Læknaneminn - 01.04.2005, Síða 61
Læknishjálp, mannúð og mannréttindi í hertekinni Palestínu
Skyndihjálparfræðsla í stúlknaskóla nr.1 í flóttamannabúðum f Jenin
tök okkar hafa einnig sent sjálfboðaliða, lækna og læknanema
og aðra til flóttamannabúða í nágrannalöndum svo sem í Líba-
non í ekki færri en 30 ár.
Félagið Ísland-Palestína hefur sáralítið náð að sinna flótta-
mannabúðunum en tilvera íbúanna þar er iðulega enn hörmu-
legri en íbúa herteknu svæðanna og vonleysið meira, þótt þeir
séu lausir við daglega og þrúgandi nærveru ísraelshers, árásir
hans á heimili fólks og daglega niðurlægingu hernámsins. Ekki
má gleyma því að stærri hluti palestínsku þjóðarinnar er land-
flótta, heldur en sá sem býr á herteknu svæðunum og líka þótt
með sé talin sú milljón sem býr í ísrael og enn hírast meira en
fjórar milljónir manna við ömurlegar aðstæður í flóttamanna-
búðum. Það verður enginn varanlegur friður fyrr en þau mál er
leyst og það verður ekki nema með því að viðurkenna grundvall-
arrétt Palestínumanna eins og annars fólks, réttinn til að snúa
heim aftur og til bóta fyrir eignatjón sem orðið er.
Friósamleg lausn er til
Hér hefur aðeins verið unnt að snerta á einstökum þáttum sem
varða læknihjálp, mannúð og mannréttindi í Palestínu og reynt
að varpa Ijósi á bakgrunn átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Þar,
sem annars staðar, grundvallast varanlegur friður á réttlátri lausn
Palestínsk æska er óbuguð
deilumála. Alþjóðalög og ályktanir Sameinuðu þjóðanna vísa
veginn að slíkri lausn. Það er stefna Palestínumanna og þorra
þjóða heims. Á móti standa einungis ísrael og Bandaríkjastjórn.
Ef sá aðili sem hefur hernaðarlega yfirburði yfir alla sína
nágranna og ræður einn yfir umtalverðu magni kjarnorkuvopna
uppgötvar þá staðreynd að hann stefnir eigin öryggi og tilveru í
voða með yfirgangi og ofbeldi, þá er von til friðar. Ekki er von á
slíkri glætu meðan Sharon og hans líkar eru við völd.
www.palestina.is
srh@heima.is
LÆKNANEMINN
2005
59