Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 77

Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 77
Verkefni 4. árs læknanema Árangur af gerviHðaaðgerðum á hnjám fram- kvæmdum á FSA 1983-2003 Jónas Hvannberg', Þorvaldur Ingvarsson2 Læknadeild Háskóla (slands', Bæklunarskurðdeild FSA2 Bakgrunnur: Slitgigt er vaxandi vandamál í hinum vestræna heimi og kostnaður heilbrigðiskerfisins og samfélagsins vegna hennar farið vaxandi á undanförnum árum. Sjúklingar með slit- gigt þurfa oft á gerviliðaaðgerðum að halda, því er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hversu vel hefur tekist til með aðgerðirnar. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hver árangur af gerviliðaaðgerðum á hnjám hefur verið á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri á tímabilinu, með áherslu á tíðni enduraðgerða og fylgikvilla. Efniviður: Upplýsingar voru sóttar úr sjúkraskrám þeirra 560 sjúklinga sem gengust undir gerviliðaaaðgerð á hné á tímabilinu. Skráðar voru persónuupplýsingar sjúklinga og helstu upplýs- ingar um aðgerð, legu og útskrift. Eins var farið að með endur- aðgerðir sem sjúklingar gengust undir. CRR (cumulative revision rate) var reiknað út fyrir enduraðgerðir hjá sjúklingum með slit- gigt. CRR er tíðni enduraðgerða á þeim gerviliðum sem eru í hættu á að þarfnast enduraðgerðar við. Það eru þeir sjúklingar sem eru á lífi og hafa ekki gengist undir enduraðgerð á þeim lið sem um ræðir. Tölfræðilegar upplýsingar voru unnar í Micros- oft® Excel®. Beytt var Kaplan mayer aðferðarfræði við útreikn- inga á CRR og var það gert í SPSS® 1.1 Niðurstöður: 560 frumaðgerðir voru gerðar á tímabilinu, 515 með heilliðum og 45 með hálfliðum. 200 karlar gengust undir aðgerð og var meðalaldur þeirra 70,8 ár. 360 konur gengust undir aðgerð og meðalaldur þeirra var 69,6 ár. Enduraðgerðar- tíðni var mismunandi eftir því hvort um var að ræða heil- eða hálfliði og hvaða tegundir var að ræða. Enduraðgerðir á hálf- liðum voru 12 á tímabilinu og á heilliðum 26. Enduraðgerðartíðni var hæst á PCA hálfliðnum eða rúmlega 50% af öllum þeim PCA liðum sem settir höfðu verið inn. CRR(cumulative revision rate) á AGC heilliðnum var lægst, eða um 3% við 7 ára uppgjör, að enduraðgerðum vegna sýkinga meðtöldum. Enduraðgerðir á heilliðum vegna sýkinga voru 3 á öllu tímabilinu eða í 0,58% þeirra heilliða sem settir voru inn. Engar enduraðgerðir vegna sýkinga voru gerðar á hálfliðum. Fylgikvillar sem auka verulega líkur á enduraðgerð og/eða eru lífshótandi eða valda alvarlegum líkamlegum einkennum komu fram í 2,9% tilvika við útskrift. Einu sinni var um að ræða blóðsegarek til lungna (0,18%) og ítveimur tilvikum fengu sjúklingar blóðtappa í neðri útlim (0,36%). Umræður: Enduraðgerðartíðni á PCA hálfliðnum er í fullu samræmi við það sem þekkist annarsstaðar frá. Gerviliðurinn hefur hvergi reynst vel og er hvorki í notkun á FSA í dag. Við teljum að vel hafi tekist til með liðskiptaaðgerðir á hnjám á FSA, þó sérstaklega hin síðari ár. Þessi góði árangur, sbr Lewold S (1997) þar sem CRR á AGC liðnum var 3% á 5 ára tímabili, rennir enn frekar stoðum undir