitt er fyrir græna miða eftir kl. 6 á kvöldin. Afleysingalæknir að sumri má reikna með að vera á fjórskiptri vakt. Álag á vöktum getur verið nokkuð og þá einkum tengt ferðamönnum og stundum er um að ræða að sækja þurfi ferðamenn upp í Mývatns- sveit/hálendið á sjúkrabíl og flytja til Húsavíkur eða Akureyrar og þannig getur forvakt verið nokkuð erilsöm en alltaf er reyndur læknir á bakvakt til stuðnings. Yfir sumartímann er meðalfjöldi sjúklinga á vakt frá 16 til kl. 08 daginn eftir, 5-10. Oftast er þó þokkalega rólegt á nóttunni. Vakt á sjúkrahúsinu fylgir forvaktinni og er ekki sérstaklega launað fyrir útkall á sjúkrahúsi, enda eru laun á forvöktum í samræmi við það. Umsögn unglæknis: Unglæknir var á staðnum sumarið 2004. í Ijósi þess að ég hafði einungis lokið 4.ári þegar ég tók að mér starfið þá var þetta tals- vert álag, a.m.k. í upphafi, enda nánast allt nýtt sem fyrir augu bar og margt sem þurfti að lærast á stuttum tíma. Héraðið er stórt, starf Heilbrigðisstofnunarinnar er viðamikið og því að mörgu að hyggja fyrir lítt reynda. Einnig ber að nefna að mikill ferðamannastraumur er um héraðið yfir sumarmánuðina. Vinnu- aðstaðan er að mínu mati eins og best verður á kosið í héraði. Bakvaktarlæknir alltaf tiltækur og aðrir læknar ávallt til þjónustu reiðubúnir. Röntgen og rannsókn á staðnum, alltaf starfsfólk á vakt og tækjakostur aðgengilegur og góður. Vanir hjúkrunar- fræðingar á heilsugæslu sem og á sjúkrahúsi, einnig meina- tæknar, sálfræðingar, næringarfræðingar, sjúkraþjálfarar o.s.frv. innan seilingar. Auk þess er mikill og góður samgangur við FSA. Allt starfsfólk þarna er til mikillar fyrirmyndar, vinalegt og ávallt reiðubúið til hjálpar. Læknar á staðnum sérstaklega elskulegir og ávallt hægt að leita til þeirra, frábært starfsfólk að mínu mati, mikil samheldni og mjög góður starfsandi. Hvíldaraðstaðan var góð, ég hafði íbúð með öllum nauðsynjum til umráða. Mikil fjöl- breytni í vinnunni, nánast öll flóran, ekki hægt að benda á neitt sérstakt, almenn heilsugæsluvinna á dagtíma en á vöktum getur nær hvað sem er komið upp. Kom mér kannski mest á óvart að talsvert er um akútmál á vöktum, en aðstaða er góð, vel búnir neyðarbílar, góðir og metnaðarfullir sjúkraflutningamenn, góð aðstaða á sjúkrahúsi sem og nálægð við Akureyri. Launin voru prýðileg. Það er góð sundlaug í bænum og stutt í Náttúruböðin, nýtt blátt lón við Mývatn. Golfvöllur er í útjaðri bæjarins, einnig skotæfingasvæði. Miklir möguleikar á stangveiði sem og allri annarri útivist enda mikil náttúrufegurð í héraðinu, stutt að Detti- fossi, Ásbyrgi, Tjörnesi, Mývatni, Kröflu, Dimmuborgum ofl ofl. Ekki má gleyma Hvalamiðstöðinni auk fjölmargra hvalskoðunar- báta. Flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. HÞH fær mín bestu meðmæli. Einnig vil ég benda á heimasíðu Heilbrigðis- stofnunar Þingeyinga, www.heilthing.is. LÆKNANEMINN 2005 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.