Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2005, Qupperneq 48

Læknaneminn - 01.04.2005, Qupperneq 48
Fregnir numdar af Forvarnastarfinu Kristján Þór Gunnarsson I. _ ■ formaður M. Meðal okkar í stjórn forvarnastarfsins gætir ákveðinnar bjartsýni. Á fimm starfsárum sínum hefur forvarnastarfi læknanema vaxið allnokkur fiskur um hrygg og tekist að smeygja sér inn í almenna þjóðfélagsumræðu. Það takmark virðist nú í sjónmáli að gera okkur sýnilegri út á við og að við séum nefnd í sömu andrá og rætt er um kynlíf unglinga í sinni víðustu mynd. Vissulega er björninn ekki unninn og oft látið hjá liggja að geta starfs okkar, jafnvel af fagaðilum sem ættu að vita betur. Þar er að mörgu leyti ómaklega þagað, þar eð læknanemar hafa lagt á sig mikla vinnu gegnum árin. Um leið og við þökkum þeim fyrir er axlað hafa sínar byrðar (og híum á hina) viljum við líka minna á að þó oft beri lítið á starfi okkar á yfirborðinu, þá er eftir okkur tekið í grasrót- inni og það rækilega í þokkabót. Skemmst er frá því að segja að forvarnastarfið hefur gengið vonum framar: Er jafnan meðal þess sem unglingum í menntaskólunum hefur þótt standa uþþ úr vetrarstarfinu, eftirspurnin eykst jafnt og þétt og teljum við okkur geta séð árangur af vinnunni. En áður en lengra er haldið er ekki úr vegi að kynna ýmsar þreytingar sem standa eða hafa staðið yfir, þar á meðal nýjan meðlim sem bættist í hóp okkar á haustdögum. Ástráður - Ráðunautur elskenda, vinur litla mannsins Félag um forvarnastarf læknanema er, eins og flestir sjá, ekkert ofurþjált nafn, sérstaklega ekki þegar skrifað er undir sem formaður. Ennfremur lýsir það ekki gegn hverju verið er að verj- ast: Reykingum? Kynsjúkdómum? Offitu? Þess vegna var það okkur kærkomið þegar Ástráður gekk til liðs við okkur og féllst jafnframt á að vera í fylkingarbrjósti og Ástráður 2004-05 Eyjólfur Þorkelsson meðstjórnandi andlit okkar út á við. Ástráður er aðeins eldri en við (og ungling- arnir), þekkir kynlíf af eigin reynslu og veit því vel hvað hann er að tala um. Hann er að auki læknismenntaður, með doktorspróf í Logia Venerealis (má þar með titla sig Dr. LoVe.) og er Ástráður því kjörinn aðili til að veita ráð um ástarmál. Þessi þreyting á ytra útliti starfsins býður upp á afar mikla möguleika. Hún veitir þeim er gegnir svarþjónustunni ákveðinn front og stuðning („Hvernig myndi Ástráður svara þessu?“) auk þess að gefa henni persónulegan blæ. Hún gerir það að verkum að auðveldara verður að gera hluta af heimasíðunni gagnvirka, þar sem Ástráður bregst við áreiti þess sem skoðar síðuna (t.d. á FAQ síðu). Síðast en ekki síst getum við nýtt þetta til að allt sem við látum frá okkur beri sama heildarsvipinn: Smokk- aspjöld, plaggöt, heimasíða, og síðast en ekki síst þeir sem fara í bekkina. Enda voru síðastliðið haust prentaðir bolir með Ástráði, sem „Ástráðunautar" fengu afhenta til að klæðast í fyrir- lestrum sínum. Að lokum er okkur Ijúft og skylt að minnast á nýja veffangið okkar, www.astradur.is og nýtt netfang, leyndo@astradur.is þar sem Ástráður situr nú fyrir svörum. Ch-ch-ch-ch-changes... Ýmislegt annað hefur breyst eða bæst (/-við). Til dæmis má nefna að síðustu tvö ár höfum við haldið hópefli fyrir 2.árið í upphafi vorannar, til að tendra áhuga þeirra á ný, tengja stjórn- ina enn betur við „fólkið á gólfinu" og til að gefa þeim tækifæri á að kynna sér nýtt og athyglisvert efni sem tengist starfinu. Þessir fundir hafa hlotið nafnið KYNHVÖT (Kynningar- og Hvatningar- fundur Ötulla Táningafræðara) og á þeim hafa fyrirlesarar hingað til flutt erindi um getnaðarvarnahringinn og HRV rannsóknina frægu. Skipan og verkefni stjórnarinnar hafa ennfremur breyst nokkuð. T.d. kemur ritari nú af 2.ári og er því í nánari tengslum við þá sem fara í fyrirlestrana, auk þess sem meðstjórnendur af 2. ári eru nú þrír í stað tveggja áður. Þeim var einnig úthlutað ákveðið verksvið og þar með aukin ábyrgð. Einn þeirra gegnir nú því hlutverki að hafa yfirumsjón með mönnun ferða og virkja bekkjarfélaga sína, annar sér um að jafnan sé það sem til þarf í dótakössunum og möppunum, en sá þriðji fylgist með að nóg 46 LÆKNANEMINN 2005
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.