Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 44
Barna- og unglingageðlækningar:
ung sérgrein innan læknisfræðinnar.
Bertrand Lauth
Barna- og unglingageðlæknir
Sérfræðingur á barna- og unglingageðdeild Landspítalans
Aðjúnkt við Læknadeild Háskóla islands
Barnageðlæknisfræði er nánast ný sérgrein; það er einungis hálf
öld síðan sérfræðingar byrjuðu að fjalla um andlegar þjáningar á
unga aldri en frumherjar í sérgreininni þurftu að berjast lengi
gegn þeim miklu fordómum þegar kom að því að viðurkenna
afleiðingar andlegra þjáninga á þroska barna.
Heilmikið hefur áunnist á þessu sviði síðastliðna áratugi; á
fjórða áratug 20. aldar voru einungis til tveir samanlagðir grein-
ingarflokkar, annars vegar þroskahefting og hins vegar skap-
gerðar - og hegðunarraskanir. í dag aftur á móti hafa verið skil-
greindar og viðurkenndar fjölmargar mismunandi þroska-, atferl-
is- eða geðbrigðaraskanir sem hefjast venjulega í bernsku eða á
unglingsárum og eru oftast mjög ólíkar geðröskunum fullorð-
inna.
Endurskoðun alþjóðlegra greiningarkerfa hefur leikið stórt og
veigamikið hlutverk sem og gerð og þróun mats-, skimunar- og
greiningartækja, sem hvort í senn búa yfir viðurkenndri gagn-
semi og áreiðanleika. Þróun þessi hefur leitt á stuttum tíma bæði
til mikilvægra framfara í meðferðar- og forvarnarvinnu á sviði
barna- og unglíngageðlækninga og einnig leitt til þess að eðli
geðsjúkdóma almennt hefur verið endurskoðað.
Barnageðlæknisfræði hefur lagt fram mikilvæga þekkingu um
þróunarsögu margra geðsjúkdóma og geðrænna vandamála
fullorðinna sem hefjast yfirleitt ekki allt í einu, koma ekki eins og
þruma úr heiðskíru lofti, heldur eiga sér oft upptök lengra aftur í
tíma, þ.e. í barnæsku. Þannig hafa margir sjúklingar átt við
þroska- og geðræn vandamál að stríða um langt skeið en höfðu
ekki fengið greiningu á röskunum sínum á barnsaldri.
Afleiðingum þessarar þróunar má skipta í tvennt:
1) Aukin krafa á viðurkenningu og greiningu á þroska- eða
geðrænum vandamálum barna og unglinga eins fljótt og
auðið er; þeim sé veitt viðeigandi og áhrifarík meðferð eins
fljótt og auðið er en ekki beðið eftir því, og vonast til þess, að
erfiðleikarnir „batni með tímanum", eða hreinlega hverfi með
aldrinum.
2) Aukin krafa um að tillit sé tekið til þróunarsögu á unga aldri í
greiningarvinnu fjölmargra geðsjúkdóma hjá fullorðnum.
Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) í dag
Áhuginn fyrir barna - og unglingageðlækningum hefur aldrei
verið meiri en einmitt í dag, ekki síst á íslandi, og mikið hefur
verið að gerast í greininni hér á landi undanfarin ár.
Eftirspurn eftir þjónustu hefur aukist gífurlega og mikil
uppbygging hefur átt sér stað á Barna - og unglingageðdeild
(BUGL) sem endurspeglast í komutölum á göngudeild,
innlögnum á legudeildir og auknum og fjölbreyttari meðferðarúr-
ræðum (sjá Töflu 1, 2 og 3). Umfang starfseminnar hefur fyrir
löngu síðan sprengt af sér húsnæði deildarinnar sem byggt var
í allt öðrum tilgangi á sjöunda áratug síðustu aldar og því eru í
dag uppi áform um að bæta verulega aðstöðu og húsnæðiskost
BUGL.
Á sviði læknavísindanna í barna- og unglingageðlækningum á
íslandi hefur líka aldrei eins mikið verið að gerast og undanfarin ár:
100--'
1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004
Tafla 1: Fjöldi innlagna á legudeildir
■ Barnadeild
■ Unglingadeik
□ Kleifarvegur
42
LÆKNANEMINN
2005