Læknaneminn - 01.04.2005, Side 59

Læknaneminn - 01.04.2005, Side 59
Læknishjálp, mannúð og mannréttindi í hertekinni Palestínu fór ekki að gæta að ráði í Palestínu fyrr en upp úr heimsstyrjöld- inni fyrri og með stórfelldum fólksflutningum gyðinga til svæðins- ins. f heimsstyrjöldinni síðari tókst gyðingum að efla mjög hern- aðarmátt sinn í Palestínu og þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykktu tillögu að skiptingu landsins 29. nóvemþer 1947 höfðu gyðingar yfirburði yfir nágranna sína og náðu að hertaka mun stærri hluta landsins en SÞ höfðu ætlað þeim. Þegar vopnahlé var samið höfðu hersveitir gyðinga lagt undir sig 78% landsins í stað þess rúma helmings sem þeim hafði verið ætlaður. Það sem eftir var, Gazaströndina og Vesturbakkann að meðtalinni Austur-Jerúsalem, hertók ísraelsher í leifturstríði í júní 1967, sex daga stríðinu. Þótt hernám Palestínu hafi varað frá 1948 þegar stór huti þjóðarinnar flúði heimkynni sín og stærsta flóttmannavandamál sögunnar varð til, þá er meira litið til hins síðara hernáms, ársins 1967. Þegar fyrra hernámið hafði varað í 40 ár viðurkenndu Palestínumenn undir forystu Jassers Araf- ats, formans PLO - Frelsissamtaka Palestínu - tilvistarrétt ísra- els og sættust í raun á hernámið frá árunum 1947-49 og gerðu einungis kröfu til að þeim rúmafimmtungi landsins sem hernum- inn var 1967 yrði skilað. Greinarhöfundur með dr. Moustafa Barghouthi, forseta Paiestinsku Lækn- ishjáiparsamtakanna Söguleg eftirgjöf Palestínumanna Það var á þjóðþingi Palestínu árið 1988 sem þessi sögulega eftirgjöf var samþykkt um leið og Arafat var kosinn forseti Palest- ínu en hún kom fram er hann ávarpaði Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna þá um haustið. Þessi eftirgjöf var forsenda fyrir friðar- viðræðunum sem hófust í Madrid 1991 og Oslóaryfirlýsingunni 1993 sem leggja átti grunn að friðarsamningum. Gerðir voru nokkrir samningar í kjölfar hennar sem leiða áttu til þess að Palestínumenn fengju stjórn sinna mála og hernáminu linnti í áföngum. Þetta hefur þó engan veginn gengið eftir eins og til stóð, enda komnir til valda í ísrael aðilar sem alfarið voru á móti Oslóaryfirlýsingunni og aðalforsendu hennar, sem er að skila herteknu landi til palestínsku þjóðarinnar í samræmi við alþjóða- lög og samþykktir Öryggisráðsins. Sharon og hans líkar í ísraelskum stjórnmálum sjá í raun enga ástæðu til að ræða við Palestínumenn. Að þeirra áliti á ríki gyðinga eitt rétt á sér á öllu svæðinu og þeir vísa til þess að Jehóva hafa í öndverðu ætlað þeim þetta land. Undir þrýstingi og af taktískum ástæðum ganga orð þeirra og yfirlýsingar stundum út á eitthvað annað, en veruleikinn er það sem sjá má í hernáminu, í aðskilnaðarmúrnum, í grimmúðlegri meðferð og daglegri niðurlægingu sem palestínskum íbúum herteknu svæð- anna er boðið upp á. Möguleikar til að framfleyta sér og sínum, heilsugæsla og mannréttindi eru ekki á matseðli hernámsins. Heilsugæsla í herteknu landi Hernámsyfirvöldin bera ábyrgð á velferð íbúa í herteknu landi og samkvæmt Genfarsáttmálunum ber þeim líka að tryggja öryggi íbúanna. Reyndin sem snýr að Palestínumönnum er aldeilis önnur. Helsta ógnin við velferð íbúanna og öryggi eru einmitt hernámsyfirvöldin, her þeirra og landtökulið. Opinberu sjúkra- húsin voru undir stjórn ísraelsku hernámsyfirvaldanna þar til samningar náðust um palestínska stjórn á hluta herteknu svæð- anna sem hefur verið háð mörgum takmörkunum. Þjónustan á þessum sjúkrahúsum var oft léleg og fólkið í mörgum tilvikum hrætt við að leita þangað, einkum ef það hafði særst af völdum ísraelshers. Þegar undirritaður kom fyrst til Gaza og Vesturbakkans í maí 1990 var Intifada hin fyrri hafin, uppreisnin gegn hernáminu. Þótt hún væri vopnlaus af hálfu Palestínumanna ef frá er talið grjót- kast barna og unglinga gegn skriðdrekum og þungvopnuðum her, urðu margir sárir. Margir lömuðust eftir að fá kúlur bakið og vegna mænuskaða. Á Gaza hrúguðust særðir inn á lítið 90 rúma sjúkrahús, Ahli Arab Hospital sem var og er rekið af ensku bisk- upakirkjunni. Nánast engir hinna særðu fóru á stóra opinbera sjúkrahúsið Shifa sem ísraelar stjórnuðu og sjúkrahús palest- ínska Rauða hálfmánans var ekki risið. Á Vesturbakkanum var og er aðalsjúkrahús arabanna Makassed sjúkrahúsið í Austur- Jerúsalem sem stendur á Olíufjallinu, ekki langt frá Augusta Victoria sjúkrahúsinu sem Lúterska heimssambandið rekur og sinnir fyrst og fremst íbúum flóttamannabúða á Vesturbakk- anum. Fjöldi mannúðar- og mannréttindasamtaka hefur tekið að sér að sjá Palestínumönnum fyrir heilsugæslu, sérfræðiþjónustu og sjúkrahúsþjónustu. Þannig er Makassed að miklu leyti rekið fyrir framlög frá íslömskum góðgerðarsamtökum. Þá eru ónefnd ýmis samtök sem tengd eru hinum ólíku stjórnmálahópum, verkalýðssamtökum og trúarhreyfingum sem flest beita sér fyrir heilsugæslu og samfélagslegri þjónustu. Læknishjálparnefndirnar Það var árið 1979 sem hóþur ungra lækna, læknanema og ýmiss annars áhuga- og fagfólks í heilbrigðisþjónustu tók sig saman um setja á laggirnar hreyfingu sem átti eftir að nefnast UPMRC eða Samband palestínskra læknishjálparnefnda. Þau settu sér háleit markmið um að flytja fólki sem var í neyð vegna hernámsins frumheilsugæslu en út frá þessu átti eftir að rísa mikið starf sem nær allt frá neyðarhjálp og æskulýðsstarfi til rannsókna og stefnumótunar. Árið 2001 hlaut UPMRC árlega viðurkenningu WHO fyrir frábær störf að heilsugæslu við erfiðar LÆKNANEMINN 2005 57
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.