Læknaneminn - 01.04.2005, Side 62

Læknaneminn - 01.04.2005, Side 62
Stofnfrumur: Uppruni og meðferðarmöguleikar Sæmundur Jón Oddsson Department of Molecular Medicine and Gene Therapy, Lund Strategic Center for Stem Cell Biology and Cell Therapy, Lund University Hospital. Læknadeild Háskóla fslands Per Leveen Department of Molecular Medicine and Gene Therapy, Lund Strategic Center for Stem Cell Biology and Cell Therapy, Lund University Hospital. Stefán Karlsson Department of Molecular Medicine and Gene Therapy, Lund Strategic Center for Stem Cell Biology and Cell Therapy, Lund University Hospital. Formáli Undanfarin ár hafa framfarir í læknavísindum verið örar. Eitt af því allra nýjasta eru rannsóknir á stofnfrumum manna og mögulega nýtingu þeirra til lækninga. Um er að ræða afar víðfeðmt og viðkvæmt umfjöllunarefni og er þessari yfirlits- grein ætlað að varpa örlitlu Ijósi á uppruna stofnfruma, mögu- legan læknisfræðilegan ávinning á nokkrum sviðum og nýlegar uppgötvanir. Inngangur: Vangaveltur um sköpunina og fósturþroskann hafa fylgt manninum frá upphafi. Ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar í þeim málum en undanfarið hafa augu margra beinst að svokölluðum stofnfrumum. Slíkar frumur eru skilgreindar þannig að þær geta endurnýjað og viðhaldið sjálfum sér í frumurækt en einnig myndað margs konar sérhæfðar frumur við rétt áreiti, t.d. taugafrumur, vöðvafrumur, lifrarfrumur o.fl. Stofnfrumur eru ekki einungis áhugaverðar í þróunarlíffræði- legu tílliti heldur er kastljósinu aðallega beint á möguleg ný meðferðarúrræði. Mikið verk er óunnið og hafa risavaxnar rannsóknarstöðvar verið settar á fót víða um heim og munu ýmsar áhugaverðar klínískar tilraunir líta dagsins Ijós á næstu árum og áratugum. Þegar fjallað er um stofnfrumur í læknisfræðilegu samhengi má til einföldunar skipta þeim í þrjá flokka, þ.e. stofnfrumur úr fósturvísum, fullorðinsstofnfrumur og stofn- frumur úr einræktuðum fósturvísum. Stofnfrumur úr fósturvísum (embryonic stem cells) Stofnfrumur úr fósturvísum eiga uppruna sinn í svokölluðum innri frumumassa (sjá mynd 1) Aðferðir til að einangra og rækta stofnfrumur hafa verið lengi í þróun. Árið 1981 tókst í fyrsta skipti að rækta slíkar frumur úr músum en það var ekki fyrr en 1998 að slíkt hið sama tókst með mannafósturvísa (1). Rannsóknir á Fijóvguð eggfixtma M oklaitra fnurkna fó etuivisií Ósétfh£ef5ai sloftifrumur Mynd 1. fósturvísir nær blastocyst stigi 4-5 dögum eftir frjóvgun og samanstendur af innri frumumassa (ICM) og ytra frumlagi (trophoectoderm). Innri massinn er forveri allra þriggja fósturlaganna, þ.e. ectoderm, endoderm og mesoderm sem gefa frá sér alla vefi líkamans. Modifed form: Landry DW, et al 2004. J Clin Invest. 114:1185 slíkum frumum hafa vakið Uþp ýmsar siðferðislegar spurningar og valdið deilum víða um heim. Fullorðinsstofnfrumur (adult stem cells) Vísindamenn hafa lengi reynt að skilja hvers vegna sumir vefir hafa góða hæfileika til viðgerða, t.d. húð og smáþarmar, en aðrir ekki. Margir telja að svarið felist í svokölluðum fullorðinsstofn- frumum sem eru ósérhæfðar og uppfylla skilyrðin um að geta viðhaldið sjálfum sér í frumurækt auk hæfileikans til að þroskast í mismunandi frumugerðir. Stofnfrumur hafa fundist víða í vefjum fullorðinna einstaklinga, t.d. í beinmerg, bandvef, æðum, lifur, brjóstkirtli, húð og vissum hlutum heilans. Fullorðinsstofnfrumur eru almennt sjaldgæfar og oft mjög erfitt að þekkja frá öðrum frumum og einangra þær. Á íslandi fara fram athyglisverðar rannsóknir á stofnfrumum úr brjóstkirtli í tengslum við brjósta- krabbamein (2). Af fullorðinsstofnfrumum hafa blóðmyndandi stofnfrumur verið mest rannsakaðar. Slíkar frumur eru afar fjölhæfar enda allar frumur blóð- og ónæmiskerfisins uþprunnar frá þeim. Þær hafa einnig mikla hæfileika til frumufjölgunar og hefur verið sýnt fram á með tilraun að stök fruma getur endurmyndað allt blóð- LÆKNANEMINN 2005
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.