mikilvægi liðskiptaaðgerða í meðhöndlun slitgigtarsjúklinga. Tíðni fylgikvilla eftir aðgerðir á FSA virðist vera með lægra móti. Liebermann Jr (1994) sýndi fram á að tíðni klíniskt merkjanlegra D\7T væri 1 % og blóðseg- areks til lungna 0,3% þrátt fyrir fyrirbyggjandi meðferð hjá sjúk- lingum sem gengist höfðu undir gerviliðaaðgerðir á hnjám. Aðgerðirnar eru ríkur þáttur í að sjúklingar nái betri heilsu og auknum lífsgæðum. Hafa verður þó í huga að líkur á endurað- gerðum aukast eftir því sem sjúklingar eru yngri þegar þeir gangast undir aðgerð. Því eru liðskiptaaðgerðir oft á tíðum ekki endanleg lausn fyrir yngri sjúklinga þó árangur sé almennt góður. Ályktun: Árangur af gerviliðaaðgerðunum í hnjám á FSA stenst fyllilega alþjóðlegan samanburð og eru góður kostur í meðferð slitgigtar hjá vel völdum sjúklingahópi. Aftursæ rannsókn á klínískri mynd og horfum sjúklinga með spítalasýkingar af völdum calici-veira á Landspítala Háskólasjúkrahúsi Kristbjörg Heiður Olsen', Már Kristjánsson2, Ólafur Guðlaugsson2-3' Guðrún Erna Baldvinsdóttir4. Læknadeild Háskóla íslands', Smitsjúkdómadeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss2, Sýkingavarnadeild Landspítala- Háskólasjúkrahúss3, Rannsóknarstofa Háskólans í veirufræði4. Inngangur: Iðrakveisa (e.gastroenteritis) af völdum noroveira er vel þekkt og algeng í samfélaginu. Almennt hefur slík sýking verið talin væg í heilbrigðum einstaklingum. Á árinu 2003 varð vart óvenju margra tilfella af noroveirusýkingu innan LSH og er það tilfinning manna að um aukningu frá fyrri árum hafi verið að ræða, jafnframt því sem sýkingin leggist harðar á sjúklinga en áður. Að sama skapi hafa menn orðið vitni að mikilli breytingu á hegðun veirunnar í fjölmörgum löndum á meginlandi Evrópu sem nýlegar rannsóknir gefa til kynna að tengist stökkbreytingu ( polymerasa-geni hennar. Markmið rannsóknarinnar var að auðkenna þá sem staðfest smituðust af iðrakveisu af völdum noroveiru innan veggja sjúkrahússins á tímabilinu frá 1 .desem- ber 2002 til 31 .desember 2003, lýsa afdrifum þeirra og sjúk- dómsgangi og reyna jafnframt að leggja mat á hverjum er hætt- ara við slíkri sýkingu. Efniviður og aðferðir: Skilmerkin fyrir að um spítalasýkingu væri sannanlega að ræða voru sett þau að auk jákvæðs veiru- prófs yrðu a.m.k. 48 klst. að líða frá því sjúklingur lagðist inn og þar til einkenni hófust. Að öðrum kosti væri um samfé- lagssýkingu að ræða. Sjúkraskrár þeirra sem uppfylltu bæði þessi skilyrði voru skoðaðar m.t.t. einkenna, hvenær þau hófust, hvenær þau voru yfirstaðin, hver voru afdrif sjúklinga, hugsan- legra undirliggjandi sjúkdóma/meðferðar sem gerði sjúklinga meira útsetta fyrir sýkingu auk upplýsinga um lífsmörk og blóð- rannsóknir á síðustu 48 klst. áður en einkenni hófust. Notast var við APACHE II stigunarkerfið til að reyna að leggja mat á almennt ástand sjúklinga áður en einkenna sýkingarinnar varð vart. Niðurstöður: Alls uppfylltu 98 sjúklingar skilmerkin til að teljast viðföng. Þar af voru sjúkraskrár 68 sjúklinga fullnægjandi eða LÆKNANEMINN 2005 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.