Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 68

Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 68
Verkefni 4. árs læknanema Aukið nýgengi stikilbólgu (mastoiditis) á íslandi Anna Freyja Finnbogadóttir', Flannes Petersen12' Þórólfur Guðnason' 3' Þröstur Laxdal’ 3 og Ásgeir Flaraldsson1'3. 'Læknadeild Háskóla Islands, "Háls-, nef- og eyrnadeild Landspítali-Háskóla- sjúkrahús, "Barnaspítali Hringsins. Inngangur: Stikilbólga er sýking í stikilholrýmum gagnauga- beins og er fylgikvilli miðeyrnabólgu. Erlendar rannsóknir benda til að síðustu ár hafi nýgengi aukist með breyttri notkun sýklalyfja við miðeyrnabólgu. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða faraldsfræði, einkenni og meðferð stikilbólgu á íslandi síðustu 20 ár. Rannsóknarspurning: Er neikvæð fylgni á milli sýklalyfjanotk- unar við miðeyrnabólgu og nýgengis stikilbólgu? Sjúklingar og aðferðir: Skráðar voru upplýsingar um þá sem lögðust inn með greininguna stikilbólgu á árunum 1984-2002 á Barnaspítala Flringsins, Landakot og Landspítala-Háskóla- sjúkrahús (áður Borgarspítali og Sjúkrahús Reykjavíkur). Skoð- aðar voru sjúkraskrár þeirra sem greindust á árunum 1999- 2002. Hjá Heilbrigðisráðuneytinu fengust upplýsingar um sýkla- lyfjanotkun á tímabilinu 1989-2002. Niðurstöður: Alls höfðu 84 einstaklingar greinst með stikilbólgu á árunum 1984-2002, þar af 52 börn (62%). Miðaldur þeirra var 2 ár og 8 mánuðir. Drengir voru 58%. 26 (50%) börn voru yngri en 3 ára. Á árunum 1999-2002 greindust 28 börn og var miðaldur þeirra 2 ár og 7 mánuðir. 15 börn (54%) leituðu til læknis innan viku fyrir innlögn og greindust öll með miðeyrna- bólgu. 11 (73%) fengu viðeigandi sýklalyf en 4 (23%) fengu ekki meðferð. Á tímabilinu 1989-2002 var marktæk neikvæð fylgni á milli sýklalyfjanotkunar hjá börnum og nýgengis stikilbólgu hjá börnum. (r = - 0,71 og p = 0,04). Ályktanir: í kjölfar breyttra ráðlegginga um sýklalyfjanotkun við miðeyrnabólgu dró úr notkun sýklalyfja meðal barna. Á sama tíma jókst nýgengi stikilbólgu. Mikilvægt er að greina miðeyrna- bólgu og meðhöndla á réttan hátt og vera vakandi gagnvart alvarlegum fylgikvillum, einkum hjá ungum börnum. Lykilorð: Stikilbólga, miðeyrnabólga, sýklalyfjanotkun. Tjáning viðloðunarsameinda á T-frumum úr kverkeitlum psoriasissjúklinga. Aron Freyr Lúðvíksson', Flekla Sigmundsdóttir' Hannes Petersen'-3' Helgi Valdimarsson'2 'Læknadeild Háskóla íslands, "Ónæmisfræðideild LSH, “Háls- nef og eyrnadeild LSH Bakgrunnur: Psoriasis er T-frumu miðlaður sjálfsofnæmissjúk- dómur sem einkennist af offjölgun keratínocyta. Til að komast út í húð þurfa T-frumur að tjá húðsæknisameindina CL7\, ákveðnar viðloðunarsameindir og kemokín viðtaka eins og CCR4 og/eða CCR10. Streptokokkasýkingar í hálsi hafa verið tengdar byrjun og versnun á psoriasis og kverkeitlataka veldur bata hjá sumum sjúklingum . Tilgáta: Tilgáta okkar er sú að T-frumur sem valda psoriasis séu ræstar í kverkeitlum og einnig að CD8 T-frumur skipti miklu máli í meinmynd sjúkdómsins. Aðferðir: Tekin voru sýni úr kverkeitlum og blóði psoriasissjúk- linga og einstaklinga án psoriasis, T-frumur úr sýnunum einangr- aðar og litaðar með flúrskinsmerktum mótefnum gegn viðloðun- arsameindum og kemokín viðtökum og síðan keyrðar í frumu- flæðisjá. Einnig voru fengnir heilir kverkeitlar úr einstaklingum með endurteknar hálsbólgur, sýni tekin frá tveimur mismunandi stöðum úr hverjum kverkeitli og frumurnar meðhöndlaðar eins og áður. Þetta var gert til að ákvarða samanburðarhæfni sýna miðað við heila kverkeitla. Einnig var tekið blóð úr þessum einstaklingum. Niðurstöður: Marktækur munur sást á tjáningu CLA+CD8+ úr kverkeitlum psoriasissjúklinga miðað við viðmiðunarhóp. í samanburði vefjasýna við heila kverkeitla fannst aðeins mark- tækur munur á CXCR3+CD8+ frumum. Frekari niðurstöður verða kynntar í fyrirlestri. Ályktun: Það er aukin tjáning á CLA hjá CD8+ frumum úr kverk- eitlum psoriasissjúklinga og gæti það stutt þá tilgátu að T-frumur sem valda psoriasis séu ræstar í kverkeitlum. 66 LÆKNANEMINN 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.