Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 76
Verkefni 4. árs læknanema
formið heldur en á auganu sem er með byrjunarbreytingar. Eftir
að örmyndun er komin í auga með vota formið breytist stærð
örsins lítið. Vöntun og upphleðsla á litarefni virðist vera vernd-
andi breyting í augnbotni og er gangur sjúkdóms hægari ef
þessar breytingar eru til staðar.
Lykilorð: AMD, nýæðamyndun, drusen, litþekjubreytingar.
Ung- og smábarnavemd:
Greind vandamál fyrstu 18 mánuðina
og viðhorf foreldra
Guðbjörg Vignisdóttir', Katrín Davíðsdóttir2, Geir Gunnlaugsson2
Háskóli islands', Miðstöð heilsuverndar barna2
Bakgrunnur: Ung- og smábarnavernd byggist á skipulögðu
eftirliti með heilsu barna á fyrstu fimm æviárunum. Boðið er upp
á almennan stuðning við umönnun barnsins, fræðslu, læknis-
skoðanir og bólusetningar á vissum lykilaldri barnsins, þ.e. með
heimavitjunum fyrstu vikurnar eftir fæðingu og síðan heim-
sóknum á heilsugæslustöð við 6 vikna aldur, 3, 5, 6, 8, 10, 12
og 18 mánaða, 31/2- og loks 5-ára aldur. Unnið er samkvæmt
leiðbeiningum landlæknisembættisins. Umfang og eðli þessarar
þjónustu er víða í endurskoðun í nágrannalöndum okkar.
Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar er að kanna: 1) hver séu
algengustu vandamál barna og fjölskyldna þeirra sem koma til
umfjöllunar og meðferðar á fyrstu átján mánuðunum í ung- og
smábarnavernd; og 2) að kanna viðhorf foreldra til þeirrar þjón-
ustu sem ung- og smábarnavernd veitir að lokinni átján mánaða
skoðun.
Aðferðir: Upplýsingar úr sjúkraskrám barna sem fædd eru á
bilinu 1. júlí 2001 til 30. júní 2002 voru skráðar í gagnagrunn
(Filemaker Pro). Sjúkraskrárnar voru valdar af handahófi á
Miðstöð heilsuverndar barna og þremur heilsugæslustöðvum á
suð-vesturhorninu. Auk hefðbundinna lýðbreyta voru skráðar
upplýsingar um ónæmisaðgerðir, brjóstagjöf og vítamíngjöf.
Fjöldi heimavitjana var skráður svo og helstu vandamál sem
komu upp í heimavitjunum. Síðan var hver og ein heimsókn
athuguð og upplýsingar um þyngd, lengd, höfuðmál, heilsufars-
vandamál og félagsleg vandamál skráðar. Notast er við SPSS
og Excel við tölfræðilega úrvinnslu gagna. Hannað var spurn-
ingablað sem sent var til foreldra 700 barna sem fædd voru á
tímabilinu 1. júní 2002 til 30. september 2002. Nöfnin voru valin
af handahófi úr þjóðskrá. Spurningarnar taka til allra helstu þátta
starfsemi ung- og smábarnaverndar fyrstu átján mánuðina.
Rannsóknin hefur hlotið samþykki Persónuverndar og Vísinda-
siðanefndar.
Niðurstöður: Úrvinnsla upplýsinga úr sjúkraskrám er á frum-
stigi. Fyrstu niðurstöður verða kynntar í fyrirlestri þann 19. mars.
Spurningalistar til foreldra hafa verið sendir út, en svör hafa enn
ekki borist.
Áiyktun: Á tímum sparnaðar í heilbrigðiskerfinu er brýnt að
skipulagning þjónustunnar sé byggð á vísindalegum grunni og
að framkvæmd hennar sé sem hagkvæmust. Viðamikil starf-
semi eins og ung- og smábarnavernd í síbreytilegu umhverfi þarf
stöðugt að vera í endurskoðun. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar
tegundar sem framkvæmd er hér á landi og munu niðurstöður
hennar nýtast til að efla og bæta þjónustu ung- og smábarna-
verndar.
Meðferð og eftirlit sjúklinga með
háþrýsting í heilsugæslu
Jóhanna Ósk Jensdóttir1, Emil L. Sigurðsson, dósent2
'Læknadeild Hl, "Heilsugæslustöðin Sólvangi, Hafnarfirði
Inngangur: Háþrýstingur er eitt af stærstu heilbrigðisvandamál-
unum í dag, hann eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum og
dauða af völdum þeirra. Rannsóknir hafa sýnt að með því að
meðhöndla háþrýsting dregur úr hættu á hjarta- og æðasjúk-
dómum ekki síst heilablóðföllum. Erlendar rannsóknir sína að
algengi háþrýstings er hátt en aðeins hluti háþrýstingssjúklinga
fær lyfjameðferð og enn færri fá meðferð sem dugir til þess að
ná blóðþrýstingi í ásættanleg gildi. Tilgangur þessarar rann-
sóknar var að skoða meðferð og eftirlit sjúklinga með háþrýsting
í heilsugæslu. Tilgáta okkar var að meðferð og eftirlit með
háþrýsting sé með svipuðum hætti og erlendis og unnt sé að
bæta þá meðferð verulega.
Efniviður og aðferðir: Aftursýn rannsókn, þar sem rannsókn-
arhóþurinn eru allir þeir sem fengið hafa greininguna
háþrýstingur og tilheyra heilsugæslustöðinni Sólvangi.
Sjúkraskýrslur þessara einstaklinga voru skoðaðar og upplýs-
ingar um meðferð og eftirlit skráðar.
Niðurstöður: Alls voru 979 einstaklingar sem reyndust hafa
greininguna háþrýstingur. Af þeim voru 27% með blóðþrýsting
<140/90 mmHg við síðustu blóðþrýstingsmælingu og 70% með
blóðþrýsting >140/90. Meðaltal slagbilsþr. var 145 og hlébilsþr.
86. Á árunum 2002 og 2003 fengu 75% sjúklinga lyfjameðferð
vegna háþrýstings. Af þeim voru 36% á tveggja lyfja meðferð og
25% á þremur eða fleiri lyfjum. Af einstökum lyfjaflokkum voru
65% sjúklinga á þvagræsilyfjum, 58% á betahemlum, 26% á
ACE hemlum, 25% á kalsíumgangalokum og 28% á Angíot-
ensín II blokkerum. Árið 2003 var blóðþrýstingur mældur í 62%
tilvika, 24% 1 sinni, 17% 2sinnum og í 21% tilvika oftar. Blóð-
prufa hafði verið tekin hjá 78% sjúklinga en þar af hjá 63% frá
árinu 2000, af þeim var kólesteról að meðaltali 5,9mmól/L, HDL
1,4mmól/L, þrýglýseríð 1,8mmól/L og blóðsykur 5,9mmól/L. í
51 % tilfella var albumin í þvagi skoðað og í 63% tilvika var EKG
tekið, þar af 30% eftir 2000. BMI var mælt í 12% tilfella.
Ályktun: Árangur meðferðar við háþrýsting er ábótavant hér líkt
og erlendis. Eftirlit með öðrum áhættuþáttum er ekki nógu
stöðugt. Það ætti að vera unnt að gera meðferðina og eftilititið
markvissara.
74
LÆKNANEMINN
2005