Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 50

Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 50
Fregnir numdar af Forvarnastarfinu að bjóða heim læknanemum hvers annars. Héðan frá íslandi hafa meðlimir í forvarnastarfinu og Alþjóðanefnd FL sótt þessa fundi og héldu þessar tvær nefndir einmitt FINO ráðstefnuna síðastliðið haust. NECSE eru samtök kynfræðslufélaga í N-Evrópu sem voru stofnuð á síðasta ári og erum við íslendingar stofnfélagar í þeim. Það er von okkar að þau efli það góða starf sem átt hefur sér stað á grundvelli FINO og einnig að íslenskir læknanemar sem sæki þessar ráðstefnur öðlist reynslu og sjái hvernig fræðslu um kynlíf og getnaðarvarnir er háttað í öðrum löndum, þ.m.t. hinu rammkatólska Póllandi. Við teljum það fullvíst að reynsla af þessum fundum muni nýtast í starfsemi okkar hér heima á Fróni, hér eftir sem hingað til. Ber þetta árangur? Oft er erfitt að átta sig á gagnsemi forvarna, þvi þær snúast í grunninn um það að útrýma því sem réttlætir að þeim sé beitt. Ein aðferðin er þó að sjálfsögðu sú að athuga fylgni og velta fyrir sér orsakasamhengi. Meginmarkmið forvarnastarfsins eru eins og flestir vita: Að berjast móti kynsjúkdómum hjá unglingum, sporna gegn ótímabærum þungunum unglingsstúlkna og fækka fóstureyðingum hjá yngsta aldurshópnum (<20 ára). Það er því forvitnilegt að skoða hvað hefur gerst á þessum fimm starfs- árum í kynsjúkdómum, unglingaþungunum og fóstureyðingum. Klamydía er algengasti kynsjúkdómurinn hérlendis og lang- flestir þeirra sem smitast eru yngri en 25 ára. Árið 2003 fækkaði smituðum einstaklingum á Göngudeild húð- og kynsjúkdóma um 24 miðað við árið 1998, þó svo 3000 fleiri kæmu á deildina árið 2003. M.ö.o. fækkaði smituðum úr 12,5% gesta árið 1998 í 10,1% 2003. Bara milli áranna 2002 og 2003 fækkaði smit- uðum um 21,7 % (Heimild: www.landlaeknir.is). Hvað unglingaþunganir snertir hefur þeim einnig fækkað undanfarin ár. Árið 1999 urðu 262 stúlkur undir tvítugu mæður en árið 2003 voru þær 165. Mætti því búast við að einhver hluti þessarar fækkunar væri vegna þess að fóstureyðingum hefði fjölgað. Sé hins vegar litið á tölurnar sést að á tímabilinu 1998- 2003 hefur fóstureyðingum einnig fækkað meðal unglings- stúlkna. 1998 voru framkvæmdar 233 fóstureyðingar hjá stúlkum undir tvítugu sem var 28% allra fóstureyðinga. Árið 2003 voru 139 fóstureyðingar í sama aldurshópi og hafði hlut- fallið lækkað í 17% allra fóstureyðinga það árið (Heimild: Kvennadeild LSH). Við viljum taka það skýrt fram að við erum ekki að eigna okkur einum heiðurinn að þessu, því fjölmargir hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar: t.d. skólahjúkrunarfræðingar og landlæknis- embættíð, að ógleymdum unglingamóttökum heilsugæslu- stöðvanna. Eflaust hefur bætt aðgengi að smokkum og neyðar- pillunni haft hvað stærstu áhrifin. En við viljum þó trúa þvi að við eigum einhvern hlut að máli, því rauði þráðurinn í okkar starfi er að reka áróður fyrir notkun smokksins og annarra getnaðar- varna, benda á neyðarpilluna og vísa á unglingamóttökurnar og Göngudeild húð- og kynsjúkdóma. Öllum er kynfræðsla nauðsynleg og við sjálf höfum bæði gagn og gaman af, þó ef fram heldur sem horfir, muni atvinnumögu- leikum okkar sem betur fer fækka í framtíðinni. Sú vinna sem við höfum lagt í forvarnastarfið, sú ánægja sem starfið veitir okkur, og sá árangur sem við teljum okkur sjá hefði þó aldrei orðið, nema fyrir góðan og dyggan stuðning og breiðar axlir lækna- nema gegnum árin. Við erum því mjög þakklát fyrír allan stuðninginn frá ríki, sveit- arfélögum og fyrirtækjum landsins. Við erum líka afar þakklát öllum þeim læknanemum sem leggja hönd á plóginn til að nálg- ast viðkvæm málefni og miðla þekkingu sinni til annarra. Við erum þó fyrst og fremst ákaflega þakklát fyrir að fá að leggja okkar að mörkum til að heill og hagur íslensks almennings megi vaxa um ókomna tíð. Ástráður þakkar fyrir sig. F.h. Ástráðs - forvarnastarfs læknanema: Kristján Þór Gunnarsson, formaður Eyjólfur Þorkelsson, meðstjórnandi 48 LÆKNANEMINN 2005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.