Læknaneminn - 01.04.2005, Side 68
Verkefni 4. árs læknanema
Aukið nýgengi stikilbólgu
(mastoiditis) á íslandi
Anna Freyja Finnbogadóttir', Flannes Petersen12'
Þórólfur Guðnason' 3' Þröstur Laxdal’ 3 og Ásgeir Flaraldsson1'3.
'Læknadeild Háskóla Islands, "Háls-, nef- og eyrnadeild Landspítali-Háskóla-
sjúkrahús, "Barnaspítali Hringsins.
Inngangur: Stikilbólga er sýking í stikilholrýmum gagnauga-
beins og er fylgikvilli miðeyrnabólgu. Erlendar rannsóknir benda
til að síðustu ár hafi nýgengi aukist með breyttri notkun sýklalyfja
við miðeyrnabólgu. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða
faraldsfræði, einkenni og meðferð stikilbólgu á íslandi síðustu 20
ár. Rannsóknarspurning: Er neikvæð fylgni á milli sýklalyfjanotk-
unar við miðeyrnabólgu og nýgengis stikilbólgu?
Sjúklingar og aðferðir: Skráðar voru upplýsingar um þá sem
lögðust inn með greininguna stikilbólgu á árunum 1984-2002 á
Barnaspítala Flringsins, Landakot og Landspítala-Háskóla-
sjúkrahús (áður Borgarspítali og Sjúkrahús Reykjavíkur). Skoð-
aðar voru sjúkraskrár þeirra sem greindust á árunum 1999-
2002. Hjá Heilbrigðisráðuneytinu fengust upplýsingar um sýkla-
lyfjanotkun á tímabilinu 1989-2002.
Niðurstöður: Alls höfðu 84 einstaklingar greinst með stikilbólgu
á árunum 1984-2002, þar af 52 börn (62%). Miðaldur þeirra var
2 ár og 8 mánuðir. Drengir voru 58%. 26 (50%) börn voru yngri
en 3 ára. Á árunum 1999-2002 greindust 28 börn og var
miðaldur þeirra 2 ár og 7 mánuðir. 15 börn (54%) leituðu til
læknis innan viku fyrir innlögn og greindust öll með miðeyrna-
bólgu. 11 (73%) fengu viðeigandi sýklalyf en 4 (23%) fengu ekki
meðferð. Á tímabilinu 1989-2002 var marktæk neikvæð fylgni á
milli sýklalyfjanotkunar hjá börnum og nýgengis stikilbólgu hjá
börnum. (r = - 0,71 og p = 0,04).
Ályktanir: í kjölfar breyttra ráðlegginga um sýklalyfjanotkun við
miðeyrnabólgu dró úr notkun sýklalyfja meðal barna. Á sama
tíma jókst nýgengi stikilbólgu. Mikilvægt er að greina miðeyrna-
bólgu og meðhöndla á réttan hátt og vera vakandi gagnvart
alvarlegum fylgikvillum, einkum hjá ungum börnum.
Lykilorð: Stikilbólga, miðeyrnabólga, sýklalyfjanotkun.
Tjáning viðloðunarsameinda á T-frumum
úr kverkeitlum psoriasissjúklinga.
Aron Freyr Lúðvíksson', Flekla Sigmundsdóttir' Hannes Petersen'-3'
Helgi Valdimarsson'2
'Læknadeild Háskóla íslands, "Ónæmisfræðideild LSH, “Háls- nef og eyrnadeild
LSH
Bakgrunnur: Psoriasis er T-frumu miðlaður sjálfsofnæmissjúk-
dómur sem einkennist af offjölgun keratínocyta. Til að komast út
í húð þurfa T-frumur að tjá húðsæknisameindina CL7\, ákveðnar
viðloðunarsameindir og kemokín viðtaka eins og CCR4 og/eða
CCR10. Streptokokkasýkingar í hálsi hafa verið tengdar byrjun
og versnun á psoriasis og kverkeitlataka veldur bata hjá sumum
sjúklingum .
Tilgáta: Tilgáta okkar er sú að T-frumur sem valda psoriasis séu
ræstar í kverkeitlum og einnig að CD8 T-frumur skipti miklu máli
í meinmynd sjúkdómsins.
Aðferðir: Tekin voru sýni úr kverkeitlum og blóði psoriasissjúk-
linga og einstaklinga án psoriasis, T-frumur úr sýnunum einangr-
aðar og litaðar með flúrskinsmerktum mótefnum gegn viðloðun-
arsameindum og kemokín viðtökum og síðan keyrðar í frumu-
flæðisjá. Einnig voru fengnir heilir kverkeitlar úr einstaklingum
með endurteknar hálsbólgur, sýni tekin frá tveimur mismunandi
stöðum úr hverjum kverkeitli og frumurnar meðhöndlaðar eins
og áður. Þetta var gert til að ákvarða samanburðarhæfni sýna
miðað við heila kverkeitla. Einnig var tekið blóð úr þessum
einstaklingum.
Niðurstöður: Marktækur munur sást á tjáningu CLA+CD8+ úr
kverkeitlum psoriasissjúklinga miðað við viðmiðunarhóp. í
samanburði vefjasýna við heila kverkeitla fannst aðeins mark-
tækur munur á CXCR3+CD8+ frumum. Frekari niðurstöður
verða kynntar í fyrirlestri.
Ályktun: Það er aukin tjáning á CLA hjá CD8+ frumum úr kverk-
eitlum psoriasissjúklinga og gæti það stutt þá tilgátu að T-frumur
sem valda psoriasis séu ræstar í kverkeitlum.
66
LÆKNANEMINN
2005