Læknaneminn - 01.04.2005, Side 66

Læknaneminn - 01.04.2005, Side 66
Otroðnar slóðir Þórður Þórarinn Þórðarson læknanemi við HÍ Sumarið 2003 gerði ég rannsóknarverkefni mitt við læknadeild, áður þekkt sem fjórða árs verkefni. Þetta sumar mun án efa líða mér seint úr minni þar sem ég hélt ásamt fjölskyldu minni og öðrum fjórða árs læknanema alla leið suður (svörtustu Afríku til þess að framkvæma það, nánar tiltekið til Malaví. Þá um vorið höfðu Þróunarsamvinnustofnun íslands og Háskóli íslands gert með sér samstarfssamning sem meðal annars fól í sér að Þróunarsamvinnustofnun styrkti tvo læknanema til rannsókna á svæði í kringum Monkey Bay. Þróunarsamvinnustofnun íslands hefur síðustu ár unnið að uppbyggingu spítala og heilsugæslu í Monkey Bay og nágrenni, auk fjölda annarra starfa. Verkefni mitt var að rannsaka bólusetningar barna á svæðinu, en samhliða verkefni var mat á mæðravernd og fæðingahjálp. Hér ætla ég ekki að ræða um niðurstöður þess, en frekar að gera tilraun til þess að lýsa þeirri upplifun sem ferðin var. Malaví er staðsett í Afríku suð-austanverðri og á landamæri að Mósambik, Zambíu og Tansaníu. Landið liggur meðfram Malaví- vatni sem er eitt stærsta vatn Afríku. íbúar eru um 12 milljónir, og er landið svipað að stærð og ísland. Landið er eitt það fátæk- TANZANIA Kort af Malaví asta í heimi og er meðalaldur aðeins 37 ár. Eins og víða í Afríku sunnan Sahara er HIV gríðarlegt vandamál og talið er að algengi HIV smits sé um 15%. Þessar staðreyndir draga ef til vill upp mynd sem flestir kannast við úr sjónvarpinu þar sem sveltandi börn stara tómum augum í myndavélina. Líklega hélt maður af stað með svipaða mynd í farteskinu. Verkefnið fólst í því að heimsækja 30 þorp í Monkey Bay héraði og meta þekjun þólusetninga þarna á svæðinu. Það gafst því einstakt tækifæri til þess að fara ótroðnar slóðir og heim- sækja þorþ utan alfaraleiða. Ekki var ökufært til allra þorpanna og þurfti stundum að grípa til þess að nota báta og mótorhjól til þess að komast á staðinn. Heimsóknirnar gengu jafnan þannig fyrir sig að þegar komið var á staðinn var þyrjað á því að heilsa upp á þorpshöfðingjann og fá leyfi fyrir því að valsa um þorpið hans og taka lýðinn tali. Það var yfirleitt auðsótt mál, enda vissu þeir oftast að von var á gestum. / þorpinu Rannsóknarvinnan hófst þá á því að hús var valið af handa- hófi til þess að hefja leit að barni á þeim aldri sem féll að viðmiðum rannsóknarinnar. Tvær meginaðferðir voru notaðar til þessa. Þegar fyrir lá nothæft kort af svæðinu var húsum eða húsaþyrpingum gefið númer sem síðan var valið af handahófi með því að nota peningaseðil eða “random number table”. Þá var haldið að því húsi og leitin hafin. Önnur aðferð var að snúa flösku í miðju þorpsins og velja götu eða gönguleið sem flaskan benti á. Síðan var búið til kort af gönguleiðinni þar sem öll hús voru merkt inn á þar til enda hennar var náð. Húsin voru síðan merkt með númeri á kort og síðan valið af handahófi það hús eins og áður, sem fyrst var heimsótt. Vakti þessi aðferð mikla athygli og kátínu þorpsþúa. í fyrsta þorpinu sem var heimsótt bað þorpshöfðinginn ungan dreng að sýna þessum aðkomu- LÆKNANEMINN 2005
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.